Hvetur konur til að nota hormónin ekki lengur en í ár Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. ágúst 2019 20:00 Sterk tengsl eru á milli notkunar tíðarhvarfahormóna og brjóstakrabbameins samkvæmt nýrri rannsókn. Framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár brýnir fyrir konum að nota hormónin ekki lengur en í ár en konur sem tóku hormónablöndur í þrjú ár að meðaltali voru í sextíu prósent meiri hættu á að fá brjóstakrabbamein. Rannsókninni er stýrt af hópi við Oxford háskóla og er hún samantekt á fjölda rannsókna víðs vegar úr heiminum þar sem byggt er á yfir hundrað þúsund krabbameinstilfellum, en Ísland tók þátt í rannsókninni. „Hún er þá afgerandi sýnist mér varðandi að tíðahvarfahormón tengist talsvert hækkaðri áhættu á brjóstakrabbameini og sérstakllega því mun lengur sem maður tekur hormónana,“ sagði Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár. Engin hækkuð áhætta er ef konur taka tíðahvarfarhormónin í eitt ár eða skemur. Laufey segir því mikilvægt að konur hætti á lyfinu eftir árs notkun. Ef lyfið er tekið í eitt til fjögur ár er 60% áhættuaukningin á brjóstakrabbameini. „Og taka í fimm til fjórtán ár tengist tvöfaldri áhættu og þetta er á aldri þar sem konur eru komnar í talsverða brjóstakrabbameinsáhættu,“ sagði Laufey. Tíðahvarfahormón er lyf sem konur geta tekið inn til að vinna bug á einkennum sem fylgja breytingaraldrinum en einkennin eru hitakóf, þreyta og svefntruflanir. Laufey segir önnur hormónalyf, á borð við getnaðarvörnina pilluna, ekki með eins sterk tengsl við krabbamein. „Það hefur líka verið mjög mikið rannsakað því það taka lang flestar konur pilluna en það er miklu minna aukin áhætta þar hún hefur svolítil áhrif en ekki nærri því eins mikil áhrif og tíðahvarfahormónin hafa svo menn hafa ekki verið að mæla gegn því að nota pilluna,“ sagði Laufey. Heilbrigðismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Sterk tengsl eru á milli notkunar tíðarhvarfahormóna og brjóstakrabbameins samkvæmt nýrri rannsókn. Framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár brýnir fyrir konum að nota hormónin ekki lengur en í ár en konur sem tóku hormónablöndur í þrjú ár að meðaltali voru í sextíu prósent meiri hættu á að fá brjóstakrabbamein. Rannsókninni er stýrt af hópi við Oxford háskóla og er hún samantekt á fjölda rannsókna víðs vegar úr heiminum þar sem byggt er á yfir hundrað þúsund krabbameinstilfellum, en Ísland tók þátt í rannsókninni. „Hún er þá afgerandi sýnist mér varðandi að tíðahvarfahormón tengist talsvert hækkaðri áhættu á brjóstakrabbameini og sérstakllega því mun lengur sem maður tekur hormónana,“ sagði Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár. Engin hækkuð áhætta er ef konur taka tíðahvarfarhormónin í eitt ár eða skemur. Laufey segir því mikilvægt að konur hætti á lyfinu eftir árs notkun. Ef lyfið er tekið í eitt til fjögur ár er 60% áhættuaukningin á brjóstakrabbameini. „Og taka í fimm til fjórtán ár tengist tvöfaldri áhættu og þetta er á aldri þar sem konur eru komnar í talsverða brjóstakrabbameinsáhættu,“ sagði Laufey. Tíðahvarfahormón er lyf sem konur geta tekið inn til að vinna bug á einkennum sem fylgja breytingaraldrinum en einkennin eru hitakóf, þreyta og svefntruflanir. Laufey segir önnur hormónalyf, á borð við getnaðarvörnina pilluna, ekki með eins sterk tengsl við krabbamein. „Það hefur líka verið mjög mikið rannsakað því það taka lang flestar konur pilluna en það er miklu minna aukin áhætta þar hún hefur svolítil áhrif en ekki nærri því eins mikil áhrif og tíðahvarfahormónin hafa svo menn hafa ekki verið að mæla gegn því að nota pilluna,“ sagði Laufey.
Heilbrigðismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira