Krabbameinsvaldandi efni Teitur Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2019 13:30 Það er vandlifað nú til dags þegar svo mörg efni og efnasambönd eru allt í kring um okkur, sum hver meinlaus. Önnur talin valda skaða eins og bruna, ertingu, bólgu og svo jafnvel krabbameini. Þá er einnig oft rætt um að við getum með fæðuvali skapað okkur áhættu á krabbameini og er vel þekkt að nýlega er búið að merkja til dæmis neyslu á rauðu kjöti í óhófi sem krabbameinsvaldandi. Áfengi er talið geta stuðlað að krabbameini og ýmis önnur neysluvara til viðbótar. Þá er ekki úr vegi að velta fyrir sér hvort eitthvað í þeim snyrtivörum eða efnum sem við notum í kremi eða áburði og viðlíka geti haft áhrif. Margir telja að mörg þeirra efna og efnasambanda sem eru í þess háttar vöru geti truflað hormónastarfsemi líkamans og þannig óbeint stuðlað að vexti. Við þekkjum æxli líkt og brjósta- og blöðruhálsmein sem og eggjastokkamein sem eru að hluta talin hormónanæm og meðferð að hluta byggir á að blokkera hormón í líkamanum til að hamla vexti þeirra og viðgangi. Umræða um litarefni og hársnyrtivörur hefur verið hávær en erfitt er að benda á beint orsakasamhengi í rannsóknum, en yfir 5.000 efni eru notuð í snyrtivöruheiminum hvað varðar t.d. þessar vörulínur. Húðvörur ýmsar innihalda efni líkt og 1,4 díoxan en í rannsóknum vestanhafs sýndi sig að allt að 28% af slíkum vörum innihéldu það þekkta krabbameinsvaldandi efni. Sjampó, sápur, hrukkukrem og vörur sem eiga að draga úr öldrun húðar sýndu að í allt að 40% þeirra voru efni sem talin eru heilsuspillandi. Polyethylene, glycol-efni og ýmis önnur, þ. á m. parabenefni, hafa verið nefnd til sögunnar. Plastefni líkt og þalöt höfum við rætt einnig á undanförnum vikum. Það verður að horfa til þess að efni sem við berum á okkur frásogast í gegnum húð og berast með þeim hætti í blóðrás og um líkamann. Eðlilega eru áhrifin að miklu leyti magnbundin og líklega í langflestum tilvikum lítilvæg. Það er þó engu að síður eðlilegt að benda á þá áhættu svo að neytendur séu vakandi fyrir því sem getur mögulega valdið heilsutjóni. Margar vörur í gegnum tíðina hafa innihaldið formaldehýð, sem er vel þekktur skaðvaldur, og einnig asbest og tjara sem hafa verið notuð í snyrtivörur. Evrópa virðist vera lengra komin í þessum efnum en til dæmis Bandaríkin þar sem einungis 11 efni eru bönnuð þar en 1.328 í Evrópu vegna gruns um heilsuspillandi áhrif. Niðurstaðan gæti þá verið, a.m.k. þar sem neytandinn hefur ekki hugmynd um hvernig hann skuli almennt túlka innihald eða áhættu við hverja vöru fyrir sig, að velja evrópska framleiðslu. Við erum með þá löggjöf hér á Íslandi líka svo það er líklegt að við náum að verjast sæmilega. Aðalatriðið er að vera meðvitaður og líklega er orðatiltækið enska „less is more“ hér ágæt nálgun.Höfundur er læknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Teitur Guðmundsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er vandlifað nú til dags þegar svo mörg efni og efnasambönd eru allt í kring um okkur, sum hver meinlaus. Önnur talin valda skaða eins og bruna, ertingu, bólgu og svo jafnvel krabbameini. Þá er einnig oft rætt um að við getum með fæðuvali skapað okkur áhættu á krabbameini og er vel þekkt að nýlega er búið að merkja til dæmis neyslu á rauðu kjöti í óhófi sem krabbameinsvaldandi. Áfengi er talið geta stuðlað að krabbameini og ýmis önnur neysluvara til viðbótar. Þá er ekki úr vegi að velta fyrir sér hvort eitthvað í þeim snyrtivörum eða efnum sem við notum í kremi eða áburði og viðlíka geti haft áhrif. Margir telja að mörg þeirra efna og efnasambanda sem eru í þess háttar vöru geti truflað hormónastarfsemi líkamans og þannig óbeint stuðlað að vexti. Við þekkjum æxli líkt og brjósta- og blöðruhálsmein sem og eggjastokkamein sem eru að hluta talin hormónanæm og meðferð að hluta byggir á að blokkera hormón í líkamanum til að hamla vexti þeirra og viðgangi. Umræða um litarefni og hársnyrtivörur hefur verið hávær en erfitt er að benda á beint orsakasamhengi í rannsóknum, en yfir 5.000 efni eru notuð í snyrtivöruheiminum hvað varðar t.d. þessar vörulínur. Húðvörur ýmsar innihalda efni líkt og 1,4 díoxan en í rannsóknum vestanhafs sýndi sig að allt að 28% af slíkum vörum innihéldu það þekkta krabbameinsvaldandi efni. Sjampó, sápur, hrukkukrem og vörur sem eiga að draga úr öldrun húðar sýndu að í allt að 40% þeirra voru efni sem talin eru heilsuspillandi. Polyethylene, glycol-efni og ýmis önnur, þ. á m. parabenefni, hafa verið nefnd til sögunnar. Plastefni líkt og þalöt höfum við rætt einnig á undanförnum vikum. Það verður að horfa til þess að efni sem við berum á okkur frásogast í gegnum húð og berast með þeim hætti í blóðrás og um líkamann. Eðlilega eru áhrifin að miklu leyti magnbundin og líklega í langflestum tilvikum lítilvæg. Það er þó engu að síður eðlilegt að benda á þá áhættu svo að neytendur séu vakandi fyrir því sem getur mögulega valdið heilsutjóni. Margar vörur í gegnum tíðina hafa innihaldið formaldehýð, sem er vel þekktur skaðvaldur, og einnig asbest og tjara sem hafa verið notuð í snyrtivörur. Evrópa virðist vera lengra komin í þessum efnum en til dæmis Bandaríkin þar sem einungis 11 efni eru bönnuð þar en 1.328 í Evrópu vegna gruns um heilsuspillandi áhrif. Niðurstaðan gæti þá verið, a.m.k. þar sem neytandinn hefur ekki hugmynd um hvernig hann skuli almennt túlka innihald eða áhættu við hverja vöru fyrir sig, að velja evrópska framleiðslu. Við erum með þá löggjöf hér á Íslandi líka svo það er líklegt að við náum að verjast sæmilega. Aðalatriðið er að vera meðvitaður og líklega er orðatiltækið enska „less is more“ hér ágæt nálgun.Höfundur er læknir
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar