Bíó og sjónvarp

Ný íslensk hrollvekja á leið í kvikmyndahús

Birgir Olgeirsson skrifar
Myndin segir frá stúlku sem leggur mikið á sig til að afhjúpa 60 ára gamalt leyndarmál ömmu sinnar.
Myndin segir frá stúlku sem leggur mikið á sig til að afhjúpa 60 ára gamalt leyndarmál ömmu sinnar.
Íslenska myndin Flakið, eða The Wreck eins og hún er nefnd á ensku, er væntanleg í kvikmyndahús á næsta ári. Leikstjóri myndarinnar er læknirinn Lýður Árnason.

Myndin segir frá stúlku sem leggur mikið á sig til að afhjúpa 60 ára gamalt leyndarmál ömmu sinnar. Er flakkað á milli nútíðar og fortíðar þegar sagan er sögð en það sem gerist á nútímanum er að mestu á ensku.

Er um hrollvekju að ræða sem var að mestu leyti tekin upp á Hesteyri.

Helstu leikarar eru Hansel Eagle, Sigríður Láretta Jónsdóttir, Anna Hafþórsdóttir, Víkingur Kristjánsson, Vignir Rafn Valþórsson, Inga María Eyjólfsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.