Sögulegur harmleikur á Bahama Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2019 07:18 Fellibylurinn Dorian hefur misst mikinn styrk og er nú skilgreindur sem þriðja flokks fellibylur. AP/NOAA Fellibylurinn Dorian hefur misst mikinn styrk og er nú skilgreindur sem þriðja stigs fellibylur. Hann er þó enn nánast kyrr yfir Bahamaeyjum og heldur áfram að valda þar miklum skaða og manntjóni. Minnst fimm eru dánir en vindhraði Dorian hefur minnkað í um 57 metra á sekúndu, eins og hann mældist mestur í morgun. Óttast er að tala látinna muni hækka. Veðurfræðingar í Bandaríkjunum búast við því að Dorian muni færast „hættulega nálægt“ ströndum Flórída næstu nótt og á miðvikudaginn og þaðan muni hann fara norður með strönd Bandaríkjanna á fimmtudaginn. Eyjurnar Abaco og Grand Bahama hafa orðið hvað verst úti vegna Dorian en þar olli hann gífurlegum sjávarflóðum. Um 70 þúsund manns búa á eyjunum. AP fréttaveitan lýsir því á þann veg að vatnið hafi náð upp á aðrar hæðir húsa og fólk hafi leitað skjóls á háaloftum.Rauði krossinn áætlar að um 13 þúsund heimili séu skemmd eða eyðilögð en búið var að vara við því að sjávarflóð gætu farið sjö metra upp fyrir hefðbundið sjávarmál.Embættismenn á Bahama segja að yfirvöldum hafi borist gífurlegur fjöldi hjálparbeiðna og þar á meðal beiðni um að fimm mánaða barn hafi verið fast á þaki húss. Hubert Minnis, forsætisráðherra Bahamaeyja, segir þetta sögulegan harmleik. „Eyðileggingin er án fordæma og mjög umfangsmikil,“ segir Minnis.Einungis einn fellibylur hefur mælst kröftugri en Dorian en það var fellibylurinn Allen og var það árið 1980. Þá mældist vindhraðinn um 85 metrar á sekúndu. Allen náði þó ekki landi með þeim styrk. Hundruðum þúsunda manna hefur verið gert að flýja heimili sín í Flórída, Georgíu og Suður-Karólínu en þar er einnig búist við miklum flóðum. Gert er ráð fyrir því að Dorian muni ekki ná landi á meginlandi Bandaríkjanna en það þykir þó mjög tæpt, miðað við nýjustu spár. Einungis nokkra kílómetra frávik þarf til að auga fellibylsins nái landi. Bahamaeyjar Bandaríkin Fellibylurinn Dorian Tengdar fréttir Myndband tekið utan úr geimnum sýnir gífurlegt umfang fellibylsins Dorian Dorian er nú skilgreindur sem fimmta stigs fellibylur og er um að ræða sterkustu vinda sem mælst hafa á norðvesturhluta Bahamaeyja. 1. september 2019 19:16 Fordæmalaust hamfaraveður Þök tættust af húsum og bílar tókust á loft. Þá hafa öldur við strandlengjuna verið fimm til sjö metrum hærri en þekkist, sem valdir hefur flóðum víða. 2. september 2019 19:15 Sterkasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bahamaeyjar Varað er við lífshættulegum sjávarflóðum þegar fellibylurinn Dorian gengur yfir Bahamaeyjar. 2. september 2019 07:23 Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Sjá meira
Fellibylurinn Dorian hefur misst mikinn styrk og er nú skilgreindur sem þriðja stigs fellibylur. Hann er þó enn nánast kyrr yfir Bahamaeyjum og heldur áfram að valda þar miklum skaða og manntjóni. Minnst fimm eru dánir en vindhraði Dorian hefur minnkað í um 57 metra á sekúndu, eins og hann mældist mestur í morgun. Óttast er að tala látinna muni hækka. Veðurfræðingar í Bandaríkjunum búast við því að Dorian muni færast „hættulega nálægt“ ströndum Flórída næstu nótt og á miðvikudaginn og þaðan muni hann fara norður með strönd Bandaríkjanna á fimmtudaginn. Eyjurnar Abaco og Grand Bahama hafa orðið hvað verst úti vegna Dorian en þar olli hann gífurlegum sjávarflóðum. Um 70 þúsund manns búa á eyjunum. AP fréttaveitan lýsir því á þann veg að vatnið hafi náð upp á aðrar hæðir húsa og fólk hafi leitað skjóls á háaloftum.Rauði krossinn áætlar að um 13 þúsund heimili séu skemmd eða eyðilögð en búið var að vara við því að sjávarflóð gætu farið sjö metra upp fyrir hefðbundið sjávarmál.Embættismenn á Bahama segja að yfirvöldum hafi borist gífurlegur fjöldi hjálparbeiðna og þar á meðal beiðni um að fimm mánaða barn hafi verið fast á þaki húss. Hubert Minnis, forsætisráðherra Bahamaeyja, segir þetta sögulegan harmleik. „Eyðileggingin er án fordæma og mjög umfangsmikil,“ segir Minnis.Einungis einn fellibylur hefur mælst kröftugri en Dorian en það var fellibylurinn Allen og var það árið 1980. Þá mældist vindhraðinn um 85 metrar á sekúndu. Allen náði þó ekki landi með þeim styrk. Hundruðum þúsunda manna hefur verið gert að flýja heimili sín í Flórída, Georgíu og Suður-Karólínu en þar er einnig búist við miklum flóðum. Gert er ráð fyrir því að Dorian muni ekki ná landi á meginlandi Bandaríkjanna en það þykir þó mjög tæpt, miðað við nýjustu spár. Einungis nokkra kílómetra frávik þarf til að auga fellibylsins nái landi.
Bahamaeyjar Bandaríkin Fellibylurinn Dorian Tengdar fréttir Myndband tekið utan úr geimnum sýnir gífurlegt umfang fellibylsins Dorian Dorian er nú skilgreindur sem fimmta stigs fellibylur og er um að ræða sterkustu vinda sem mælst hafa á norðvesturhluta Bahamaeyja. 1. september 2019 19:16 Fordæmalaust hamfaraveður Þök tættust af húsum og bílar tókust á loft. Þá hafa öldur við strandlengjuna verið fimm til sjö metrum hærri en þekkist, sem valdir hefur flóðum víða. 2. september 2019 19:15 Sterkasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bahamaeyjar Varað er við lífshættulegum sjávarflóðum þegar fellibylurinn Dorian gengur yfir Bahamaeyjar. 2. september 2019 07:23 Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Sjá meira
Myndband tekið utan úr geimnum sýnir gífurlegt umfang fellibylsins Dorian Dorian er nú skilgreindur sem fimmta stigs fellibylur og er um að ræða sterkustu vinda sem mælst hafa á norðvesturhluta Bahamaeyja. 1. september 2019 19:16
Fordæmalaust hamfaraveður Þök tættust af húsum og bílar tókust á loft. Þá hafa öldur við strandlengjuna verið fimm til sjö metrum hærri en þekkist, sem valdir hefur flóðum víða. 2. september 2019 19:15
Sterkasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bahamaeyjar Varað er við lífshættulegum sjávarflóðum þegar fellibylurinn Dorian gengur yfir Bahamaeyjar. 2. september 2019 07:23
Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent