Eina leiðin Hörður Ægisson skrifar 18. janúar 2019 07:00 Það er yfirlýst stefna stjórnvalda, rétt eins og fyrri ríkisstjórna, að ríkið eigi að losa um eignarhluti sína í fjármálafyrirtækjum. Óraunhæft er að ætla að stór skref verði stigin í þá veru strax á þessu ári. Fjármálaráðherra hefur nýlega sagt að hann vonist til þess að söluferli bankanna, en ríkissjóður er eigandi að nánast öllu hlutafé í Landsbankanum og Íslandsbanka, hefjist á þessu kjörtímabili. Það eru varfærin áform og gangi þau ekki eftir er óhætt að segja að það yrðu vonbrigði. Að koma bönkunum úr eigu ríkisins í hendur langtímafjárfesta mun taka mörg ár og, ólíkt fullyrðingum sumra misviturra stjórnmálamanna, þá vinnur tíminn þar ekki endilega með stjórnvöldum. Verkefnið er á alla mælikvarða risavaxið. Ríkissjóður er með yfir 400 milljarða bundna sem eigið fé í bönkunum, sem nemur um 17 prósentum af landsframleiðslu og er einsdæmi í hinum vestræna heimi, en til samanburðar var þetta hlutfall um fjögur prósent við einkavæðingu bankanna um síðustu aldamót. Sökum stærðar sinnar í samhengi við íslenskt hagkerfi er þess vegna ljóst – og það væri sömuleiðis afar óæskileg niðurstaða – að bönkunum verður aldrei komið í einkaeigu með sölu til innlendra fjárfesta. Eina raunhæfa leiðin er að selja þá í alþjóðlegum útboðum. Það er liðin tíð að bankar séu í eigu stórra kjölfestufjárfesta. Sé litið til eignarhalds banka á hinum Norðurlöndunum þá eru þeir almennt að stærstum hluta í dreifðri eigu alþjóðlegra verðbréfasjóða. Markmiðið ætti að vera að eignarhald á íslensku bönkunum verði með sambærilegum hætti. Í stað þess að umræðan einskorðist við síðustu einkavæðingu, sem var sumpart misheppnuð og átti sér stað við aðstæður sem eru gjörólíkar þeim sem bankarnir starfa við í dag, þá væri í senn nærtækara og lærdómsríkara að líta til hlutafjárútboðs og skráningar Arion banka á Íslandi og í Svíþjóð í fyrra. Það söluferli sýndi, þótt verðið sem fékkst fyrir fjórðungshlut hafi verið undir væntingum, að það er áhugi á íslenskum bönkum hjá erlendum fjárfestum. Kaupendur voru að stærstum hluta alþjóðlegir verðbréfasjóðir og umframeftirspurnin reyndist margföld. Sú vinna, sem var kostuð af kröfuhöfum Kaupþings í samræmi við stöðugleikaskilyrði stjórnvalda, ætti að koma að gagni þegar hafist verður handa við að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka. Það er áhyggjuefni, eins og hefur opinberast undanfarið, hversu útbreidd sú skoðun er að ríkið skuli fara með eignarhald á stórum hluta bankakerfisins. Ríkar ástæður eru fyrir því að engar aðrar þjóðir, sem við viljum almennt bera okkur saman við, hafa kosið að fara þá leið. Flestum er enda kunnugt um þá miklu áhættu sem felst í því að lána út fjármagn. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, hefur réttilega lýst þessu þannig að íslenskur almenningur sé, eins og sakir standa, að „manna fremstu víglínu“ vegna mögulegs útlánataps bankanna þegar hagkerfið siglir inn í samdráttarskeið. Fáum stjórnmálamönnum myndi detta það í hug, fengi ríkissjóður í dag afhenta ávísun upp á 400 milljarða, að skynsamlegt væri að verja henni til fjárfestinga í bönkum. Það er hins vegar sú staða sem ríkið er í um þessar mundir. Gróflega áætlað nemur árlegur fórnarkostnaður ríkisins af þeirri fjárfestingu um 25 milljörðum. Í stað þess að hún fari til niðurgreiðslna skulda eða uppbyggingar innviða, svo dæmi sé tekið, er hún bundin í áhættusömum bankarekstri sem skilar litlu meira en fjárfesting í ríkisskuldabréfum. Það er ömurleg ráðstöfun á fjármunum skattgreiðenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Það er yfirlýst stefna stjórnvalda, rétt eins og fyrri ríkisstjórna, að ríkið eigi að losa um eignarhluti sína í fjármálafyrirtækjum. Óraunhæft er að ætla að stór skref verði stigin í þá veru strax á þessu ári. Fjármálaráðherra hefur nýlega sagt að hann vonist til þess að söluferli bankanna, en ríkissjóður er eigandi að nánast öllu hlutafé í Landsbankanum og Íslandsbanka, hefjist á þessu kjörtímabili. Það eru varfærin áform og gangi þau ekki eftir er óhætt að segja að það yrðu vonbrigði. Að koma bönkunum úr eigu ríkisins í hendur langtímafjárfesta mun taka mörg ár og, ólíkt fullyrðingum sumra misviturra stjórnmálamanna, þá vinnur tíminn þar ekki endilega með stjórnvöldum. Verkefnið er á alla mælikvarða risavaxið. Ríkissjóður er með yfir 400 milljarða bundna sem eigið fé í bönkunum, sem nemur um 17 prósentum af landsframleiðslu og er einsdæmi í hinum vestræna heimi, en til samanburðar var þetta hlutfall um fjögur prósent við einkavæðingu bankanna um síðustu aldamót. Sökum stærðar sinnar í samhengi við íslenskt hagkerfi er þess vegna ljóst – og það væri sömuleiðis afar óæskileg niðurstaða – að bönkunum verður aldrei komið í einkaeigu með sölu til innlendra fjárfesta. Eina raunhæfa leiðin er að selja þá í alþjóðlegum útboðum. Það er liðin tíð að bankar séu í eigu stórra kjölfestufjárfesta. Sé litið til eignarhalds banka á hinum Norðurlöndunum þá eru þeir almennt að stærstum hluta í dreifðri eigu alþjóðlegra verðbréfasjóða. Markmiðið ætti að vera að eignarhald á íslensku bönkunum verði með sambærilegum hætti. Í stað þess að umræðan einskorðist við síðustu einkavæðingu, sem var sumpart misheppnuð og átti sér stað við aðstæður sem eru gjörólíkar þeim sem bankarnir starfa við í dag, þá væri í senn nærtækara og lærdómsríkara að líta til hlutafjárútboðs og skráningar Arion banka á Íslandi og í Svíþjóð í fyrra. Það söluferli sýndi, þótt verðið sem fékkst fyrir fjórðungshlut hafi verið undir væntingum, að það er áhugi á íslenskum bönkum hjá erlendum fjárfestum. Kaupendur voru að stærstum hluta alþjóðlegir verðbréfasjóðir og umframeftirspurnin reyndist margföld. Sú vinna, sem var kostuð af kröfuhöfum Kaupþings í samræmi við stöðugleikaskilyrði stjórnvalda, ætti að koma að gagni þegar hafist verður handa við að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka. Það er áhyggjuefni, eins og hefur opinberast undanfarið, hversu útbreidd sú skoðun er að ríkið skuli fara með eignarhald á stórum hluta bankakerfisins. Ríkar ástæður eru fyrir því að engar aðrar þjóðir, sem við viljum almennt bera okkur saman við, hafa kosið að fara þá leið. Flestum er enda kunnugt um þá miklu áhættu sem felst í því að lána út fjármagn. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, hefur réttilega lýst þessu þannig að íslenskur almenningur sé, eins og sakir standa, að „manna fremstu víglínu“ vegna mögulegs útlánataps bankanna þegar hagkerfið siglir inn í samdráttarskeið. Fáum stjórnmálamönnum myndi detta það í hug, fengi ríkissjóður í dag afhenta ávísun upp á 400 milljarða, að skynsamlegt væri að verja henni til fjárfestinga í bönkum. Það er hins vegar sú staða sem ríkið er í um þessar mundir. Gróflega áætlað nemur árlegur fórnarkostnaður ríkisins af þeirri fjárfestingu um 25 milljörðum. Í stað þess að hún fari til niðurgreiðslna skulda eða uppbyggingar innviða, svo dæmi sé tekið, er hún bundin í áhættusömum bankarekstri sem skilar litlu meira en fjárfesting í ríkisskuldabréfum. Það er ömurleg ráðstöfun á fjármunum skattgreiðenda.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun