Veiði

Lífleg vatnaveiði síðustu daga

Karl Lúðvíksson skrifar
Bleikjan er að taka grimmt þessa dagana
Bleikjan er að taka grimmt þessa dagana Mynd: Ríkarður Hjálmarsson
Júní og júlí eru gjarnan bestu mánuðirnir til að stunda silungsveiði og það er greinilegt þegar við týndum til fréttir héðan og þaðan go silungsveiðin gengur vel.

Við heyrðum af veiðimömnum sem voru í Apavatni í gær og veiddu mjög vel þrátt fyrir að það hafi gustað aðeins um miðjan daginn. Þar voru þrír veiðimenn á ferð með um 70 bleikjur sem veiddust á spún og flugu. Nokkrir voru við veiðar í Laugarvatni og týndu upp bleikjur. Það voru margir við Þingvallavatn í gær og þeir sem þekkja vatnið og hafa verið að stunda það duglega veiddu mjög vel enda skiptir þekking á vatninu afskaplega miklu máli eins og annars staðar til að ganga vel. Veiðin var góð nokkurn veginn alls staðar en við höfum heyrt af veiðimönnum sem voru í þjóðgarðinum, við Arnarfell, við Miðfell og á vesturbakkanum og það voru allir í fiski.

Veiði hefur að sama skapi verið góð á vesturlandi en það hefur verið fín veiði í Hraunsfirði, Selvallavatni, Baulárvatni og í Hítarvatni. Þetta er klárlega tíminn þar sem veiðimenn og veiðikonur á öllum aldri eiga að drífa sig út og ná sér í silung í soðið. 






×