Innlent

Ný þyrla Landhelgisgæslunnar kom til landsins í dag

Birgir Olgeirsson skrifar
Þyrlan er af gerðinni Super-Puma.
Þyrlan er af gerðinni Super-Puma. Jón Páll Ásgeirsson
Ný þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-EIR, kom til landsins í dag en um er að ræða eina af tveimur nýjum þyrlum sem eru hluti af bráðabirgðaendurnýjun gæslunnar. Seinni vélin, TF-GRÓ, er væntanleg til landsins á næstu vikum.

Munu þyrlurnar tvær leysa af þyrlurnar TF-SYN og TF-GNÁ sem gæslan hafði á leigu. Fyrir átti Landhelgisgæsluna TF-LÍF en hún er af gerðinni Super Puma  en TF-EIR og TF-GRÓ er nýrri vélar frá sama framleiðanda.

TF-EIR verður ekki tekin til notkunar fyrr en annað hvort í apríl eða maí því þjálfa þarf starfsfólk gæslunnar til að fljúga þessari þyrlu og sinna viðhaldi. 

Jón Páll Ásgeirsson
Jón Páll Ásgeirsson
Jón Páll Ásgeirsson

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×