Furðulegar og strangar reglur sem keppendur í The Bachelorette þurfa að fara eftir Stefán Árni Pálsson skrifar 3. september 2019 15:30 Það er ekkert grín að taka þátt. Furðulegar og strangar reglur sem keppendur í The Bachelorette þurfa að fara eftir Þættirnir The Bachelorette, The Bachelor og Bachelor in Paradise eru allir mjög vinsælar raunveruleikaþáttaraðir. Þættirnir hafa verið í framleiðslu hjá ABC í Bandaríkjunum í mörg ár. Til að taka þátt verða allir keppendur að samþykkja að fara eftir mjög ströngum reglum en á YouTube-síðunni The Talko er farið ítarlega yfir þær reglur sem þátttakendur í The Bachelorette þurfa að fara eftir á meðan tökum stendur. - Þættirnir eru teknir upp nokkrum mánuðum áður en þeir fara í loftið og því þurfa allir sem koma að þáttunum að halda allri atburðarrás leyndri. Ef einhver verður uppvís af því að kjafta frá því sem gerist í upptökunum gæti sá aðili þurft að borga 5 milljónir dollara í sekt. - Keppendur mega aðeins drekka tvo áfenga drykki á hverri klukkustund til að koma í veg fyrir of mikla ölvun. - Keppendur þurf að borða á ákveðnum tímum og mega ekki nærast þegar verið er að taka upp. Smjatt fer ekki vel í áhorfendur sem vilja frekar hlusta á samtöl á milli fólks. Það er ástæðan fyrir því að keppendur borða aldrei á stefnumótum í þáttunum. - Ef þú tekur þátt er ekki leyfilegt að vera í öðru rómantísku sambandi með öðrum aðila. Þessi regla hefur aftur á móti verið brotin nokkrum sinnum. - Allir þátttakendur þurfa að fara í gegnum heljarinnar læknisskoðun, bæði líkamleg og andleg. Fólk með smitandi sjúkdóma fá ekki að taka þátt. - Á meðan keppendur eru í tökum mega þeir ekki nota síma, hlusta á tónlist, fara á netið eða lesa bók. Eina bókin sem leyfilegt er að lesa er Biblían. - Ákveðin orð eru bönnuð í þáttunum og hika framleiðendur ekki við það að taka upp ákveðin atriði aftur ef orðalagið er ekki rétt. - Keppendur fá ekki krónu borgað fyrir það að taka þátt. Sumir segja upp atvinnu sinni til að fá að vera með og hafa því ekki neina vinnu til að snúa við í þegar þátttöku þeirra er lokið. Ef þú ferð alla leið í þáttunum fá keppendur trúlofunarhring að andvirði um 12 milljónir króna. Aftur á móti til að fá að halda hringnum verður parið að vera saman í að minnsta kosti tvö ár. - Keppendur verða að taka þátt í öllum stefnumótum. Stundum eru stefnumótin hreinlega ógnvekjandi eins og til að mynda að fara í teygjustökk. Ekki er leyfilegt að sneiða framhjá ákveðnum hlutum af stefnumótinni og hafa þátttakendur skrifað undir samning þess efnis. - ABC ræður til sín einkaspæjara til fara vel og vandlega yfir alla keppendur og fortíð þeirra. Svo að það komi ekki upp erfið mál fyrir sjónvarpsstöðina seinna meir. - Keppendur mega aðeins taka með sér tvær ferðatöskur í þættina en sumir þurfa að vera að heiman í margar vikur við gerð þáttanna. - Það má enginn tjá sig um stjórnmál í þáttunum. - Keppendur hafa allir skrifað undir samning að framleiðendur mega taka upp allt sem gerist. Í raun má ABC taka upp efni af öllum þátttakendum í heilt ár. Ekki er leyfilegt að taka þátt í öðrum þáttaröðum á annarri sjónvarpsstöð á þeim tíma. Hollywood Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Fleiri fréttir Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Sjá meira
Furðulegar og strangar reglur sem keppendur í The Bachelorette þurfa að fara eftir Þættirnir The Bachelorette, The Bachelor og Bachelor in Paradise eru allir mjög vinsælar raunveruleikaþáttaraðir. Þættirnir hafa verið í framleiðslu hjá ABC í Bandaríkjunum í mörg ár. Til að taka þátt verða allir keppendur að samþykkja að fara eftir mjög ströngum reglum en á YouTube-síðunni The Talko er farið ítarlega yfir þær reglur sem þátttakendur í The Bachelorette þurfa að fara eftir á meðan tökum stendur. - Þættirnir eru teknir upp nokkrum mánuðum áður en þeir fara í loftið og því þurfa allir sem koma að þáttunum að halda allri atburðarrás leyndri. Ef einhver verður uppvís af því að kjafta frá því sem gerist í upptökunum gæti sá aðili þurft að borga 5 milljónir dollara í sekt. - Keppendur mega aðeins drekka tvo áfenga drykki á hverri klukkustund til að koma í veg fyrir of mikla ölvun. - Keppendur þurf að borða á ákveðnum tímum og mega ekki nærast þegar verið er að taka upp. Smjatt fer ekki vel í áhorfendur sem vilja frekar hlusta á samtöl á milli fólks. Það er ástæðan fyrir því að keppendur borða aldrei á stefnumótum í þáttunum. - Ef þú tekur þátt er ekki leyfilegt að vera í öðru rómantísku sambandi með öðrum aðila. Þessi regla hefur aftur á móti verið brotin nokkrum sinnum. - Allir þátttakendur þurfa að fara í gegnum heljarinnar læknisskoðun, bæði líkamleg og andleg. Fólk með smitandi sjúkdóma fá ekki að taka þátt. - Á meðan keppendur eru í tökum mega þeir ekki nota síma, hlusta á tónlist, fara á netið eða lesa bók. Eina bókin sem leyfilegt er að lesa er Biblían. - Ákveðin orð eru bönnuð í þáttunum og hika framleiðendur ekki við það að taka upp ákveðin atriði aftur ef orðalagið er ekki rétt. - Keppendur fá ekki krónu borgað fyrir það að taka þátt. Sumir segja upp atvinnu sinni til að fá að vera með og hafa því ekki neina vinnu til að snúa við í þegar þátttöku þeirra er lokið. Ef þú ferð alla leið í þáttunum fá keppendur trúlofunarhring að andvirði um 12 milljónir króna. Aftur á móti til að fá að halda hringnum verður parið að vera saman í að minnsta kosti tvö ár. - Keppendur verða að taka þátt í öllum stefnumótum. Stundum eru stefnumótin hreinlega ógnvekjandi eins og til að mynda að fara í teygjustökk. Ekki er leyfilegt að sneiða framhjá ákveðnum hlutum af stefnumótinni og hafa þátttakendur skrifað undir samning þess efnis. - ABC ræður til sín einkaspæjara til fara vel og vandlega yfir alla keppendur og fortíð þeirra. Svo að það komi ekki upp erfið mál fyrir sjónvarpsstöðina seinna meir. - Keppendur mega aðeins taka með sér tvær ferðatöskur í þættina en sumir þurfa að vera að heiman í margar vikur við gerð þáttanna. - Það má enginn tjá sig um stjórnmál í þáttunum. - Keppendur hafa allir skrifað undir samning að framleiðendur mega taka upp allt sem gerist. Í raun má ABC taka upp efni af öllum þátttakendum í heilt ár. Ekki er leyfilegt að taka þátt í öðrum þáttaröðum á annarri sjónvarpsstöð á þeim tíma.
Hollywood Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Fleiri fréttir Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Sjá meira