Líklegt að lambahryggir gangi til þurrðar í sumarbyrjun Sveinn Arnarsson skrifar 8. febrúar 2019 07:30 Auðvelt hefur verið að koma lambahryggjum í verð og voru fyrirtæki líklega of fljót á sér við útflutning. Talið er líklegt að lambahryggir klárist strax í byrjun sumars hér á landi og verði ekki fáanlegir aftur fyrr en í næstu sláturtíð í haust. Auðvelt hefur verið að koma lambahryggjum í verð. Formaður félags sláturleyfishafa telur fyrirtæki hafa kannski verið heldur fljót á sér að flytja kjöt út í lok síðasta árs. Um 10.500 tonn af lambakjöti voru framleidd í síðustu sláturtíð. Strax voru flutt út um 1.300 tonn á erlenda markaði á síðasta fjórðungi síðasta árs.Ágúst Torfi Hauksson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa.„Það er nokkuð augljóst að í lok síðustu sláturtíðar var nóg til af hryggjum fyrir innlendan markað. Menn hafa kannski verið full brattir í að losa birgðir, og menn fengu allt í lagi verð fyrir það sem þeir fluttu út,“ segir Ágúst Torfi Hauksson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa. „Það getur vel verið að haldi svo fram sem horfir verði ekki mikið til af lambahryggjum í sumar. Það liggur alveg fyrir. Ég mun ekki geta skaffað hryggi í því magni sem ég gat í fyrrasumar,“ segir Ágúst Torfi Hauksson „Ég ætla ekkert að mótmæla því að það verði lítið til af hryggjum í sumar.“ Samkvæmt samtölum Fréttablaðsins við aðila sem þekkja vel til sauðfjárframleiðslu telja þeir líklegast að ef fram heldur sem horfir að lambahryggir verði að öllum líkindum búnir í landinu í júní. Sauðfjárframleiðsla hér á landi er ríkisstyrkt. Telur Ágúst Torfi þá réttlætanlegt að flytja út ríkisstyrkta lambahryggi ef ekki verður síðan nóg til af hryggjum fyrir innlendan markað, það fólk sem niðurgreiðir framleiðsluna? „Nei. Ég hygg að vandamálið sé meðal annars það að samvinna sláturleyfishafa varðandi slátrun og ráðstöfun kjöts í framhaldi af slátrun hefur ekki verið heimiluð. Þannig að það er engin samvinna milli aðila um hversu mikið er flutt út og hvað er flutt út. Hún er ekki leyfð. Það veldur því að hvert fyrirtæki tekur ákvörðun sjálft. Þá getur það gerst að það sé flutt út of mikið of snemma.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Talið er líklegt að lambahryggir klárist strax í byrjun sumars hér á landi og verði ekki fáanlegir aftur fyrr en í næstu sláturtíð í haust. Auðvelt hefur verið að koma lambahryggjum í verð. Formaður félags sláturleyfishafa telur fyrirtæki hafa kannski verið heldur fljót á sér að flytja kjöt út í lok síðasta árs. Um 10.500 tonn af lambakjöti voru framleidd í síðustu sláturtíð. Strax voru flutt út um 1.300 tonn á erlenda markaði á síðasta fjórðungi síðasta árs.Ágúst Torfi Hauksson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa.„Það er nokkuð augljóst að í lok síðustu sláturtíðar var nóg til af hryggjum fyrir innlendan markað. Menn hafa kannski verið full brattir í að losa birgðir, og menn fengu allt í lagi verð fyrir það sem þeir fluttu út,“ segir Ágúst Torfi Hauksson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa. „Það getur vel verið að haldi svo fram sem horfir verði ekki mikið til af lambahryggjum í sumar. Það liggur alveg fyrir. Ég mun ekki geta skaffað hryggi í því magni sem ég gat í fyrrasumar,“ segir Ágúst Torfi Hauksson „Ég ætla ekkert að mótmæla því að það verði lítið til af hryggjum í sumar.“ Samkvæmt samtölum Fréttablaðsins við aðila sem þekkja vel til sauðfjárframleiðslu telja þeir líklegast að ef fram heldur sem horfir að lambahryggir verði að öllum líkindum búnir í landinu í júní. Sauðfjárframleiðsla hér á landi er ríkisstyrkt. Telur Ágúst Torfi þá réttlætanlegt að flytja út ríkisstyrkta lambahryggi ef ekki verður síðan nóg til af hryggjum fyrir innlendan markað, það fólk sem niðurgreiðir framleiðsluna? „Nei. Ég hygg að vandamálið sé meðal annars það að samvinna sláturleyfishafa varðandi slátrun og ráðstöfun kjöts í framhaldi af slátrun hefur ekki verið heimiluð. Þannig að það er engin samvinna milli aðila um hversu mikið er flutt út og hvað er flutt út. Hún er ekki leyfð. Það veldur því að hvert fyrirtæki tekur ákvörðun sjálft. Þá getur það gerst að það sé flutt út of mikið of snemma.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira