Góðar göngur í Varmá Karl Lúðvíksson skrifar 3. september 2019 10:00 Það eru góðar göngur af sjóbirting í Varmá þessa dagana Laxveiðitímabilið fer senn að enda en fyrir hörðustu veiðimennina þýðir það engan veginn að veiðitímabilið sé búið. Þeir allra hörðustu leggja nú frá sér laxaflugunum og taka upp sjóbirtingsflugurnar. Það er góður rómur gerður af sjóbirtingsveiðinni það sem af er þeim stutta tíma sem það hefur staðið yfir og góðar fréttir af veiðum úr til dæmis Vatnamótum og Eldvatni gefa til kynna að tímabilið gæti orðið gott. Ein af þeim ám sem gleymist oft í umræðunni er sú minnsta sem flestir veiðimenn hafa þó einhvern tímann heyrt af og einhverjir veitt en það er Varmá. Síðustu daga hafa borist fréttir af góðum göngum í ánna og veiðimenn sem hafa verið að bleyta flugur í henni oft gert ágæta veiði. Það sem meira er, sjóbirtingurinn er vænn, oft mjög vænn. Það eru ekki mörg ár síðan það þótti fréttnæmt að setja í 80 sm fiska þarna eða bara að sjá þá en núna veiðast nokkrir slíkir í hverri viku og það sjást fleiri. Varmá er skemmtileg fyrir dagsveiði enda stutt frá borginni og veiðileyfin á góðu verði. Mest lesið Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði Metalica tískuflugan þetta sumarið Veiði Veiðimenn kvarta undan litlu eftirliti við Elliðavatn Veiði Aðalfundur SVFR 2022 Veiði Fyrstu lokatölurnar komnar úr laxveiðiánum Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Hraunsfjörður komin í gang Veiði Borgarstjórinn með tvo fallega laxa í Elliðaánum í morgun Veiði Helgarviðtalið: Hitsaði 12 punda lax með áhorfendur á bakkanum Veiði 38 laxar á land í fyrsta hollinu í Hítará Veiði
Laxveiðitímabilið fer senn að enda en fyrir hörðustu veiðimennina þýðir það engan veginn að veiðitímabilið sé búið. Þeir allra hörðustu leggja nú frá sér laxaflugunum og taka upp sjóbirtingsflugurnar. Það er góður rómur gerður af sjóbirtingsveiðinni það sem af er þeim stutta tíma sem það hefur staðið yfir og góðar fréttir af veiðum úr til dæmis Vatnamótum og Eldvatni gefa til kynna að tímabilið gæti orðið gott. Ein af þeim ám sem gleymist oft í umræðunni er sú minnsta sem flestir veiðimenn hafa þó einhvern tímann heyrt af og einhverjir veitt en það er Varmá. Síðustu daga hafa borist fréttir af góðum göngum í ánna og veiðimenn sem hafa verið að bleyta flugur í henni oft gert ágæta veiði. Það sem meira er, sjóbirtingurinn er vænn, oft mjög vænn. Það eru ekki mörg ár síðan það þótti fréttnæmt að setja í 80 sm fiska þarna eða bara að sjá þá en núna veiðast nokkrir slíkir í hverri viku og það sjást fleiri. Varmá er skemmtileg fyrir dagsveiði enda stutt frá borginni og veiðileyfin á góðu verði.
Mest lesið Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði Metalica tískuflugan þetta sumarið Veiði Veiðimenn kvarta undan litlu eftirliti við Elliðavatn Veiði Aðalfundur SVFR 2022 Veiði Fyrstu lokatölurnar komnar úr laxveiðiánum Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Hraunsfjörður komin í gang Veiði Borgarstjórinn með tvo fallega laxa í Elliðaánum í morgun Veiði Helgarviðtalið: Hitsaði 12 punda lax með áhorfendur á bakkanum Veiði 38 laxar á land í fyrsta hollinu í Hítará Veiði