Fram fyrsta liðið til að leggja Stjörnuna | Fyrsti sigur Hauka kom í Vestmannaeyjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. október 2019 18:00 Karen var markahæst er Fram lagði Stjörnuna í dag Vísir/Vilhelm Síðari tveimur leikjunum í Olís deild kvenna var að ljúka nú rétt í þessu. Stjarnan tapaði loks leik þegar þær mættu Fram í Safamýri, lokatölur 28-25 heimastúlkum í vil. Þá gerðu Haukar góða ferð til Vestmannaeyja þar sem þær unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu. Þriggja marka sigur staðreynd, 21-18 og stigin Hauka að þessu sinni. Fram sigldi fram úr í lokin Í Safamýrinni byrjuðu gestirnir úr Garðabænum betur og voru með yfirhöndina í upphafi leiks. Um miðbik fyrri hálfleiks snérist leikurinn hins vegar Fram í hag, þær skoruðu þá fimm mörk í röð og Hafdís Renötudóttir múraði fyrir í markinu. Fór staðan úr því að vera 7-6 fyrir Stjörnunni í 11-7 Fram í vil. Stjörnuliðið brást við með því að skipta um markvörð og Hildur Öder Einarsdóttir gaf Hafdísi ekkert eftir hinu megin á vellinum. Þegar flautað var til hálfleiks voru Framstúlkur einu marki yfir, staðan 14-13. Upphaf síðari hálfleiks speglaði fyrri hálfleik en Stjarnan komst aftur yfir áður en heimastúlkur tóku völdin og unnu á endanum góðan þriggja marka sigur, 28-25. Fyrsta tap Stjörnunnar á tímabilinu þar með staðreynd. Mest náði Fram fimm marka forystu í síðari hálfleik. Markahæst hjá Fram var Karen Knútsdóttir með sjö mörk á meðan Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði 10 fyrir Stjörnuna. Þá varði Hafdís 13 skot í marki Fram á meðan Hildur Öder varði 10 í marki Stjörnunnar. Sigur Fram þýðir að þær jafna Stjörnuna að stigum en bæði lið eru með átta stig í 2. og 3. sæti Olís deildarinnar. Á toppnum eru svo Valskonur en þær eru enn með fullt hús stiga eftir fimm umferðir.Þægilegt hjá Haukum gegn ÍBVÍ Eyjum var lítið skorað í fyrri hálfleik en Haukar voru mikið mun sterkari aðilinn. Voru þær sjö mörkum yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja og sigurinn nánast í höfn. Heimastúlkur bitu frá sér í síðari hálfleik en munurinn var of mikill og Haukar unnu á endanum þriggja marka sigur, 21-18. Ásta Björt Júlíusdóttir og Ksenija Dzaferovic skoruðu fimm mörk hvor í liði ÍBV, þá varði Marta Wawrzykowska 12 skot í marki Eyjakvenna. Hjá Haukum var Sara Odden markahæst með átta mörk og Saga Sif Gísladóttir varði 10 skot í markinu. Var þetta fyrsti sigur Hauka í deildinni en þær eru nú með tvö stig í 7. sæti á meðan ÍBV er í 6. sætinu með þrjú stig. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir HK hafði betur í Mosfellsbæ Afturelding er enn án stiga í Olísdeild kvenna eftir tap gegn HK á heimavelli sínum í Mosfellsbæ í dag. 19. október 2019 15:36 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði Sjá meira
Síðari tveimur leikjunum í Olís deild kvenna var að ljúka nú rétt í þessu. Stjarnan tapaði loks leik þegar þær mættu Fram í Safamýri, lokatölur 28-25 heimastúlkum í vil. Þá gerðu Haukar góða ferð til Vestmannaeyja þar sem þær unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu. Þriggja marka sigur staðreynd, 21-18 og stigin Hauka að þessu sinni. Fram sigldi fram úr í lokin Í Safamýrinni byrjuðu gestirnir úr Garðabænum betur og voru með yfirhöndina í upphafi leiks. Um miðbik fyrri hálfleiks snérist leikurinn hins vegar Fram í hag, þær skoruðu þá fimm mörk í röð og Hafdís Renötudóttir múraði fyrir í markinu. Fór staðan úr því að vera 7-6 fyrir Stjörnunni í 11-7 Fram í vil. Stjörnuliðið brást við með því að skipta um markvörð og Hildur Öder Einarsdóttir gaf Hafdísi ekkert eftir hinu megin á vellinum. Þegar flautað var til hálfleiks voru Framstúlkur einu marki yfir, staðan 14-13. Upphaf síðari hálfleiks speglaði fyrri hálfleik en Stjarnan komst aftur yfir áður en heimastúlkur tóku völdin og unnu á endanum góðan þriggja marka sigur, 28-25. Fyrsta tap Stjörnunnar á tímabilinu þar með staðreynd. Mest náði Fram fimm marka forystu í síðari hálfleik. Markahæst hjá Fram var Karen Knútsdóttir með sjö mörk á meðan Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði 10 fyrir Stjörnuna. Þá varði Hafdís 13 skot í marki Fram á meðan Hildur Öder varði 10 í marki Stjörnunnar. Sigur Fram þýðir að þær jafna Stjörnuna að stigum en bæði lið eru með átta stig í 2. og 3. sæti Olís deildarinnar. Á toppnum eru svo Valskonur en þær eru enn með fullt hús stiga eftir fimm umferðir.Þægilegt hjá Haukum gegn ÍBVÍ Eyjum var lítið skorað í fyrri hálfleik en Haukar voru mikið mun sterkari aðilinn. Voru þær sjö mörkum yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja og sigurinn nánast í höfn. Heimastúlkur bitu frá sér í síðari hálfleik en munurinn var of mikill og Haukar unnu á endanum þriggja marka sigur, 21-18. Ásta Björt Júlíusdóttir og Ksenija Dzaferovic skoruðu fimm mörk hvor í liði ÍBV, þá varði Marta Wawrzykowska 12 skot í marki Eyjakvenna. Hjá Haukum var Sara Odden markahæst með átta mörk og Saga Sif Gísladóttir varði 10 skot í markinu. Var þetta fyrsti sigur Hauka í deildinni en þær eru nú með tvö stig í 7. sæti á meðan ÍBV er í 6. sætinu með þrjú stig.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir HK hafði betur í Mosfellsbæ Afturelding er enn án stiga í Olísdeild kvenna eftir tap gegn HK á heimavelli sínum í Mosfellsbæ í dag. 19. október 2019 15:36 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði Sjá meira
HK hafði betur í Mosfellsbæ Afturelding er enn án stiga í Olísdeild kvenna eftir tap gegn HK á heimavelli sínum í Mosfellsbæ í dag. 19. október 2019 15:36