Múrinn um matarkörfuna Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 14. febrúar 2019 13:30 Það er sjarmi að búa í svo fámennu samfélagi að við spjöllum við kunningja þegar við kaupum í matinn og nikkum til granna við kassann. Návígið hefur gert að ég raða í körfuna eftir ákveðinni aðferðafræði. Matarkörfunni fylgir nefnilega alltaf einhver feimni, því matarkarfa segir ákveðna sögu. Ég fel dömubindin í körfunni. Reyndar líka Bingókúlurnar (undir salatpoka) þrátt fyrir að það teljist kannski ekki fréttnæmt að fertugar konur kaupi dömubindi og að það sé lógískt skynsömu fólki að konur kaupa dömubindi einmitt á sama tíma og þær kaupa súkkulaði. Ég reyni að líta aldrei ofan í körfur annarra, ekki frekar en ég myndi lesa dagbók þó hún stæði opin. Matarkarfan segir ekki bara sögu okkar. Hún segir sögu um samfélagið. Rjómi og beikon rokselst. Allir með sómakennd fela brauð og ávexti í körfunni. Og svo segir ein matarkarfa í hverfisverslun á Íslandi sögu um pólitík. Íslenska matarkarfan kostar 40-67% meira en sama matarkarfa í höfuðborgum Norðurlandanna. Verðmunurinn felst að stórum hluta í innlendum landbúnaðarvörum. Ástæðan er pólitík, múrinn sem stjórnvöld hafa reist kringum matarkörfuna. Vernd landbúnaðar er hvergi meiri innan OECD og greinin er að hluta undanþegin samkeppnislögum. Hæstiréttur Bandaríkjanna rammaði inn mikilvægi samkeppnislaga með því að segja samkeppnislög hafa sömu þýðingu fyrir frjálsan markað og stjórnarskrána fyrir vernd mannréttinda. Múrinn um matarkörfuna hefur áhrif á lífskjör okkar, karfan okkar er dýrari og fábreyttari. Í því ljósi er merkilegt hvað stjórnvöld gera lítið til að vernda frelsi okkar þegar við kaupum í matinn. Það eru nefnilega mannréttindi í matarkörfunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er sjarmi að búa í svo fámennu samfélagi að við spjöllum við kunningja þegar við kaupum í matinn og nikkum til granna við kassann. Návígið hefur gert að ég raða í körfuna eftir ákveðinni aðferðafræði. Matarkörfunni fylgir nefnilega alltaf einhver feimni, því matarkarfa segir ákveðna sögu. Ég fel dömubindin í körfunni. Reyndar líka Bingókúlurnar (undir salatpoka) þrátt fyrir að það teljist kannski ekki fréttnæmt að fertugar konur kaupi dömubindi og að það sé lógískt skynsömu fólki að konur kaupa dömubindi einmitt á sama tíma og þær kaupa súkkulaði. Ég reyni að líta aldrei ofan í körfur annarra, ekki frekar en ég myndi lesa dagbók þó hún stæði opin. Matarkarfan segir ekki bara sögu okkar. Hún segir sögu um samfélagið. Rjómi og beikon rokselst. Allir með sómakennd fela brauð og ávexti í körfunni. Og svo segir ein matarkarfa í hverfisverslun á Íslandi sögu um pólitík. Íslenska matarkarfan kostar 40-67% meira en sama matarkarfa í höfuðborgum Norðurlandanna. Verðmunurinn felst að stórum hluta í innlendum landbúnaðarvörum. Ástæðan er pólitík, múrinn sem stjórnvöld hafa reist kringum matarkörfuna. Vernd landbúnaðar er hvergi meiri innan OECD og greinin er að hluta undanþegin samkeppnislögum. Hæstiréttur Bandaríkjanna rammaði inn mikilvægi samkeppnislaga með því að segja samkeppnislög hafa sömu þýðingu fyrir frjálsan markað og stjórnarskrána fyrir vernd mannréttinda. Múrinn um matarkörfuna hefur áhrif á lífskjör okkar, karfan okkar er dýrari og fábreyttari. Í því ljósi er merkilegt hvað stjórnvöld gera lítið til að vernda frelsi okkar þegar við kaupum í matinn. Það eru nefnilega mannréttindi í matarkörfunni.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun