Mávaræðan ekki lengur eina heimsfræga ræða Eric Cantona: Sjáðu ræðu hans á UEFA-sviðinu í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2019 08:30 Eric Cantona flytur hé ræðu sína á Meistaradeildardrættinum í gær. Getty/Valerio Pennicino Misstir þú af ræðu Eric Cantona á Meistaradeildardrættinum í gær? Þá er um að gera að kynna sér þá klassík betur. Cantona bauð nefnilega upp á mjög óvenjulega en um leið mjög Cantona lega ræðu upp á sviði UEFA í gær. Eric Cantona fékk forsetaverðlaun UEFA í gær og mætti upp á svið í Mónakó til að taka við þeim úr hendi Aleksander Ceferin, forseta UEFA. Eftir að Frakkinn hafði fengið verðlaunagripinn í hendurnar þá fékk Eric Cantona þá spurningu um hvað væri að fara í gegnum huga hans á þeirri stundu. Menn fengu fljótt svarið og það var svo sannarlega engin klisja.In case you missed Eric Cantona's speech ahead of the Uefa Champions League draw on Thursday - it's worth a read.. Here it is: https://t.co/RSfioaPAql#UCL#bbcfootballpic.twitter.com/OcDbOdjdWh — BBC Sport (@BBCSport) August 30, 2019Ræður verðlaunahafa á athöfnum sem þessum eru vanalega innihaldslitlar og snúast aðallega um að þakka sínu fólki og sínum liðsfélögum fyrir stuðninginn. Menn bjóða vanalega ekki upp á heimspeki upp á sviði en það hefur líka enginn fótboltamaður verið eins og Eric Cantona. Ræða Eric Cantona um mávana þegar hann kom til baka úr leikbanninu fræga árið 1995 er fyrir löngu orðin hluti af fótboltasögunni og nú hefur Cantona bætt annarri heimspekilegri ræðu í þann hóp.Eric Cantona's bizarre speech at the UEFA Champions League group-stage draw in full What a man pic.twitter.com/DiCfGI2Xc8 — ESPN India (@ESPNIndia) August 30, 2019 Í áhorfendahópnum voru fulltrúar bestu félaga Evrópu og líka bestu fótboltamenn heims eins og þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Áhorfendurnir í salnum horfðu hljóðlátir og dolfallnir þegar Eric Cantona hóf upp röddina en menn þurftu samt líklega að hlusta nokkrum sinnum á ræðuna til að skilja hana til fullnustu. „Við erum fyrir guðina eins og flugur eru fyrir gáskafulla stráka. Þeir leika sér að því að drepa okkur,“ byrjaði Eric Cantona og var þar að vitna í leikrit William Shakespeare um Lér konung. „Fyrr en varir mun tæknin hafa náð að hægja á öldrun frumanna og mun síðan geta lagað frumurnar þannig að við getum lifað endalaust. Þá munu aðeins slys, glæpir, stríð drepa okkur en því miður munu glæpir og stríð margfaldast,“ hélt Cantona áfram. Hann endaði síðan: „Ég elska fótbolta, takk fyrir“ Það má heyra alla ræðuna hans Eric Cantona hér fyrir neðan.Klippa: Ræða Cantona - Meistaradeild Evrópu Frakkland Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Misstir þú af ræðu Eric Cantona á Meistaradeildardrættinum í gær? Þá er um að gera að kynna sér þá klassík betur. Cantona bauð nefnilega upp á mjög óvenjulega en um leið mjög Cantona lega ræðu upp á sviði UEFA í gær. Eric Cantona fékk forsetaverðlaun UEFA í gær og mætti upp á svið í Mónakó til að taka við þeim úr hendi Aleksander Ceferin, forseta UEFA. Eftir að Frakkinn hafði fengið verðlaunagripinn í hendurnar þá fékk Eric Cantona þá spurningu um hvað væri að fara í gegnum huga hans á þeirri stundu. Menn fengu fljótt svarið og það var svo sannarlega engin klisja.In case you missed Eric Cantona's speech ahead of the Uefa Champions League draw on Thursday - it's worth a read.. Here it is: https://t.co/RSfioaPAql#UCL#bbcfootballpic.twitter.com/OcDbOdjdWh — BBC Sport (@BBCSport) August 30, 2019Ræður verðlaunahafa á athöfnum sem þessum eru vanalega innihaldslitlar og snúast aðallega um að þakka sínu fólki og sínum liðsfélögum fyrir stuðninginn. Menn bjóða vanalega ekki upp á heimspeki upp á sviði en það hefur líka enginn fótboltamaður verið eins og Eric Cantona. Ræða Eric Cantona um mávana þegar hann kom til baka úr leikbanninu fræga árið 1995 er fyrir löngu orðin hluti af fótboltasögunni og nú hefur Cantona bætt annarri heimspekilegri ræðu í þann hóp.Eric Cantona's bizarre speech at the UEFA Champions League group-stage draw in full What a man pic.twitter.com/DiCfGI2Xc8 — ESPN India (@ESPNIndia) August 30, 2019 Í áhorfendahópnum voru fulltrúar bestu félaga Evrópu og líka bestu fótboltamenn heims eins og þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Áhorfendurnir í salnum horfðu hljóðlátir og dolfallnir þegar Eric Cantona hóf upp röddina en menn þurftu samt líklega að hlusta nokkrum sinnum á ræðuna til að skilja hana til fullnustu. „Við erum fyrir guðina eins og flugur eru fyrir gáskafulla stráka. Þeir leika sér að því að drepa okkur,“ byrjaði Eric Cantona og var þar að vitna í leikrit William Shakespeare um Lér konung. „Fyrr en varir mun tæknin hafa náð að hægja á öldrun frumanna og mun síðan geta lagað frumurnar þannig að við getum lifað endalaust. Þá munu aðeins slys, glæpir, stríð drepa okkur en því miður munu glæpir og stríð margfaldast,“ hélt Cantona áfram. Hann endaði síðan: „Ég elska fótbolta, takk fyrir“ Það má heyra alla ræðuna hans Eric Cantona hér fyrir neðan.Klippa: Ræða Cantona - Meistaradeild Evrópu
Frakkland Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira