Erlent

Tuttugu látnir eftir bílsprengju í Bogotá

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi í gær.
Frá vettvangi í gær. vísir/epa
Að minnsta kosti tuttugu eru látnir eftir bílsprengjuárás í Bogotá, höfuðborg Kólumbíu, í gær.

Þá slösuðust tugir manna við sprenginguna en á meðal hinna látnu er bílstjóri bílsins, 57 ára gamall karlmaður. Að því er fram kemur í frétt BBC um málið hefur enginn hópur lýst yfir ábyrgð á árásinni.

Ivan Duque, forseti Kólumbíu, lýsti árásinni sem hryðjuverkaárás og lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg.

Árásin var gerð við lögregluskóla í borginni. Þegar bíllinn var stöðvaður við lokað hlið við skólann gaf bílstjórinn í, ók á vegg og við það sprakk sprengjan.

Flestir þeirra sem slösuðust, en þeir voru alls 68, hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi. Einn hinna látnu var kona frá Ekvador að sögn Lenín Moreno, forseta landsins. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×