Lífið

Byrjaði berbrjósta fyrir framan þrjátíu fylgjendur á Snapchat

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eva Ruza alltaf skemmtileg.
Eva Ruza alltaf skemmtileg.

Eva Ruza er flestum kunn og hefur skapað sér nafn á samfélagsmiðlum. Eva Ruza hefur starfað í blómaversluninni Ísblóm frá því að hún var sautján ára en blómabúðin er í eigu móður hennar. Eva Ruza er gift tveggja barna móðir og bjóst alls ekki við þeim viðtökum sem hún hefur fengið á samfélagsmiðlum.

„Snapchat var svona vendipunkturinn fyrir mig á samfélagsmiðlum. Ég er búin að vera kynnir í Color Run síðan það kom til Íslands og 2015 var mér bara hent upp á svið fyrir framan tólf þúsund manns og þá var ég bara með einhverja þrjátíu fylgjendur á snappinu,“ segir Eva Ruza í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær.

„Ég man þegar ég kom heim eftir daginn var ég allt í einu komin með hundrað fylgjendur. Ég var sem betur fer ekki búinn að hrista ber brjóstinn fyrir framan fylgjendur mína þarna, það gerðist nokkrum mánuðum fyrr. Þarna var ég barnlaus en átti samt manninn minn,“ segir Eva sem setti berbrjósta myndband í story á Snapchat fyrir þrjátíu fylgjendur sína. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar.

Eva Ruza sýndi það og sannaði fyrir okkur með þátttöku sinni í Ísskápastríði að hún væri afar sniðug í eldhúsinu og því báðum við hana um að sýna okkur lauflétta og gómsæta uppskrift. Hún töfraði fram ljúffengan mexíkóskan rétt með öllu tilheyrandi.

„Þetta er svona föstudagsmatur. Yesmine Olsen, vinkona mín, sagði mér að elda taco. Ég spurðu hana þá hvernig krydd ég ætti að nota og ég sagði að það væri sennilega best fyrir mig að nota bara pakkakrydd.“

Það eru fleiri sammála þeim orðum og nýtur Eva mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum ásamt því að hún heldur úti vefsíðunni evaruza.is þar sem Eva tekur saman og deilir fréttum af stjörnunum í Hollywood. Samfélagsmiðlar hafa vaxið ört á undanförnum árum og með tilkomu þeirra heyrast einnig gagnrýnisraddir sem efast um notkunina á miðlinum.

Þrátt fyrir smávægilegt klúður ef klúður má kalla heppnaðist máltíðin ljómandi vel en hér að neðan má sjá uppskriftina sjálfa.

Mexíkóskur réttur a'la Eva Ruza

Fyrir fjóra

  • Mjúkar tortillavefjur/bátar
  • 500 g nautahakk
  • 1 msk ólífuolía
  • 1 rauð paprika
  • 10 sveppir
  • 1 rauðlaukur
  • 1 poki fajitaskrydd að eigin vali
  • Hreinn rjómaostur, magn eftir smekk
  • 1 krukka salsasósa
  • Rifinn ostur, magn eftir smekk
  • 1 krukka ostasósa
  • 1 dós sýrður rjómi
  • 1 krukka lárperumauk
  • Nachos flögur

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Hitið olíu á pönnu og steikið nautahakkið og kryddið til með mexíkóskri kryddblöndu að eigin vali.
  3. Skerið papriku, sveppi og rauðlauk afar smátt og bætið út á pönnuna.
  4. Hellið salsasósunni yfir hakkblönduna og hrærið öllu vel saman.
  5. Smyrjið tortilla bátinn með rjómaosti, skiptið hakkblöndunni niður í formin og stráið rifnum osti yfir.
  6. Inn í ofn við 180°C í 10 mínútur eða þar til osturinn er gullinbrúnn.
  7. Berið fram með ostasósu, sýrðum rjóma, lárperumauki og nachos flögum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.