Á annan tug skotvopna stolið hér á landi á hverju ári Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. október 2019 20:30 Lögreglufulltrúi segir að á annan tug skotvopna sé stolið á hverju ári á Íslandi. Dæmi eru um að ekki sé farið eftir regluverki um geymslu og meðhöndlun, sem sé skýrt í lögum. Innflutningur skotvopna hefur aukist og er nálægt því sem var fyrir hrun. Á þriðja þúsund skotvopna eru nú flutt inn til landsins. Löglega innfluttum skotvopnum hefur fjölgað nokkuð frá því sem var strax eftir hrun. Árið 2010 voru rúmlega tvö þúsund skotvopn flutt inn til landsins. Árið 2014 voru þau 1.315 og í fyrra nam fjöldinn 2.523 skotvopnum. Um mitt þetta ár var búið að flytja inn til landsins inntæplega 1.400 skotvopn. Heildar fjöldinn af skotvopnum á Íslandi, um mitt þetta ár, nemur því sextíu og átta þúsund sjö hundruð þrjátíu og fjórum skotvopnum. Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir mikla aðsókn í skotvopnaleyfi og merkir aukinn áhuga á byssuíþróttum og veiði.Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,Skjáskot/Stöð 2„Ætli það sé ekki um 40.000 haglabyssur á móti 30.000 rifflum. Skammbyssur eru ef ég man rétt, tvö til þrjú þúsund. Það byrjaði að fjölga í byssuinnflutningi 2017. Þá fór hann að komast á par við það sem var áður.“ Jónas segir að skýrar reglur séu um geymslu og meðferð skotvopna í vopnalögum. Lögin voru sett á árið 1998 og telur hann að kominn sé tími á endurskoðun. Til eru dæmi þar sem geymsla sé ekki reglum samkvæm og það sem af er ári hefur lögregla fengið tilkynningu um þjófnað á 17 skotvopnum og skotfærum.Skjáskot/Stöð2„Það er þó stolið 10 til 20 byssum, að meðaltali, á hverju ári. Virðist vera að fólk misskilji reglur sem segja að byssa eitt, tvö og þrjú þurfi að vera í læstri geymslu. En það er alveg skýrt í vopalögum að svo skal vera.“ Á þriðja ársfjórðungi þessa árs hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagt hald á 37 skotvopn. Þess ber þó að geta skotvopn geta verið haldlögð til að mynda úr dánarbúi. Það er ef erfingar hafi ekki leyfi til byssueignar. Það sem af er þessu ári hefur verið lagt hald á 76 skotvopn. Í fyrra voru þau í heildina 99. Lögreglan Tengdar fréttir Hvellir heyrðust skömmu eftir að tilkynning barst um mann með skotvopn Leit lögreglu skilaði engum árangri. 19. ágúst 2019 10:12 Handtóku tvo eftir skothvelli í Breiðholti Tveir menn voru handteknir í Breiðholti á mánudag og hald lagt á skotvopn og lítilræði af fíkniefnum. 3. júlí 2019 07:00 Tveir handteknir í aðgerð sem sérsveitin tók þátt í Tilkynnt hafði verið um skotvopn í húsi í austurborginni. Vopnin reyndust eftirlíkingar. 4. október 2019 17:33 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Lögreglufulltrúi segir að á annan tug skotvopna sé stolið á hverju ári á Íslandi. Dæmi eru um að ekki sé farið eftir regluverki um geymslu og meðhöndlun, sem sé skýrt í lögum. Innflutningur skotvopna hefur aukist og er nálægt því sem var fyrir hrun. Á þriðja þúsund skotvopna eru nú flutt inn til landsins. Löglega innfluttum skotvopnum hefur fjölgað nokkuð frá því sem var strax eftir hrun. Árið 2010 voru rúmlega tvö þúsund skotvopn flutt inn til landsins. Árið 2014 voru þau 1.315 og í fyrra nam fjöldinn 2.523 skotvopnum. Um mitt þetta ár var búið að flytja inn til landsins inntæplega 1.400 skotvopn. Heildar fjöldinn af skotvopnum á Íslandi, um mitt þetta ár, nemur því sextíu og átta þúsund sjö hundruð þrjátíu og fjórum skotvopnum. Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir mikla aðsókn í skotvopnaleyfi og merkir aukinn áhuga á byssuíþróttum og veiði.Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,Skjáskot/Stöð 2„Ætli það sé ekki um 40.000 haglabyssur á móti 30.000 rifflum. Skammbyssur eru ef ég man rétt, tvö til þrjú þúsund. Það byrjaði að fjölga í byssuinnflutningi 2017. Þá fór hann að komast á par við það sem var áður.“ Jónas segir að skýrar reglur séu um geymslu og meðferð skotvopna í vopnalögum. Lögin voru sett á árið 1998 og telur hann að kominn sé tími á endurskoðun. Til eru dæmi þar sem geymsla sé ekki reglum samkvæm og það sem af er ári hefur lögregla fengið tilkynningu um þjófnað á 17 skotvopnum og skotfærum.Skjáskot/Stöð2„Það er þó stolið 10 til 20 byssum, að meðaltali, á hverju ári. Virðist vera að fólk misskilji reglur sem segja að byssa eitt, tvö og þrjú þurfi að vera í læstri geymslu. En það er alveg skýrt í vopalögum að svo skal vera.“ Á þriðja ársfjórðungi þessa árs hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagt hald á 37 skotvopn. Þess ber þó að geta skotvopn geta verið haldlögð til að mynda úr dánarbúi. Það er ef erfingar hafi ekki leyfi til byssueignar. Það sem af er þessu ári hefur verið lagt hald á 76 skotvopn. Í fyrra voru þau í heildina 99.
Lögreglan Tengdar fréttir Hvellir heyrðust skömmu eftir að tilkynning barst um mann með skotvopn Leit lögreglu skilaði engum árangri. 19. ágúst 2019 10:12 Handtóku tvo eftir skothvelli í Breiðholti Tveir menn voru handteknir í Breiðholti á mánudag og hald lagt á skotvopn og lítilræði af fíkniefnum. 3. júlí 2019 07:00 Tveir handteknir í aðgerð sem sérsveitin tók þátt í Tilkynnt hafði verið um skotvopn í húsi í austurborginni. Vopnin reyndust eftirlíkingar. 4. október 2019 17:33 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Hvellir heyrðust skömmu eftir að tilkynning barst um mann með skotvopn Leit lögreglu skilaði engum árangri. 19. ágúst 2019 10:12
Handtóku tvo eftir skothvelli í Breiðholti Tveir menn voru handteknir í Breiðholti á mánudag og hald lagt á skotvopn og lítilræði af fíkniefnum. 3. júlí 2019 07:00
Tveir handteknir í aðgerð sem sérsveitin tók þátt í Tilkynnt hafði verið um skotvopn í húsi í austurborginni. Vopnin reyndust eftirlíkingar. 4. október 2019 17:33