Erlent

Reyna að koma á frið í Santiago

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Santiago, höfuðborg Chile, vegna óeirða sem brutust út í kjölfar fjölmennra mótmæla síðustu nótt. Mótmælendur, sem flestir voru ungt fólk,  streymdu út á götur vegna mikilla verðhækkana á lestar- og strætisvagnafargjöldum. Aðgerðirnar voru friðsamlegar framan af en í gærkvöldi kveiktu hópar mótmælenda í lestarmiðasölum og strætisvagni.

Mótmælendur köstuðu einnig steinum að lögreglu og réðust að lögreglubíl. Óeirðalögregla beitti táragasi og kylfum á fólkið. Á meðan neyðarástandið varir er yfirvöldum meðal annars heimilt að takmarka fundarfrelsi fólks, sem ætlað er að koma í veg fyrir frekari aðgerðir.

Sebastián Piñera forseti sagði að tilgangurinn með því að lýsa yfir neyðarástandi, væri meðal annars að koma í veg fyrir skemmdir á eignum og koma frið á í Santiago. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×