Búið að opna nær alla hálendisvegi Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júlí 2019 15:55 Gatnamót Sprengisandsleiðar og Dyngjufjallaleiðar eru við Tómasarhaga. Tungnafellsjökull sést fjær. Þar er enn lokað fyrir umferð um veg F910 í átt til Öskju. Stöð 2/Sveinn Arnarsson. Gæsavatnaleið og Dyngjufjallaleið, norðan Vatnajökuls, ásamt Stórasandi, norðan Langjökuls, eru einu hálendisvegirnir sem enn eru sýndir lokaðir á hálendiskorti Vegagerðarinnar. Búið er að opna alla aðra fjallvegi landsins, suma allt að mánuði fyrr en venjulega. Leiðirnar norðan Vatnajökuls voru skoðaðar í síðustu viku, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar, og var staðan þá þannig að ekki þykir ástæða til að skoða þær aftur fyrr en í næstu viku. Leiðir um Stórasand eru hins vegar enn sýndar lokaðar þar sem engar upplýsingar hafa borist um ástand vega þar.Nýjasta hálendiskort Vegagerðarinnar.Leiðirnar þrjár af Sprengisandi til Norðurlands voru með þeim síðustu sem opnaðar voru. Skagafjarðarleið og Bárðardalsleið voru opnaðar 26. júní og Eyjafjarðarleið 27. júní. Leiðin að Snæfellsskála, norðaustan Vatnajökuls, var opnuð 28. júní. Vegirnir í eyðibyggðirnar milli Eyjafjarðar og Skjálfanda eru meðal þeirra sem opnuðust óvenju snemma í ár, fært varð á Flateyjardal þann 19. júní og í Fjörður þann 21. júní. Þær hafa oft ekki opnast fyrr en seint í júlímánuði. Tekið skal fram að flestir hálendisvegir teljast jeppavegir og margir eru aðeins færir öflugum jeppum. Samgöngur Tengdar fréttir Kaldidalur og Kjalvegur færir og stutt í að Sprengisandur opnist Hálendisvegir landsins opnast óvenju snemma í ár, jafnvel allt að mánuði fyrr en venjulega. Búið er að opna Kjalveg og Kaldadalsveg og Sprengisandsleið gæti opnast í næstu viku. 3. júní 2019 22:49 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira
Gæsavatnaleið og Dyngjufjallaleið, norðan Vatnajökuls, ásamt Stórasandi, norðan Langjökuls, eru einu hálendisvegirnir sem enn eru sýndir lokaðir á hálendiskorti Vegagerðarinnar. Búið er að opna alla aðra fjallvegi landsins, suma allt að mánuði fyrr en venjulega. Leiðirnar norðan Vatnajökuls voru skoðaðar í síðustu viku, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar, og var staðan þá þannig að ekki þykir ástæða til að skoða þær aftur fyrr en í næstu viku. Leiðir um Stórasand eru hins vegar enn sýndar lokaðar þar sem engar upplýsingar hafa borist um ástand vega þar.Nýjasta hálendiskort Vegagerðarinnar.Leiðirnar þrjár af Sprengisandi til Norðurlands voru með þeim síðustu sem opnaðar voru. Skagafjarðarleið og Bárðardalsleið voru opnaðar 26. júní og Eyjafjarðarleið 27. júní. Leiðin að Snæfellsskála, norðaustan Vatnajökuls, var opnuð 28. júní. Vegirnir í eyðibyggðirnar milli Eyjafjarðar og Skjálfanda eru meðal þeirra sem opnuðust óvenju snemma í ár, fært varð á Flateyjardal þann 19. júní og í Fjörður þann 21. júní. Þær hafa oft ekki opnast fyrr en seint í júlímánuði. Tekið skal fram að flestir hálendisvegir teljast jeppavegir og margir eru aðeins færir öflugum jeppum.
Samgöngur Tengdar fréttir Kaldidalur og Kjalvegur færir og stutt í að Sprengisandur opnist Hálendisvegir landsins opnast óvenju snemma í ár, jafnvel allt að mánuði fyrr en venjulega. Búið er að opna Kjalveg og Kaldadalsveg og Sprengisandsleið gæti opnast í næstu viku. 3. júní 2019 22:49 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira
Kaldidalur og Kjalvegur færir og stutt í að Sprengisandur opnist Hálendisvegir landsins opnast óvenju snemma í ár, jafnvel allt að mánuði fyrr en venjulega. Búið er að opna Kjalveg og Kaldadalsveg og Sprengisandsleið gæti opnast í næstu viku. 3. júní 2019 22:49