SønderjyskE vann nokkuð óvæntan sigur á Skjern, 26-25, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.
Allt var jafnt í hálfleik er leikar stóðu 11-11. Allt var jafnt þangað til er tæplega mínúta var eftir er Sveinn Jóhannsson skoraði sigurmarkið.
SønderjyskE er því komið með tvö stig eftir fyrstu umferðina en Patrekur Jóhannsson byrjar með Skjern á tapi.
Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði tvö mörk úr fimm skotum en Sveinn Jóhannsson nýtti bæði færin sín.
Elvar Örn Jónsson skoraði ekkert mark úr sínum sex skotum og Björgvin Páll Gústavsson varði tvö af þeim níu skotum sem hann fékk á sig.

