Segir fulla ástæðu til að taka tillit til sumra ábendinganna Sighvatur Arnmundsson skrifar 3. janúar 2019 06:30 Heilbrigðisráðherra vonast til að heilbrigðisstefnan verði lögð fyrir Alþingi ekki síðar en í mars. Fréttablaðið/Eyþór Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir fulla ástæðu til að taka mark á sumum af ábendingum Læknafélags Íslands við drög að heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Unnið sé að því í ráðuneytinu að fara yfir tæplega þrjátíu umsagnir sem bárust. Ráðherrann vonast til að leggja málið fyrir Alþingi í mars. „Ábendingar Læknafélagsins snúa að hluta til að því sem félagið saknar í umfjölluninni. En eins og alltaf verður einhvers staðar að takmarka sig en það er full ástæða til að taka tillit til sumra af þeim ábendingum sem fram koma,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um athugasemdir Læknafélags Íslands við drög að heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Hún segir það verkefni heilbrigðisyfirvalda að halda jafnvægi í svona texta. Einblína þurfi á það að kerfið eigi fyrst og fremst að þjóna sjúklingum. Drögin voru sett inn í samráðsgátt stjórnvalda og rann umsagnarfrestur út skömmu fyrir jól. Alls bárust 27 umsagnir um drögin og segir Svandís að vinnan undanfarna daga hafi gengið út á að fara yfir þessar umsagnir og taka tillit til þeirra eftir því sem við á. Þar sé að finna margar gagnlegar ábendingar og málið sé í miðju ferli. „Næsta skref er svo að útbúa þingsályktunartillögu til Alþingis sem er þá í rauninni heilbrigðisstefna til ársins 2030. Þá fer málið í hendur þingsins og þá opnast umsagnarferli að nýju um það skjal. Við vonumst til að þingsályktunartillagan líti dagsins ljós ekki síðar en í mars eins og kemur fram í þingmálaskrá,“ segir Svandís. Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær þar sem hann fer yfir athugasemdir félagsins. Þar segir að þótt margt jákvætt komi fram í stefnunni þurfi málið frekari umfjöllunar við. Meðal þeirra þátta sem Læknafélag Íslands nefnir í umsögn sinni er að samráð við hagsmunaaðila hefði mátt vera viðameira og ítarlegra. Svandís bendir á að fundir hafi verið haldnir með ýmsum aðilum eins og heilbrigðisstofnunum, Læknafélagi Íslands, Læknafélagi Reykjavíkur, Félagi hjúkrunarfræðinga og BHM. „Svo var auðvitað fjallað um stefnuna á heilbrigðisþingi þar sem allir gátu skráð sig og Læknafélag Íslands gerði. Það má því segja að Læknafélagið hafi komið alloft að umfjölluninni nú þegar,“ segir Svandís. Reynir nefnir einnig í grein sinni að í stefnuna vanti ákvæði þess efnis að öll þjónusta innan kerfisins sem greidd er af opinberum aðilum skuli byggjast á gagnreyndum fræðum. Þá leggur Læknafélagið til að sett verði inn markmið um stofnun heildarsjúklingasamtaka sem hafi tryggan, faglegan og rekstrarlegan grunn en skortur á ákvæðum um réttindi sjúklinga er gagnrýndur. „Í drögunum er ekkert ákvæði um réttindi sjúklinga og sjúklingarétt. Hvergi er vikið að umboðsmanni sjúklinga og ekki er fjallað um sjúklingasamtök,“ segir í grein Reynis. Þá bendir Félag íslenskra heimilislækna í sinni umsögn á nauðsyn þess að fjölga heimilislæknum en áherslu á mikilvægi uppbyggingar heilsugæslu er fagnað. Sóttvarnalæknir segir drögin metnaðarfullt skjal en hins vegar vanti að mestu nokkur mikilvæg atriði sem snúa að vörnum og viðbrögðum við alvarlegum smitsjúkdómum. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir fulla ástæðu til að taka mark á sumum af ábendingum Læknafélags Íslands við drög að heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Unnið sé að því í ráðuneytinu að fara yfir tæplega þrjátíu umsagnir sem bárust. Ráðherrann vonast til að leggja málið fyrir Alþingi í mars. „Ábendingar Læknafélagsins snúa að hluta til að því sem félagið saknar í umfjölluninni. En eins og alltaf verður einhvers staðar að takmarka sig en það er full ástæða til að taka tillit til sumra af þeim ábendingum sem fram koma,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um athugasemdir Læknafélags Íslands við drög að heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Hún segir það verkefni heilbrigðisyfirvalda að halda jafnvægi í svona texta. Einblína þurfi á það að kerfið eigi fyrst og fremst að þjóna sjúklingum. Drögin voru sett inn í samráðsgátt stjórnvalda og rann umsagnarfrestur út skömmu fyrir jól. Alls bárust 27 umsagnir um drögin og segir Svandís að vinnan undanfarna daga hafi gengið út á að fara yfir þessar umsagnir og taka tillit til þeirra eftir því sem við á. Þar sé að finna margar gagnlegar ábendingar og málið sé í miðju ferli. „Næsta skref er svo að útbúa þingsályktunartillögu til Alþingis sem er þá í rauninni heilbrigðisstefna til ársins 2030. Þá fer málið í hendur þingsins og þá opnast umsagnarferli að nýju um það skjal. Við vonumst til að þingsályktunartillagan líti dagsins ljós ekki síðar en í mars eins og kemur fram í þingmálaskrá,“ segir Svandís. Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær þar sem hann fer yfir athugasemdir félagsins. Þar segir að þótt margt jákvætt komi fram í stefnunni þurfi málið frekari umfjöllunar við. Meðal þeirra þátta sem Læknafélag Íslands nefnir í umsögn sinni er að samráð við hagsmunaaðila hefði mátt vera viðameira og ítarlegra. Svandís bendir á að fundir hafi verið haldnir með ýmsum aðilum eins og heilbrigðisstofnunum, Læknafélagi Íslands, Læknafélagi Reykjavíkur, Félagi hjúkrunarfræðinga og BHM. „Svo var auðvitað fjallað um stefnuna á heilbrigðisþingi þar sem allir gátu skráð sig og Læknafélag Íslands gerði. Það má því segja að Læknafélagið hafi komið alloft að umfjölluninni nú þegar,“ segir Svandís. Reynir nefnir einnig í grein sinni að í stefnuna vanti ákvæði þess efnis að öll þjónusta innan kerfisins sem greidd er af opinberum aðilum skuli byggjast á gagnreyndum fræðum. Þá leggur Læknafélagið til að sett verði inn markmið um stofnun heildarsjúklingasamtaka sem hafi tryggan, faglegan og rekstrarlegan grunn en skortur á ákvæðum um réttindi sjúklinga er gagnrýndur. „Í drögunum er ekkert ákvæði um réttindi sjúklinga og sjúklingarétt. Hvergi er vikið að umboðsmanni sjúklinga og ekki er fjallað um sjúklingasamtök,“ segir í grein Reynis. Þá bendir Félag íslenskra heimilislækna í sinni umsögn á nauðsyn þess að fjölga heimilislæknum en áherslu á mikilvægi uppbyggingar heilsugæslu er fagnað. Sóttvarnalæknir segir drögin metnaðarfullt skjal en hins vegar vanti að mestu nokkur mikilvæg atriði sem snúa að vörnum og viðbrögðum við alvarlegum smitsjúkdómum.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira