Þingmaðurinn sem kenndi múslimum um hryðjuverkaárásina fékk egg í höfuðið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. mars 2019 10:30 Fraser Anning, ástralski öldungadeildarþingmaðurinn umdeildi, sem í gær kenndi múslimum sjálfum og innflytjendastefnu Nýja-Sjálands um hryðjuverkin fékk á blaðamannafundi í dag egg í höfuðið þegar hann hafði í frammi frekari áróður gegn múslimum. Vísir/ap Fraser Anning, ástralski öldungadeildarþingmaðurinn umdeildi, sem í gær kenndi múslimum sjálfum og innflytjendastefnu Nýja-Sjálands um hryðjuverkin fékk á blaðamannafundi í dag egg í höfuðið þegar hann hafði í frammi frekari áróður gegn múslimum. Sjá nánar: Kennir múslimum um árásina í Nýja-SjálandiUngur mótmælandi skellti eggi í höfuðið á þingmanninum á meðan Anning ræddi við fréttamann. Hann brást ókvæða við og lamdi hann samstundis og ítrekað í andlitið. Samkvæmt heimildum Guardian er drengurinn 17 ára.Anning hugsaði sig ekki tvisvar um og lamdi unga mótmælandann ítrekað í andlitið.Vísir/apÖryggisverðir þurftu að halda aftur af Anning til að ekki færi verr og þá má sjá af myndbandi sem náðist af atvikinu að tveir menn héldu mótmælandanum unga niðri. Þeir tóku hann fantabrögðum og hálstaki og kölluðu það „borgaralega handtöku“. Í gær sagði Anning að ástæðu hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch í Nýja-Sjálandi, þar sem 49 voru myrtir, megi rekja til „innflytjendastefnu sem gerði öfgamúslimum kleift að flytja til Nýja-Sjálands til að byrja með.“ Í yfirlýsingu sinni sagði hann þá að hin íslamska trú væri „ofbeldisfull hugmyndafræði sjöttu aldar harðstjóra í dulargervi trúarleiðtoga“. Hann sagði þá að þrátt fyrir að múslimar hefðu verið fórnarlömb í hryðjuverkaárásinni í borginni Christchurch væru þeir venjulega gerendurnir og fullyrti að um allan heim dræpu múslimar fólk í stórum stíl í nafni trúar sinnar. Ummæli Annings hafa vakið hörð viðbrögð en Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, sagði ummælin vera viðbjóðsleg.Fréttin hefur verið uppfærð. Í spilaranum hér að neðan er hægt að horfa á myndband sem náðist af atvikinu. Ástralía Nýja-Sjáland Tengdar fréttir „Forsætisráðherra Nýja-Sjálands: Eitt er víst að byssulöggjöfin okkar mun taka breytingum“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði á blaðamannafundi í Wellington í kvöld að það væri alveg á hreinu að byssulöggjöf landsins myndi taka breytingum eftir að versta fjöldamorð í sögu Nýja-Sjálands átti sér stað í dag. 15. mars 2019 22:54 Öryggisgæsla við franska tilbeiðslustaði hert eftir blóðbaðið í Christchurch Stærsta samfélag múslima er Vestur-Evrópu er í Frakklandi. Skotárásin í Christchurch beindist að tveimur moskum. 15. mars 2019 12:01 Kennir múslimum um árásina í Nýja-Sjálandi: „Þó að múslimar hafi í dag verið fórnarlömb þá eru þeir venjulega gerendur“ Fraser Anning er sakaður um að ala á hatri í garð múslima í kjölfar árásarinnar í Nýja-Sjálandi. 15. mars 2019 17:57 Hatur á netinu undanfari versta fjöldamorðs í sögu Nýja-Sjálands Talið er að árásarmaður hafi tilkynnt um ætlun sína á spjallborði rasista á netinu. Myndum af einu morðvopnanna var tíst á miðvikudag. 15. mars 2019 13:31 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Fraser Anning, ástralski öldungadeildarþingmaðurinn umdeildi, sem í gær kenndi múslimum sjálfum og innflytjendastefnu Nýja-Sjálands um hryðjuverkin fékk á blaðamannafundi í dag egg í höfuðið þegar hann hafði í frammi frekari áróður gegn múslimum. Sjá nánar: Kennir múslimum um árásina í Nýja-SjálandiUngur mótmælandi skellti eggi í höfuðið á þingmanninum á meðan Anning ræddi við fréttamann. Hann brást ókvæða við og lamdi hann samstundis og ítrekað í andlitið. Samkvæmt heimildum Guardian er drengurinn 17 ára.Anning hugsaði sig ekki tvisvar um og lamdi unga mótmælandann ítrekað í andlitið.Vísir/apÖryggisverðir þurftu að halda aftur af Anning til að ekki færi verr og þá má sjá af myndbandi sem náðist af atvikinu að tveir menn héldu mótmælandanum unga niðri. Þeir tóku hann fantabrögðum og hálstaki og kölluðu það „borgaralega handtöku“. Í gær sagði Anning að ástæðu hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch í Nýja-Sjálandi, þar sem 49 voru myrtir, megi rekja til „innflytjendastefnu sem gerði öfgamúslimum kleift að flytja til Nýja-Sjálands til að byrja með.“ Í yfirlýsingu sinni sagði hann þá að hin íslamska trú væri „ofbeldisfull hugmyndafræði sjöttu aldar harðstjóra í dulargervi trúarleiðtoga“. Hann sagði þá að þrátt fyrir að múslimar hefðu verið fórnarlömb í hryðjuverkaárásinni í borginni Christchurch væru þeir venjulega gerendurnir og fullyrti að um allan heim dræpu múslimar fólk í stórum stíl í nafni trúar sinnar. Ummæli Annings hafa vakið hörð viðbrögð en Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, sagði ummælin vera viðbjóðsleg.Fréttin hefur verið uppfærð. Í spilaranum hér að neðan er hægt að horfa á myndband sem náðist af atvikinu.
Ástralía Nýja-Sjáland Tengdar fréttir „Forsætisráðherra Nýja-Sjálands: Eitt er víst að byssulöggjöfin okkar mun taka breytingum“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði á blaðamannafundi í Wellington í kvöld að það væri alveg á hreinu að byssulöggjöf landsins myndi taka breytingum eftir að versta fjöldamorð í sögu Nýja-Sjálands átti sér stað í dag. 15. mars 2019 22:54 Öryggisgæsla við franska tilbeiðslustaði hert eftir blóðbaðið í Christchurch Stærsta samfélag múslima er Vestur-Evrópu er í Frakklandi. Skotárásin í Christchurch beindist að tveimur moskum. 15. mars 2019 12:01 Kennir múslimum um árásina í Nýja-Sjálandi: „Þó að múslimar hafi í dag verið fórnarlömb þá eru þeir venjulega gerendur“ Fraser Anning er sakaður um að ala á hatri í garð múslima í kjölfar árásarinnar í Nýja-Sjálandi. 15. mars 2019 17:57 Hatur á netinu undanfari versta fjöldamorðs í sögu Nýja-Sjálands Talið er að árásarmaður hafi tilkynnt um ætlun sína á spjallborði rasista á netinu. Myndum af einu morðvopnanna var tíst á miðvikudag. 15. mars 2019 13:31 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
„Forsætisráðherra Nýja-Sjálands: Eitt er víst að byssulöggjöfin okkar mun taka breytingum“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði á blaðamannafundi í Wellington í kvöld að það væri alveg á hreinu að byssulöggjöf landsins myndi taka breytingum eftir að versta fjöldamorð í sögu Nýja-Sjálands átti sér stað í dag. 15. mars 2019 22:54
Öryggisgæsla við franska tilbeiðslustaði hert eftir blóðbaðið í Christchurch Stærsta samfélag múslima er Vestur-Evrópu er í Frakklandi. Skotárásin í Christchurch beindist að tveimur moskum. 15. mars 2019 12:01
Kennir múslimum um árásina í Nýja-Sjálandi: „Þó að múslimar hafi í dag verið fórnarlömb þá eru þeir venjulega gerendur“ Fraser Anning er sakaður um að ala á hatri í garð múslima í kjölfar árásarinnar í Nýja-Sjálandi. 15. mars 2019 17:57
Hatur á netinu undanfari versta fjöldamorðs í sögu Nýja-Sjálands Talið er að árásarmaður hafi tilkynnt um ætlun sína á spjallborði rasista á netinu. Myndum af einu morðvopnanna var tíst á miðvikudag. 15. mars 2019 13:31