Lögreglan á Írlandi leitar enn að Jóni Þresti Jónssyni. Hann hefur ekki sést síðan kl. 11 á laugardagsmorgun í Whitehall í Dyflinni.
Fjölskylda hans er farin til Írlands. Í tilkynningu frá þeim segir að þau séu enn í áfalli en vilji að öðru leyti ekki tjá sig.
Í gær birti lögreglan nýja mynd af Jóni Þresti á samfélagsmiðlum þar sem aftur var biðlað til almennings um upplýsingar um hvar Jón Þröstur er niðurkominn.
Írska lögreglan gat lítið tjáð sig um málið í samtali við blaðamann að öðru leyti en því að leitin væri í höndum lögreglustöðvarinnar í Ballymun í norðurhluta Dyflinnar. Jón Þröstur er 41 árs og um 182 cm á hæð.
Innlent
Leit að Jóni Þresti stendur enn yfir
Tengdar fréttir
Leita íslensks manns í Dublin
Lögreglan í Dublin hefur lýst eftir Jóni Þresti Jónssyni, sem hvarf þar í borg um helgina.