Gypsy Rose byrjuð aftur með unnustanum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. ágúst 2019 09:33 Gypsy Rose afplánar nú tíu ára fangelsisdóm vegna aðildar að morði móður sinnar. youtube/skjáskot Gypsy Rose Blanchard, ung kona sem skipulagði morð móður sinnar sem hafði neytt hana árum saman til að þykjast vera langveik, er byrjuð aftur með unnusta sínum en parið sleit trúlofuninni stuttlega. People greindi frá þessu á vef sínum. Á miðvikudag sagði stjúpmamma Blanchard, Kristy Blanchard, í samtali við fréttastofu InTouch að „þau væru byrjuð aftur saman.“ „Þau eru trúlofuð en þau eru að taka hlutunum rólega og vilja ekki mikla athygli vegna sambandsins,“ bætti hún við. Aðeins fyrsta nafn mannsins sem Gypsy er trúlofuð hefur verið birt opinberlega en hann heitir Ken. Parið hafði þekkst í eitt og hálft ár áður en þau byrjuðu saman. Þau kynntust þannig að Ken skrifaði Gypsy bréf á meðan hún var í fangelsi og fóru þau að skrifast á. Þau tilkynntu trúlofunina í apríl. „Við kunnum mjög vel við hann og vonumst til að kynnast honum betur,“ sagði Kristy í samtali við People í Júlí. „Hann elskar Gypsy mjög mikið og það er alveg bersýnilegt þegar hann talar um hana og horfir á hana.“ View this post on InstagramGypsy Rose has found love from inside her jail cell and is now introducing her new fiancé Ken to the world in these exclusive photos. Download our app at the link in our bio to keep up with the latest on Gypsy and to refresh on her tragic story. A post shared by E! News (@enews) on Jul 11, 2019 at 10:13am PDT Gypsy Rose afplánar núna tíu ára fangelsisdóm vegna aðildar að morði móður sinnar sem var stungin til dauða í júní árið 2015. Móðir hennar, Dee Dee Blanchard, hafði neytt Gypsy Rose í mörg ár að þykjast vera langveik og var Gypsy misnotuð af móður sinni. Sambandið við Ken er fyrsta rómantíska samband Gypsy síðan hún var með Nicholas Godejohn, manninum sem myrti móður hennar. Godejohn var dæmdur fyrir morð af ásetningi og afplánar nú lífstíðardóm án vonar um reynslulausn. Hann myrti Dee Dee til að hjálpa Gypsy að flýja misnotkun af hálfu móður hennar. Ástin og lífið Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
Gypsy Rose Blanchard, ung kona sem skipulagði morð móður sinnar sem hafði neytt hana árum saman til að þykjast vera langveik, er byrjuð aftur með unnusta sínum en parið sleit trúlofuninni stuttlega. People greindi frá þessu á vef sínum. Á miðvikudag sagði stjúpmamma Blanchard, Kristy Blanchard, í samtali við fréttastofu InTouch að „þau væru byrjuð aftur saman.“ „Þau eru trúlofuð en þau eru að taka hlutunum rólega og vilja ekki mikla athygli vegna sambandsins,“ bætti hún við. Aðeins fyrsta nafn mannsins sem Gypsy er trúlofuð hefur verið birt opinberlega en hann heitir Ken. Parið hafði þekkst í eitt og hálft ár áður en þau byrjuðu saman. Þau kynntust þannig að Ken skrifaði Gypsy bréf á meðan hún var í fangelsi og fóru þau að skrifast á. Þau tilkynntu trúlofunina í apríl. „Við kunnum mjög vel við hann og vonumst til að kynnast honum betur,“ sagði Kristy í samtali við People í Júlí. „Hann elskar Gypsy mjög mikið og það er alveg bersýnilegt þegar hann talar um hana og horfir á hana.“ View this post on InstagramGypsy Rose has found love from inside her jail cell and is now introducing her new fiancé Ken to the world in these exclusive photos. Download our app at the link in our bio to keep up with the latest on Gypsy and to refresh on her tragic story. A post shared by E! News (@enews) on Jul 11, 2019 at 10:13am PDT Gypsy Rose afplánar núna tíu ára fangelsisdóm vegna aðildar að morði móður sinnar sem var stungin til dauða í júní árið 2015. Móðir hennar, Dee Dee Blanchard, hafði neytt Gypsy Rose í mörg ár að þykjast vera langveik og var Gypsy misnotuð af móður sinni. Sambandið við Ken er fyrsta rómantíska samband Gypsy síðan hún var með Nicholas Godejohn, manninum sem myrti móður hennar. Godejohn var dæmdur fyrir morð af ásetningi og afplánar nú lífstíðardóm án vonar um reynslulausn. Hann myrti Dee Dee til að hjálpa Gypsy að flýja misnotkun af hálfu móður hennar.
Ástin og lífið Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira