Spennan á toppi Allsvenskan í ár er mjög mikil enda geta ennþá fjögur félög unnið titilinn.
Þetta er því mjög mikilvægt kvöld fyrir íslensku landsliðsmennina Arnór Ingva Traustason og Kolbein Sigþórsson. Lið þeirra mætast þá í næstsíðustu umferð sænsku deildarinnar en þau eru bæði með 59 stig og eru aðeins þremur stigum frá toppsætinu.
Meistaravonir beggja liða gætu dáið með tapi því Djurgården spilar á sama tíma og getur komist upp í 65 stig með sigri á Örebro. Jafntefli eða tap hjá Malmö eða AIK myndi þá þýða að það lið ætti engan möguleika í lokaumferðinni.
Oscar Lewicki redo för toppmatch!
"Det är en final, så är det bara"https://t.co/TdVLFmewqJ
— Malmö FF (@Malmo_FF) October 27, 2019
Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö eru á heimavelli og þurfa nauðsynlega að bæta fyrir tap á móti Hammarby í síðasta leik. Kolbeinn Sigþórsson og félagar í AIK hafa aftur á móti unnið tvo síðustu leiki sína.
Malmö er reyndar með mun betri markatölu en AIK og er því í betri málum með sigri. Liðin mættust í júní og gerðu þá markalaust jafntefli. Arnór Ingvi spilaði þá allan leikinn en Kolbeinn kom inná sem varamaður.
Hammarby er við hlið Djurgården á toppnum með 62 stig en Hammarby vann sinn leik í umferðinni um helgina.
Það er ekki að auðvelda Malmö lífið að liðið er á fullu í Evrópudeildinni þar sem liðið vann svissneska liðið vann Lugano á fimmtudaginn var.
Lokaumferð sænsku deildarinnar fer síðan fram á laugardaginn kemur. Þar mætir Malmö liði Örebro á heimavelli en AIK fær GIF Sundsvall í heimsókn. Örebro er í 9. sæti en Sundsvall er í næstneðsta sæti.