„Það eru vondir menn sem nýta sér þennan hóp“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. janúar 2019 18:45 Dæmi eru um að konur með mikinn geð- og fíknivanda séu misnotaðar af karlmönnum eftir að hafa verið útskrifaðar á götuna vegna skorts á framhaldsúrræðum. Að undanförnu hefur verið fjallað um úrræðaleysi þegar kemur að búsetu fyrir fólk með fíknivanda og geðsjúkdóma eða svokallaðan tvígreindan vanda. Vandinn virðist sérstaklega mikill hjá konum en þær hafa fests inn á geðdeild árum saman vegna skorts á framhaldsúrræðum. „Frá því ég kem inn á deildina árið 2013 hefur undantekningarlaust verið ein kona með alvarlegan geðsjúkdóm og fíknivanda föst á deildinni,“ segir Margrét Manda Jónsdóttir, deildarstjóri á sérhæfðri endurhæfingardeild geðsviðs Landspítalans. Í dag sé ástandið sérstaklega slæmt en á deildinni er kona sem hefur verið þar föst í rúmlega tvö og hálft ár. Manda segir að stefnan sé að útskrifa konurnar ekki fyrr en viðunandi búsetuúrræði hafi fengist. „Þegar staðan er orðin sú að viðkomandi er komin með versnun á geðrofseinkennum, versnun á sjúkdómi út af lengd innlagnar og er bara orðin stofnaniseruð eða vonlaus jafnvel, að þá höfum við útskrifað þær vitandi það að viðkomandi hafi ekki að útskrifast í viðunandi úrræði,“ segir Manda. Það sé hræðileg tilfinning að útskrifa þessar konur á götuna enda séu konur með alvarlegan geð- og fíknisjúkdóm mjög berskjaldaður hópur. „Þær verða fórnarlömb mansals. Það eru vondir menn sem nýta sér þennan hóp og við vitum raunveruleg dæmi þess að það er verið að fara illa með þær,“ segir Manda. Nú sé verið að berjast fyrir því að koma einni konunni, sem var útskrifuð af deildinni í fyrra en fékk ekkert viðunandi úrræði, til bjargar, en sú býr við sérstaklega slæmar aðstæður. Þá eru fleiri tvígreindar konur í þeirri stöðu í dag. „Ég get bara talað fyrir mína deild en í fljótu bragði vel ég um fimm sem búa við mjög slæmar aðstæður. Þær búa flestar við mikið ofbeldi og misnotkun. Það eru karlar sem nýta sér þeirra berskjöldun. Þetta er mjög erfitt og tekur mikið á að vita hver staðan er og finna ekki neitt bakland í öðrum kerfum,“ segir Manda og bætir við að það verði að bregðast strax við til að bjarga þessum konum. „Það er mikil starfsemi hér þar sem er stórt teymi sem reynir að finna út úr þessu. En við gerum þetta ekki hér. Við getum ekki alltaf verið að leggja fólk inná spítalann. Þannig sveitarfélögin þurfa að koma inn í þetta og einhver önnur kerfi. Það þarf bara að huga þetta upp á nýtt þetta er allavega ekki að fúnkera eins og þetta er núna.“ Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Dæmi eru um að konur með mikinn geð- og fíknivanda séu misnotaðar af karlmönnum eftir að hafa verið útskrifaðar á götuna vegna skorts á framhaldsúrræðum. Að undanförnu hefur verið fjallað um úrræðaleysi þegar kemur að búsetu fyrir fólk með fíknivanda og geðsjúkdóma eða svokallaðan tvígreindan vanda. Vandinn virðist sérstaklega mikill hjá konum en þær hafa fests inn á geðdeild árum saman vegna skorts á framhaldsúrræðum. „Frá því ég kem inn á deildina árið 2013 hefur undantekningarlaust verið ein kona með alvarlegan geðsjúkdóm og fíknivanda föst á deildinni,“ segir Margrét Manda Jónsdóttir, deildarstjóri á sérhæfðri endurhæfingardeild geðsviðs Landspítalans. Í dag sé ástandið sérstaklega slæmt en á deildinni er kona sem hefur verið þar föst í rúmlega tvö og hálft ár. Manda segir að stefnan sé að útskrifa konurnar ekki fyrr en viðunandi búsetuúrræði hafi fengist. „Þegar staðan er orðin sú að viðkomandi er komin með versnun á geðrofseinkennum, versnun á sjúkdómi út af lengd innlagnar og er bara orðin stofnaniseruð eða vonlaus jafnvel, að þá höfum við útskrifað þær vitandi það að viðkomandi hafi ekki að útskrifast í viðunandi úrræði,“ segir Manda. Það sé hræðileg tilfinning að útskrifa þessar konur á götuna enda séu konur með alvarlegan geð- og fíknisjúkdóm mjög berskjaldaður hópur. „Þær verða fórnarlömb mansals. Það eru vondir menn sem nýta sér þennan hóp og við vitum raunveruleg dæmi þess að það er verið að fara illa með þær,“ segir Manda. Nú sé verið að berjast fyrir því að koma einni konunni, sem var útskrifuð af deildinni í fyrra en fékk ekkert viðunandi úrræði, til bjargar, en sú býr við sérstaklega slæmar aðstæður. Þá eru fleiri tvígreindar konur í þeirri stöðu í dag. „Ég get bara talað fyrir mína deild en í fljótu bragði vel ég um fimm sem búa við mjög slæmar aðstæður. Þær búa flestar við mikið ofbeldi og misnotkun. Það eru karlar sem nýta sér þeirra berskjöldun. Þetta er mjög erfitt og tekur mikið á að vita hver staðan er og finna ekki neitt bakland í öðrum kerfum,“ segir Manda og bætir við að það verði að bregðast strax við til að bjarga þessum konum. „Það er mikil starfsemi hér þar sem er stórt teymi sem reynir að finna út úr þessu. En við gerum þetta ekki hér. Við getum ekki alltaf verið að leggja fólk inná spítalann. Þannig sveitarfélögin þurfa að koma inn í þetta og einhver önnur kerfi. Það þarf bara að huga þetta upp á nýtt þetta er allavega ekki að fúnkera eins og þetta er núna.“
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira