Aðjúnkt í líffræði segir staðhæfingar í skýrslu rangar Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. janúar 2019 18:11 Staðhæfingar í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um að vöxtur hvalastofna komi niður á fæðuöflun mikilvægra fisktegunda eru beinlínis rangar og þá skauta skýrsluhöfundar fram hjá margþættum áhrifum hvala á vistkerfi sjávar. Þetta segir aðjúnkt í líffræði við Háskóla Íslands sem hefur sérhæft sig í vistkerfi sjávar. Skýrsla Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða þykir umdeild. Ein af umdeildustu staðhæfingum skýrslunnar lýtur að áhrifum afráns hvala á fiskistofna en í skýrslunni segir: „Má á þessum grunni leiða líkum að því að fækkun hvala um 40% myndi leiða til tugmilljarða aukningar í útflutningsverðmæti Íslendinga á loðnu og þorski á ári.“ Þarna er beinlínis verið að segja að auka þurfi hvalveiðar til að minnka afránið. Edda Elísabet Magnúsdóttir aðjúnkt í líffræði við HÍ og sérfræðingur í vistkerfi sjávar segir að þessi staðhæfing í skýrslunni sé órökstudd og beinlínis röng „Samspil lífvera í hafinu er mun flóknari en svo að ef þú tekur einn afræningja í burtu að það muni hafa bein áhrif á þá lífveru sem viðkomandi afræningi nærist á, í þessu tilfelli hvalirnir. Það er ekki með nokkru móti hægt að fullyrða á svo einfaldan hátt að ef þú tekur út 40% af hvölum muni það auka afla þessara fiskitegunda,“ sagði Edda.Hún segir að skýrsluhöfundar skauti alveg fram hjá því að hvalir hafi margþætt áhrif á vistkerfi sjávar. Með skítnum sínum dreifi þeir til dæmis mikilvægri næringu um höfin. „Þó svo að hvalur sé aðal afræningi loðnu eða átu, étur hann annað líka. Hann heldur átunni í ákveðnum skefjum og svo framvegis. Ef hvalurinn færi út úr vistkerfinu þá væri það ekki hrein línuleg hækkun af þessum átustofnum eða loðnustofnum eða þess háttar,“ segir Edda. Hvalveiðar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira
Staðhæfingar í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um að vöxtur hvalastofna komi niður á fæðuöflun mikilvægra fisktegunda eru beinlínis rangar og þá skauta skýrsluhöfundar fram hjá margþættum áhrifum hvala á vistkerfi sjávar. Þetta segir aðjúnkt í líffræði við Háskóla Íslands sem hefur sérhæft sig í vistkerfi sjávar. Skýrsla Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða þykir umdeild. Ein af umdeildustu staðhæfingum skýrslunnar lýtur að áhrifum afráns hvala á fiskistofna en í skýrslunni segir: „Má á þessum grunni leiða líkum að því að fækkun hvala um 40% myndi leiða til tugmilljarða aukningar í útflutningsverðmæti Íslendinga á loðnu og þorski á ári.“ Þarna er beinlínis verið að segja að auka þurfi hvalveiðar til að minnka afránið. Edda Elísabet Magnúsdóttir aðjúnkt í líffræði við HÍ og sérfræðingur í vistkerfi sjávar segir að þessi staðhæfing í skýrslunni sé órökstudd og beinlínis röng „Samspil lífvera í hafinu er mun flóknari en svo að ef þú tekur einn afræningja í burtu að það muni hafa bein áhrif á þá lífveru sem viðkomandi afræningi nærist á, í þessu tilfelli hvalirnir. Það er ekki með nokkru móti hægt að fullyrða á svo einfaldan hátt að ef þú tekur út 40% af hvölum muni það auka afla þessara fiskitegunda,“ sagði Edda.Hún segir að skýrsluhöfundar skauti alveg fram hjá því að hvalir hafi margþætt áhrif á vistkerfi sjávar. Með skítnum sínum dreifi þeir til dæmis mikilvægri næringu um höfin. „Þó svo að hvalur sé aðal afræningi loðnu eða átu, étur hann annað líka. Hann heldur átunni í ákveðnum skefjum og svo framvegis. Ef hvalurinn færi út úr vistkerfinu þá væri það ekki hrein línuleg hækkun af þessum átustofnum eða loðnustofnum eða þess háttar,“ segir Edda.
Hvalveiðar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira