Þessi magnaði 22 ára maður flutti lagið A Good Day og um leið og hann hóf flutninginn missti salurinn hreinlega andlitið. Ótrúlega hæfileikaríkur tónlistarmaður sem kom öllum á óvart.
Dómararnir fjórir voru í raun í sjokki sem endaði með því að Gabrielle Union ýtti á gullhnappinn fræga sem sendir hann beint í undanúrslita og mun hann þar koma fram í beinni útsendingu.
Simon Cowell var yfirsig hrifinn og sagði: „Þetta var algjörlega ótrúlegt. Ég mun muna eftir þessu alla ævi.“
Hér að neðan má sjá þessa mögnuðu áheyrnarprufu.