Fundu konuna ískalda í hnipri í kuldanum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. febrúar 2019 12:15 Hér sjást þeir Finnur Smári Torfason og Stephan Mamtler, björgunarmennirnir sem fundu konuna. Mynd/friðrik jónas Aðstæður til leitar að konu á sextugsaldri í Skaftafelli í gær voru erfiðar að sögn björgunarsveitarmanna sem tóku þátt í leitinni. Konan fannst skömmu eftir miðnætti og var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Konan sem týndist í gær er frá Japan en hefur verið búsett í Evrópu í á annan áratug. Hún hefur verið á ferðalagi með fjölskyldu sinni á Íslandi síðustu daga. Upp úr miðjum degi varð hún viðskila við samferðafólk sitt. Á sjöunda tímanum voru björgunarsveitir á Suðausturlandi boðaðar út til leitar auk lögreglu og áhafnar á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Í heildina tóku á þriðja hundrað björgunarsveitarmenn úr Reykjavík í vestri og Vopnafirði í austri þátt í leitinni.Leitarsvæðið var stórt og á þriðja hundrað björgunarsveitarmanna tóku þátt í leitinni.LoftmyndirAðstæður leiðinlegar og erfiðar Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar á Suðausturlandi, stýrði aðgerðum á vettvangi í gær en hann segir að leiðindaveður hafi verið á leitarsvæðinu. „Þegar líða tók á kvöldið þá fór að hvessa og það var sennilega hátt í 20, 25 metra vindur upp á heiði þar sem konan finnst,“ segir Friðrik. „Þannig að aðstæður voru mjög leiðinlegar og erfiðar.“ Í verstu hviðunum þurftu björgunarsveitarmenn að beygja sig undan vindi en auk þess segir Friðrik að snjór í kjarrlendinu í Skaftafelli hafi gert erfitt fyrir.TF-Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í leitinni. Hér er hún við Skaftafell í gærkvöldi.LandsbjörgVar búin að sjá þyrluna á sveimi Friðrik segir að konan hafi verið afskaplega fegin að sjá björgunarmenn sem gengu fram á hana eftir miðnætti í nótt, ekki fjarri staðnum þar sem hún varð viðskila við fjölskyldu sína. Hún hafði villst af slóða á svæðinu. „Hún var mjög fegin að sjá fólk. Hún var búin að sjá þyrluna yfir sér nokkrum sinnum en þeir sáu ekki til hennar. Hún hafði ekki orðið vör við leitarmenn en það eru þarna tveir leitarmenn sem sjá þennan troðning og fara hann og finna hana þar, búna að hnipra sig niður og orðin verulega köld.“ Friðrik segir að konan hafi þó verið ágætlega búna til útivistar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var fengin til þess að flytja konuna undir læknishendur á Höfn í Hornafirði. „Það var mat læknis um borð að hún skyldi fara inn á Landspítalann til eftirfylgni þar í nótt og þá aðallega út af ofkælingu.“ Björgunarsveitir Skaftárhreppur Tengdar fréttir Leitað verður eins lengi að konunni og aðstæður leyfa Mannskapur streymir enn á svæðið. 7. febrúar 2019 22:23 Þyrlan, hundar og drónar leita að konunni Auka mannskapur kallaður út vegna leitarinnar í Skaftafelli. 7. febrúar 2019 21:09 Leit að konu í Skaftafelli: Var á ferð með fjölskyldu sinni Konan er á sextugsaldri en hún varð viðskila við fjölskyldu sína um miðjan dag. 7. febrúar 2019 23:49 Konan sem leitað var að fundin heil á húfi Á þriðja hundrað manns tók þátt í leitinni. 8. febrúar 2019 00:40 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Aðstæður til leitar að konu á sextugsaldri í Skaftafelli í gær voru erfiðar að sögn björgunarsveitarmanna sem tóku þátt í leitinni. Konan fannst skömmu eftir miðnætti og var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Konan sem týndist í gær er frá Japan en hefur verið búsett í Evrópu í á annan áratug. Hún hefur verið á ferðalagi með fjölskyldu sinni á Íslandi síðustu daga. Upp úr miðjum degi varð hún viðskila við samferðafólk sitt. Á sjöunda tímanum voru björgunarsveitir á Suðausturlandi boðaðar út til leitar auk lögreglu og áhafnar á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Í heildina tóku á þriðja hundrað björgunarsveitarmenn úr Reykjavík í vestri og Vopnafirði í austri þátt í leitinni.Leitarsvæðið var stórt og á þriðja hundrað björgunarsveitarmanna tóku þátt í leitinni.LoftmyndirAðstæður leiðinlegar og erfiðar Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar á Suðausturlandi, stýrði aðgerðum á vettvangi í gær en hann segir að leiðindaveður hafi verið á leitarsvæðinu. „Þegar líða tók á kvöldið þá fór að hvessa og það var sennilega hátt í 20, 25 metra vindur upp á heiði þar sem konan finnst,“ segir Friðrik. „Þannig að aðstæður voru mjög leiðinlegar og erfiðar.“ Í verstu hviðunum þurftu björgunarsveitarmenn að beygja sig undan vindi en auk þess segir Friðrik að snjór í kjarrlendinu í Skaftafelli hafi gert erfitt fyrir.TF-Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í leitinni. Hér er hún við Skaftafell í gærkvöldi.LandsbjörgVar búin að sjá þyrluna á sveimi Friðrik segir að konan hafi verið afskaplega fegin að sjá björgunarmenn sem gengu fram á hana eftir miðnætti í nótt, ekki fjarri staðnum þar sem hún varð viðskila við fjölskyldu sína. Hún hafði villst af slóða á svæðinu. „Hún var mjög fegin að sjá fólk. Hún var búin að sjá þyrluna yfir sér nokkrum sinnum en þeir sáu ekki til hennar. Hún hafði ekki orðið vör við leitarmenn en það eru þarna tveir leitarmenn sem sjá þennan troðning og fara hann og finna hana þar, búna að hnipra sig niður og orðin verulega köld.“ Friðrik segir að konan hafi þó verið ágætlega búna til útivistar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var fengin til þess að flytja konuna undir læknishendur á Höfn í Hornafirði. „Það var mat læknis um borð að hún skyldi fara inn á Landspítalann til eftirfylgni þar í nótt og þá aðallega út af ofkælingu.“
Björgunarsveitir Skaftárhreppur Tengdar fréttir Leitað verður eins lengi að konunni og aðstæður leyfa Mannskapur streymir enn á svæðið. 7. febrúar 2019 22:23 Þyrlan, hundar og drónar leita að konunni Auka mannskapur kallaður út vegna leitarinnar í Skaftafelli. 7. febrúar 2019 21:09 Leit að konu í Skaftafelli: Var á ferð með fjölskyldu sinni Konan er á sextugsaldri en hún varð viðskila við fjölskyldu sína um miðjan dag. 7. febrúar 2019 23:49 Konan sem leitað var að fundin heil á húfi Á þriðja hundrað manns tók þátt í leitinni. 8. febrúar 2019 00:40 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Leitað verður eins lengi að konunni og aðstæður leyfa Mannskapur streymir enn á svæðið. 7. febrúar 2019 22:23
Þyrlan, hundar og drónar leita að konunni Auka mannskapur kallaður út vegna leitarinnar í Skaftafelli. 7. febrúar 2019 21:09
Leit að konu í Skaftafelli: Var á ferð með fjölskyldu sinni Konan er á sextugsaldri en hún varð viðskila við fjölskyldu sína um miðjan dag. 7. febrúar 2019 23:49
Konan sem leitað var að fundin heil á húfi Á þriðja hundrað manns tók þátt í leitinni. 8. febrúar 2019 00:40