Bíó og sjónvarp

Leikari úr Guð­föðurnum er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Carmine Caridi.
Carmine Caridi. Getty
Bandaríski leikarinn Carmine Caridi er látinn, 85 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk í síðustu tveimur myndunum í þríleiknum um Guðföðurinn.

Í yfirlýsingu frá umboðsskrifstofu leikarans kemur fram að Caridi hafi andast á Cedars Sinai sjúkrahúsinu í Los Angeles.

Caridi birtist fyrst Guðföðurnum II árið 1974 þar sem hann fór með hlutverk Carmine Rosato. Hann fór svo með hlutverk Albert Volpe í Guðföðurnum III árið 1990.

Leiklistarferill Caridi spannaði sex áratugi og fór hann meðal annars með hlutverk í myndunum Crazy Joe og The Gambler áður en hann hreppti hlutverkið í Guðföðurnum, mynd Francis Ford Coppola.

Í seinni tíð fór hann með hlutverk glæponsins Frank Costello í myndinni Bugsy frá árinu 1991 og birtist með Chuck Norris í myndinni Top Dog árið 1995.

Árið 2004 varð Caridi fyrstur til að verða rekinn úr Akademíunni svokölluðu, sem stendur fyrir afhendingu Óskarsverðlaunanna, eftir að upp komst að hann hafði deilt upptökum sem meðlimir Akademíunnar fengu í hendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.