Landsliðshlutabréfin hækkuðu hjá þessum sex um helgina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. október 2019 11:30 Kári Kristján átti eftirminnilega endurkomu í landsliðið um helgina. vísir/getty Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætti því sænska í tveimur vináttulandsleikjum í Svíþjóð um helgina.Ísland vann fyrri leikinn í Kristianstad, 26-27, en tapaði þeim seinni í Karlskrona, 35-31. Sterka leikmenn á borð við Guðjón Val Sigurðsson, Arnór Þór Gunnarsson og Arnar Frey Arnarsson vantaði í íslenska liðið í leikjunum tveimur og því fengu aðrir tækifæri til að láta ljós sitt skína. Framundan er Evrópumótið í Austurríki, Noregi og Svíþjóð og nokkrir leikmenn bönkuðu fastar en aðrir á landsliðsdyrnar um helgina og juku möguleika sína á að komast í EM-hópinn. Landsliðshlutabréf eftirtalinna sex leikmanna hækkuðu eftir leikina gegn Svíþjóð:Kári Kristján Kristjánsson Lék sína fyrstu landsleiki í tæp tvö ár. Guðmundur óskaði eftir meiri sóknarþunga á línunni og Kári kom með hann. Eyjamaðurinn skoraði samtals sjö mörk í leikjunum tveimur og var sérstaklega öflugur í þeim fyrri. Miðað við frammistöðuna gegn Svíum er líklegt að Kári fari með á EM.Haukur Þrastarson Selfyssingurinn var frábær í leikjunum tveimur og nýtti sitt tækifæri vel. Stýrði spilinu af öryggi og var ógnandi. Skoraði sex mörk úr sjö skotum. Hlýtur að vera í EM-hópnum.Sveinn Jóhannsson Spilaði nánast allan tímann í miðri vörninni í báðum leikjunum. Var frábær í fyrri leiknum en átti í erfiðleikum í þeim seinni. Jók samt möguleika sína á að fara með á EM með frammistöðunni um helgina.Viggó Kristjánsson Lék sína fyrstu landsleiki um helgina en spilaði ekki eins og nýliði. Klikkaði á fyrsta skotinu sínu í fyrri leiknum og fékk brottvísun en lék vel eftir það. Afar vel spilandi og skynsamur leikmaður sem getur spilað vörn. Gæti komist í EM-hópinn, sérstaklega ef Ómar Ingi Magnússon verður lengur frá.Gísli Þorgeir Kristjánsson Lék ekkert í fyrri leiknum en átti frábæra innkomu í þann seinni. Er farinn að geta skotið á markið og nýtti fyrstu þrjú skotin sín. Gaf nokkuð eftir í seinni hálfleik í seinni leiknum enda kannski ekki í mikilli leikæfingu.Viktor Gísli Hallgrímsson Var fínn í fyrri hálfleik í fyrri leiknum. Varði vel í fyrri hálfleiknum og kom svo inn á undir lokin og varði síðustu tvö skot Svía. Var í fullt af skotum en vantaði stundum herslumuninn. Náði sér ekki á strik í seinni leiknum enda fékk hann oft erfið skot á sig úr góðum færum. Guðmundur getur heilt yfir verið ánægður með leikina tvo og ekki er hægt að segja að neinn leikmaður hafi beint spilað sig út úr landsliðsmyndinni. Aron Pálmarsson, Ólafur Guðmundsson, Bjarki Már Elísson, Elvar Örn Jónsson, Ýmir Örn Gíslason og Sigvaldi Guðjónsson verða alltaf í EM-hópnum og Teitur Örn Einarsson og Ágúst Elí Björgvinsson fara að öllum líkindum með til Malmö þar sem riðill Íslands á EM verður leikinn. Íslendingar eru í riðli með heimsmeisturum Dana, Rússum og Ungverjum. Fyrsti leikur Íslands á EM er gegn Danmörku 11. janúar. EM 2020 í handbolta Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 26-27 | Frábær sigur á Svíum Þrátt fyrir erfiða byrjun vann Ísland frábæran sigur á Svíþjóð í vináttulandsleik í kvöld. 25. október 2019 18:45 Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 35-31 | Engin vörn í tapi fyrir Svíum Svíþjóð vann fjögurra marka sigur á Íslandi, 35-31, í seinni vináttulandsleik liðanna. 27. október 2019 16:45 Guðmundur: Vörnin alveg stórkostleg Landsliðsþjálfarinn var hæstánægður eftir sigurinn á Svíum. 25. október 2019 19:13 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætti því sænska í tveimur vináttulandsleikjum í Svíþjóð um helgina.Ísland vann fyrri leikinn í Kristianstad, 26-27, en tapaði þeim seinni í Karlskrona, 35-31. Sterka leikmenn á borð við Guðjón Val Sigurðsson, Arnór Þór Gunnarsson og Arnar Frey Arnarsson vantaði í íslenska liðið í leikjunum tveimur og því fengu aðrir tækifæri til að láta ljós sitt skína. Framundan er Evrópumótið í Austurríki, Noregi og Svíþjóð og nokkrir leikmenn bönkuðu fastar en aðrir á landsliðsdyrnar um helgina og juku möguleika sína á að komast í EM-hópinn. Landsliðshlutabréf eftirtalinna sex leikmanna hækkuðu eftir leikina gegn Svíþjóð:Kári Kristján Kristjánsson Lék sína fyrstu landsleiki í tæp tvö ár. Guðmundur óskaði eftir meiri sóknarþunga á línunni og Kári kom með hann. Eyjamaðurinn skoraði samtals sjö mörk í leikjunum tveimur og var sérstaklega öflugur í þeim fyrri. Miðað við frammistöðuna gegn Svíum er líklegt að Kári fari með á EM.Haukur Þrastarson Selfyssingurinn var frábær í leikjunum tveimur og nýtti sitt tækifæri vel. Stýrði spilinu af öryggi og var ógnandi. Skoraði sex mörk úr sjö skotum. Hlýtur að vera í EM-hópnum.Sveinn Jóhannsson Spilaði nánast allan tímann í miðri vörninni í báðum leikjunum. Var frábær í fyrri leiknum en átti í erfiðleikum í þeim seinni. Jók samt möguleika sína á að fara með á EM með frammistöðunni um helgina.Viggó Kristjánsson Lék sína fyrstu landsleiki um helgina en spilaði ekki eins og nýliði. Klikkaði á fyrsta skotinu sínu í fyrri leiknum og fékk brottvísun en lék vel eftir það. Afar vel spilandi og skynsamur leikmaður sem getur spilað vörn. Gæti komist í EM-hópinn, sérstaklega ef Ómar Ingi Magnússon verður lengur frá.Gísli Þorgeir Kristjánsson Lék ekkert í fyrri leiknum en átti frábæra innkomu í þann seinni. Er farinn að geta skotið á markið og nýtti fyrstu þrjú skotin sín. Gaf nokkuð eftir í seinni hálfleik í seinni leiknum enda kannski ekki í mikilli leikæfingu.Viktor Gísli Hallgrímsson Var fínn í fyrri hálfleik í fyrri leiknum. Varði vel í fyrri hálfleiknum og kom svo inn á undir lokin og varði síðustu tvö skot Svía. Var í fullt af skotum en vantaði stundum herslumuninn. Náði sér ekki á strik í seinni leiknum enda fékk hann oft erfið skot á sig úr góðum færum. Guðmundur getur heilt yfir verið ánægður með leikina tvo og ekki er hægt að segja að neinn leikmaður hafi beint spilað sig út úr landsliðsmyndinni. Aron Pálmarsson, Ólafur Guðmundsson, Bjarki Már Elísson, Elvar Örn Jónsson, Ýmir Örn Gíslason og Sigvaldi Guðjónsson verða alltaf í EM-hópnum og Teitur Örn Einarsson og Ágúst Elí Björgvinsson fara að öllum líkindum með til Malmö þar sem riðill Íslands á EM verður leikinn. Íslendingar eru í riðli með heimsmeisturum Dana, Rússum og Ungverjum. Fyrsti leikur Íslands á EM er gegn Danmörku 11. janúar.
EM 2020 í handbolta Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 26-27 | Frábær sigur á Svíum Þrátt fyrir erfiða byrjun vann Ísland frábæran sigur á Svíþjóð í vináttulandsleik í kvöld. 25. október 2019 18:45 Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 35-31 | Engin vörn í tapi fyrir Svíum Svíþjóð vann fjögurra marka sigur á Íslandi, 35-31, í seinni vináttulandsleik liðanna. 27. október 2019 16:45 Guðmundur: Vörnin alveg stórkostleg Landsliðsþjálfarinn var hæstánægður eftir sigurinn á Svíum. 25. október 2019 19:13 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 26-27 | Frábær sigur á Svíum Þrátt fyrir erfiða byrjun vann Ísland frábæran sigur á Svíþjóð í vináttulandsleik í kvöld. 25. október 2019 18:45
Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 35-31 | Engin vörn í tapi fyrir Svíum Svíþjóð vann fjögurra marka sigur á Íslandi, 35-31, í seinni vináttulandsleik liðanna. 27. október 2019 16:45
Guðmundur: Vörnin alveg stórkostleg Landsliðsþjálfarinn var hæstánægður eftir sigurinn á Svíum. 25. október 2019 19:13
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti