Hjálpaði afa sínum að skrifa barnabók: „Í framtíðinni langar mig að verða rithöfundur“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. apríl 2019 19:30 Ronja Björk. Við ættum öll að hugsa meira um náttúruna að sögn tólf ára rithöfundar sem nýlega hjálpaði afa sínum að skrifa barnabók, sem hefur einmitt þann boðskap. Hún segist hvergi nærri vera hætt að skrifa og stefnir jafnvel á að skrifa hrollvekjur í framtíðinni. Hugmyndin að bókinni Nýr heimur, Ævintýri Esju í borginni, varð til á nokkrum kvöldsögustundum hjá þeim Ronju Björk og afa hennar Sverri Björnssyni. Sagan fjallar um unga stúlku sem býr með fjallafólkinu uppi á Bláfjalli. Þar er stranglega bannað að fara niður í borgina og refsingin við því er útlegð. Eftir óvænta atburði lendir Esja niðri í borginni þar sem hún þarf að takast á við nýtt líf, fordóma og einelti. „Þar hittir hún strák sem heitir Máni og þau tvö verða bestu vinir. Svo opnar pabbi hans Mána rennibrautagarð og þá varð stórt umhverfisslys í fjallinu,“ segir Ronja Björk. Hún bætir við að saman takist þau Esja og Máni á við þá miklu umhverfisvá sem ógnar öllu lífi á Bláfjalli. Boðskapurinn sé skýr. „Við ættum að hugsa meira um náttúruna,“ segir Ronja Björk en henni er annt um þetta málefni. Hún hefur tekið þátt í loftlagsverkfalli nemenda að undanförnu, ásamt tugþúsundum ungmenna víða um heim. Sverrir segir að aðalsögupersónan, Esja, sé byggð á persónuleika Ronju. „Þetta samstarf var mjög þægilegt, verandi með sögupersónuna með sér að skrifa,“ segir Sverrir. „Í framtíðinni langar mig að verða rithöfundur. Mér þykir frekar gaman að skrifa hrollvekjur því þegar ég var yngri þá horfðum við pabbi alltaf á Lord of the rings eða þannig myndir þannig ég er eiginlega vanari því,“ segir Ronja Björk. Bókmenntir Krakkar Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Við ættum öll að hugsa meira um náttúruna að sögn tólf ára rithöfundar sem nýlega hjálpaði afa sínum að skrifa barnabók, sem hefur einmitt þann boðskap. Hún segist hvergi nærri vera hætt að skrifa og stefnir jafnvel á að skrifa hrollvekjur í framtíðinni. Hugmyndin að bókinni Nýr heimur, Ævintýri Esju í borginni, varð til á nokkrum kvöldsögustundum hjá þeim Ronju Björk og afa hennar Sverri Björnssyni. Sagan fjallar um unga stúlku sem býr með fjallafólkinu uppi á Bláfjalli. Þar er stranglega bannað að fara niður í borgina og refsingin við því er útlegð. Eftir óvænta atburði lendir Esja niðri í borginni þar sem hún þarf að takast á við nýtt líf, fordóma og einelti. „Þar hittir hún strák sem heitir Máni og þau tvö verða bestu vinir. Svo opnar pabbi hans Mána rennibrautagarð og þá varð stórt umhverfisslys í fjallinu,“ segir Ronja Björk. Hún bætir við að saman takist þau Esja og Máni á við þá miklu umhverfisvá sem ógnar öllu lífi á Bláfjalli. Boðskapurinn sé skýr. „Við ættum að hugsa meira um náttúruna,“ segir Ronja Björk en henni er annt um þetta málefni. Hún hefur tekið þátt í loftlagsverkfalli nemenda að undanförnu, ásamt tugþúsundum ungmenna víða um heim. Sverrir segir að aðalsögupersónan, Esja, sé byggð á persónuleika Ronju. „Þetta samstarf var mjög þægilegt, verandi með sögupersónuna með sér að skrifa,“ segir Sverrir. „Í framtíðinni langar mig að verða rithöfundur. Mér þykir frekar gaman að skrifa hrollvekjur því þegar ég var yngri þá horfðum við pabbi alltaf á Lord of the rings eða þannig myndir þannig ég er eiginlega vanari því,“ segir Ronja Björk.
Bókmenntir Krakkar Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira