Bandaríkjamenn mörðu Tyrki í framlengingu og Brassar unnu Grikki á HM í körfu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2019 15:02 Ersan Ilyasova reynir að verja skot Bandaríkjamannsins Kemba Walker. Getty/Yifan Ding Tyrkir köstuðu frá sér sigrinum á móti Bandaríkjunum í öðrum leik liðanna í riðlakeppni HM í körfubolta í Kína. Tyrkir voru í dauðafæri að tryggja sér sigur í framlengingu en klúðruðu hverju vítinu á fætur öðru og Bandaríkjamenn náðu að merja eins stigs sigur, 93-92. Khris Middleton skoraði sigurstigið á vítalínunni 2,1 sekúndu fyrir leikslok eftir að Tyrkir höfðu rétt áður klikkað á fjórum vítaskotum í röð. Bandaríkjamenn hafa þar með unnið báða leiki sína. Bandaríkjamenn eru komnir áfram í milliriðli ásamt ellefu öðrum þjóðum. Khris Middleton (Milwaukee Bucks) var atkvæðamestur hjá Bandaríkjunum með 15 stig og Kemba Walker (Boston Celtics) bætti við 14 stigum, 7 stoðsendingum og 6 fráköstum. Joe Harris, Jayson Tatum og Myles Turner voru síðan allir með ellefu stig hver. Jayson Tatum tryggði bandaríska liðinu framlengingu á vítalínunni en meiddist svo á ökkla í framlengingunni. Ersan Ilyasova (Milwaukee Bucks) var frábær hjá Tyrkjum með 23 stig og 14 fráköst en Melih Mahmutoglu skoraði 18 stig, Furkan Korkmaz (Philadelphia 76ers) var með 16 stig og Cedi Osman (Cleveland Cavaliers) skoraði 15 stig. Liðin sem eru komnir áfram eru Pólland, Argentína, Rússland, Spánn, Serbía og Ítalía sem komust öll áfram í gær og svo Ástralía, Litháen, Brasilía, Frakkland, Dóminíska Lýðveldið og Bandaríkin sem komust áfram í dag.Brasilíumenn sýndu styrk sinn með því að vinna Giannis Antetokounmpo og félaga í gríska landsliðinu 79-78. Gamli NBA-leikmaðurinn Anderson Varejao skoraði sigurkörfuna eftir stoðsendingu frá öðrum þekktum kappa að nafni Leandro Barbosa. Anderson Varejao átti algjöran stórleik og endaði með 22 stig og 5 fráköst en Leandro Barbosa var með 13 stig. Giannis Antetokounmpo fór útaf með fimm villur en hann var með 13 stig og 4 fráköst. Georgios Printezis skoraði mest fyrir Grikki eða 20 stig.Frakkar voru í miklu stuði í 103-64 sigri á móti Jórdaníu en þessi úrslit þýða að bæði Frakkland og Dóminíska Lýðveldið eru komin áfram. Nando De Col var með 19 stig og 8 stoðsendingar en besti maður Frakka var Rudy Gobert sem skoraði 16 stig, tók 13 fráköst og hélt besta manni Jórdaníu niðri.Litháar voru líka öflugir í 23 stiga sigri á Kanada, 92-69. Edgaras Ulanovas skoraði mest fyrir Litháen eða 15 stig en Jonas Valanciunas var með 13 stig.Úrslitin á HM í körfubolta í dag:E-riðill Japan - Tékkland 76-89 Bandaríkin - Tyrkland 93-92Stig: Bandaríkin 4, Tyrkland 2, Tékkland 2, JapanF-riðill Svartfjallaland - Nýja Sjáland 83-93 Brasilía - Grikkland 79-78Stig: Brasilía 4, Grikkland 2, Nýja Sjáland 2, Svartfjallaland 0G-riðill Þýskaland - Dóminíska Lýðveldið 68-70 Jórdanía - Frakkland 64-103Stig: Frakkland 4, Dóminíska Lýðveldið 4, Þýskaland 0, Jórdanía 0H-riðill Ástralía - Senegal 81-68 Litháen - Kanada 92-69Stig: Litháen 4, Ástralía 4, Kanada 0, Senegal 0. Körfubolti Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Tyrkir köstuðu frá sér sigrinum á móti Bandaríkjunum í öðrum leik liðanna í riðlakeppni HM í körfubolta í Kína. Tyrkir voru í dauðafæri að tryggja sér sigur í framlengingu en klúðruðu hverju vítinu á fætur öðru og Bandaríkjamenn náðu að merja eins stigs sigur, 93-92. Khris Middleton skoraði sigurstigið á vítalínunni 2,1 sekúndu fyrir leikslok eftir að Tyrkir höfðu rétt áður klikkað á fjórum vítaskotum í röð. Bandaríkjamenn hafa þar með unnið báða leiki sína. Bandaríkjamenn eru komnir áfram í milliriðli ásamt ellefu öðrum þjóðum. Khris Middleton (Milwaukee Bucks) var atkvæðamestur hjá Bandaríkjunum með 15 stig og Kemba Walker (Boston Celtics) bætti við 14 stigum, 7 stoðsendingum og 6 fráköstum. Joe Harris, Jayson Tatum og Myles Turner voru síðan allir með ellefu stig hver. Jayson Tatum tryggði bandaríska liðinu framlengingu á vítalínunni en meiddist svo á ökkla í framlengingunni. Ersan Ilyasova (Milwaukee Bucks) var frábær hjá Tyrkjum með 23 stig og 14 fráköst en Melih Mahmutoglu skoraði 18 stig, Furkan Korkmaz (Philadelphia 76ers) var með 16 stig og Cedi Osman (Cleveland Cavaliers) skoraði 15 stig. Liðin sem eru komnir áfram eru Pólland, Argentína, Rússland, Spánn, Serbía og Ítalía sem komust öll áfram í gær og svo Ástralía, Litháen, Brasilía, Frakkland, Dóminíska Lýðveldið og Bandaríkin sem komust áfram í dag.Brasilíumenn sýndu styrk sinn með því að vinna Giannis Antetokounmpo og félaga í gríska landsliðinu 79-78. Gamli NBA-leikmaðurinn Anderson Varejao skoraði sigurkörfuna eftir stoðsendingu frá öðrum þekktum kappa að nafni Leandro Barbosa. Anderson Varejao átti algjöran stórleik og endaði með 22 stig og 5 fráköst en Leandro Barbosa var með 13 stig. Giannis Antetokounmpo fór útaf með fimm villur en hann var með 13 stig og 4 fráköst. Georgios Printezis skoraði mest fyrir Grikki eða 20 stig.Frakkar voru í miklu stuði í 103-64 sigri á móti Jórdaníu en þessi úrslit þýða að bæði Frakkland og Dóminíska Lýðveldið eru komin áfram. Nando De Col var með 19 stig og 8 stoðsendingar en besti maður Frakka var Rudy Gobert sem skoraði 16 stig, tók 13 fráköst og hélt besta manni Jórdaníu niðri.Litháar voru líka öflugir í 23 stiga sigri á Kanada, 92-69. Edgaras Ulanovas skoraði mest fyrir Litháen eða 15 stig en Jonas Valanciunas var með 13 stig.Úrslitin á HM í körfubolta í dag:E-riðill Japan - Tékkland 76-89 Bandaríkin - Tyrkland 93-92Stig: Bandaríkin 4, Tyrkland 2, Tékkland 2, JapanF-riðill Svartfjallaland - Nýja Sjáland 83-93 Brasilía - Grikkland 79-78Stig: Brasilía 4, Grikkland 2, Nýja Sjáland 2, Svartfjallaland 0G-riðill Þýskaland - Dóminíska Lýðveldið 68-70 Jórdanía - Frakkland 64-103Stig: Frakkland 4, Dóminíska Lýðveldið 4, Þýskaland 0, Jórdanía 0H-riðill Ástralía - Senegal 81-68 Litháen - Kanada 92-69Stig: Litháen 4, Ástralía 4, Kanada 0, Senegal 0.
Körfubolti Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli