Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. maí 2019 15:39 Robert Mueller lauk störfum í dag. Vísir/Getty Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti opinberlega eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt.Á blaðamannafundinum sagði Mueller að embætti hans hafi verið bundið af áliti eða stefnu dómsmálaráðuneytisins um að ekki væri hægt að sækja sitjandi forseta til saka vegna glæps sem hann kunni að hafa framið. Því hafi það ekki komið til greina að gefa út ákæru á hendur Trump.„Það væri ósanngjarnt að saka einhvern um mögulegan glæp þegar ekki er hægt að leysa úr málinu fyrir dómsal,“ sagði Mueller á fundinum.Ef hægt væri að segja með vissu að forsetinn hefði ekki framið glæp hefði það komið fram í skýrslunni Mjög hefur verið deilt um niðurstöður skýrslu Muellers og er túlkun demókrata og repúblikana á skýrslunni mjög ólík. Trump og stuðningsmenn hafa haldið því fram að skýrslan hreinsi hann af öllum ásökunum en demókratar telja hins vegar að skýrslan gefi til kynna að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar.Um þetta sagði Mueller:„Ef við hefðum trú á því að forsetinn hafi augljóslega ekki framið glæp, hefðum við sagt það berum orðum.“ Um hvort Trump eða aðilar tengdir honum hafi framið glæpi í kosningabaráttunni segir í skýrslunni að ekki hafi tekist að sýna fram á það að meðlimir forsetaframboðs Trump hafi verið í eða átt í samstarfi við rússnesku ríkisstjórnina.WATCH: Complete statement from Special Counsel Robert Mueller pic.twitter.com/y3QejiqmcT — CSPAN (@cspan) May 29, 2019 Benti Muller á að stjórnarskrá Bandaríkjanna mælti fyrir um það að dómskerfi Bandaríkjanna væri ekki leiðin til þess að láta þá sem sitja í embætti bera ábyrgð í tengslum við afglöp eða glæpi í starfi, það hlutverk væri á herðum þingsins en neðri deild Bandaríkjaþings, undir stjórn demókrata, hefur hafið nokkrar rannsóknir á Trump.Þá gaf Mueller sterklega í skyn að hann hefði ekki áhuga á því að koma fyrir þingnefndir til þess að ræða skýrsluna, hans hlutverki væri lokið. Lauk hann blaðamannafundi sínum á því að vara Bandaríkjamenn við áhrifum erlendra ríkja á bandarísk stjórnmál.„Ég ætla að ljúka þessu með því að endurtaka að kjarninn í þeim ákærum sem við gáfum út er sá að það voru gerðar fjölmargar og kerfisbundnar tilraunir til þess að hafa áhrif á kosningarnar okkar. Það er eitthvað sem verðskuldar athygli allra Bandaríkjamanna.“ Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller boðar yfirlýsingu um Rússarannsóknina Yfirlýsingin verður sú fyrsta frá því að Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi í maí árið 2017. 29. maí 2019 14:00 Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22 Óttast fordæmið sem Trump er að setja með baráttu gegn þinginu Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins kalla hærra eftir því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefji rannsókn sem gæti endað með því að Donald Trump, forseti, verði ákærður fyrir embættisbrot. 22. maí 2019 13:07 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti opinberlega eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt.Á blaðamannafundinum sagði Mueller að embætti hans hafi verið bundið af áliti eða stefnu dómsmálaráðuneytisins um að ekki væri hægt að sækja sitjandi forseta til saka vegna glæps sem hann kunni að hafa framið. Því hafi það ekki komið til greina að gefa út ákæru á hendur Trump.„Það væri ósanngjarnt að saka einhvern um mögulegan glæp þegar ekki er hægt að leysa úr málinu fyrir dómsal,“ sagði Mueller á fundinum.Ef hægt væri að segja með vissu að forsetinn hefði ekki framið glæp hefði það komið fram í skýrslunni Mjög hefur verið deilt um niðurstöður skýrslu Muellers og er túlkun demókrata og repúblikana á skýrslunni mjög ólík. Trump og stuðningsmenn hafa haldið því fram að skýrslan hreinsi hann af öllum ásökunum en demókratar telja hins vegar að skýrslan gefi til kynna að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar.Um þetta sagði Mueller:„Ef við hefðum trú á því að forsetinn hafi augljóslega ekki framið glæp, hefðum við sagt það berum orðum.“ Um hvort Trump eða aðilar tengdir honum hafi framið glæpi í kosningabaráttunni segir í skýrslunni að ekki hafi tekist að sýna fram á það að meðlimir forsetaframboðs Trump hafi verið í eða átt í samstarfi við rússnesku ríkisstjórnina.WATCH: Complete statement from Special Counsel Robert Mueller pic.twitter.com/y3QejiqmcT — CSPAN (@cspan) May 29, 2019 Benti Muller á að stjórnarskrá Bandaríkjanna mælti fyrir um það að dómskerfi Bandaríkjanna væri ekki leiðin til þess að láta þá sem sitja í embætti bera ábyrgð í tengslum við afglöp eða glæpi í starfi, það hlutverk væri á herðum þingsins en neðri deild Bandaríkjaþings, undir stjórn demókrata, hefur hafið nokkrar rannsóknir á Trump.Þá gaf Mueller sterklega í skyn að hann hefði ekki áhuga á því að koma fyrir þingnefndir til þess að ræða skýrsluna, hans hlutverki væri lokið. Lauk hann blaðamannafundi sínum á því að vara Bandaríkjamenn við áhrifum erlendra ríkja á bandarísk stjórnmál.„Ég ætla að ljúka þessu með því að endurtaka að kjarninn í þeim ákærum sem við gáfum út er sá að það voru gerðar fjölmargar og kerfisbundnar tilraunir til þess að hafa áhrif á kosningarnar okkar. Það er eitthvað sem verðskuldar athygli allra Bandaríkjamanna.“
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller boðar yfirlýsingu um Rússarannsóknina Yfirlýsingin verður sú fyrsta frá því að Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi í maí árið 2017. 29. maí 2019 14:00 Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22 Óttast fordæmið sem Trump er að setja með baráttu gegn þinginu Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins kalla hærra eftir því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefji rannsókn sem gæti endað með því að Donald Trump, forseti, verði ákærður fyrir embættisbrot. 22. maí 2019 13:07 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Mueller boðar yfirlýsingu um Rússarannsóknina Yfirlýsingin verður sú fyrsta frá því að Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi í maí árið 2017. 29. maí 2019 14:00
Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22
Óttast fordæmið sem Trump er að setja með baráttu gegn þinginu Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins kalla hærra eftir því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefji rannsókn sem gæti endað með því að Donald Trump, forseti, verði ákærður fyrir embættisbrot. 22. maí 2019 13:07