Svíþjóð vann öruggan 4-1 sigur á Lettlandi í riðli stelpnanna okkar Íslendinga í undankeppni EM 2021 sem fer fram á Englandi.
Ísland er með sex stig eftir fyrstu tvær umferðirnar en þær hafa hvorki spilað gegn Lettum né Svíþjóð.
Lettland komst óvænt yfir með marki frá Olgu Sevcova á 14. mínútu en á 32. mínútu jöfnuðu Svíarnir með marki frá varnarmanninum Lindu Sembrant.
Í síðari hálfleik gerðu svo Svíarnir út um leikinn með mörmu frá Amöndu Ilestedt, Kosovare Asllani og marki frá Carolinu Seger af vítapunktinum.
Svíþjóð er því komið á blað í riðlinum en Svíþjóð tók 3. sætið á HM kvenna sem fór fram í Frakklandi í sumar.
