Á tímamótum – Landvernd 50 ára Rósbjörg Jónsdóttir skrifar 7. janúar 2019 07:00 Sjaldan ef nokkurn tíma, hefur krafa samfélagsins verið jafn mikil og nú þegar kemur að umhverfismálum, náttúruvernd og ábyrgri stjórnun auðlinda. Skiptir þá ekki máli hvar borið er niður, hverjum og einum ber að sýna ábyrgð í verki; einstaklingurinn, fyrirtækin og stjórnvöld. Til að styðja okkur í að við öll getum gert betur, og komandi kynslóðir njóti þeirra aðfanga og ávaxta sem okkur er boðið upp á, verðum við að einsetja okkur að framfylgja heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt voru af nær 200 þjóðum heims í árslok 2015 og tóku gildi 1. janúar 2016. Forgangsröðunin á að vera í þágu mannkyns, jarðar og hagsældar. Landvernd hefur ekki látið sitt eftir liggja en samtökin standa á tímamótum nú um þessi áramót, en á árinu 2019 fagna samtökin 50 ára starfsafmæli sínu. Í hálfa öld hafa samtökin staðið vörð um íslenska náttúru, verið virkur þátttakandi í stefnumótun, fræðslu og upplýstri ákvarðanatöku í málum er varða landnotkun, auðlindir og umhverfið okkar. Landvernd er stoltur áhrifavaldur í íslensku samfélagi sem stuðlar að markvissri fræðslu íslenskra nemenda um mikilvægi umhverfis- og náttúruverndar með Grænfánaverkefninu, hreinsar Ísland í samvinnu við öfluga samstarfsaðila, stendur vörð um hálendið og náttúruperlur landsins og veitir stjórnvöldum og framkvæmdaaðilum mikilvægt aðhald í málefnum sem snerta umhverfið svo fátt eitt sé nefnt. Árið 2019 mun verða viðburðaríkt í starfseminni og einkennast af fjölmörgum fræðsluviðburðum, uppákomum og sýnilegum áskorunum. Um leið og við þökkum samvinnu og stuðning á liðnu ári, vonumst við til þess að landsmenn allir fagni með okkur með ábyrgum hætti, takist á við áskoranir morgundagsins í loftslagsmálum með breyttu hegðunar- og neyslumynstri, fræðist um hvernig við getum staðið enn betur vörð um okkar einstöku náttúru og stuðlað að því að núverandi og komandi kynslóðir geti búið við bestu mögulegu umhverfisgæði sem völ er á. Stöndum saman um hreint land, fagurt land. Gleðilegt ár Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Sjaldan ef nokkurn tíma, hefur krafa samfélagsins verið jafn mikil og nú þegar kemur að umhverfismálum, náttúruvernd og ábyrgri stjórnun auðlinda. Skiptir þá ekki máli hvar borið er niður, hverjum og einum ber að sýna ábyrgð í verki; einstaklingurinn, fyrirtækin og stjórnvöld. Til að styðja okkur í að við öll getum gert betur, og komandi kynslóðir njóti þeirra aðfanga og ávaxta sem okkur er boðið upp á, verðum við að einsetja okkur að framfylgja heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt voru af nær 200 þjóðum heims í árslok 2015 og tóku gildi 1. janúar 2016. Forgangsröðunin á að vera í þágu mannkyns, jarðar og hagsældar. Landvernd hefur ekki látið sitt eftir liggja en samtökin standa á tímamótum nú um þessi áramót, en á árinu 2019 fagna samtökin 50 ára starfsafmæli sínu. Í hálfa öld hafa samtökin staðið vörð um íslenska náttúru, verið virkur þátttakandi í stefnumótun, fræðslu og upplýstri ákvarðanatöku í málum er varða landnotkun, auðlindir og umhverfið okkar. Landvernd er stoltur áhrifavaldur í íslensku samfélagi sem stuðlar að markvissri fræðslu íslenskra nemenda um mikilvægi umhverfis- og náttúruverndar með Grænfánaverkefninu, hreinsar Ísland í samvinnu við öfluga samstarfsaðila, stendur vörð um hálendið og náttúruperlur landsins og veitir stjórnvöldum og framkvæmdaaðilum mikilvægt aðhald í málefnum sem snerta umhverfið svo fátt eitt sé nefnt. Árið 2019 mun verða viðburðaríkt í starfseminni og einkennast af fjölmörgum fræðsluviðburðum, uppákomum og sýnilegum áskorunum. Um leið og við þökkum samvinnu og stuðning á liðnu ári, vonumst við til þess að landsmenn allir fagni með okkur með ábyrgum hætti, takist á við áskoranir morgundagsins í loftslagsmálum með breyttu hegðunar- og neyslumynstri, fræðist um hvernig við getum staðið enn betur vörð um okkar einstöku náttúru og stuðlað að því að núverandi og komandi kynslóðir geti búið við bestu mögulegu umhverfisgæði sem völ er á. Stöndum saman um hreint land, fagurt land. Gleðilegt ár
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar