Íslenski boltinn

Toppslagur stelpnanna í beinni í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
FH-konur komast á toppinn með sigri en þær eru í fyrsta sinn í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld.
FH-konur komast á toppinn með sigri en þær eru í fyrsta sinn í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld. Mynd/Instagram/fhingar
FH og Þróttur mætast á Kaplakrikavelli í kvöld en þetta er leikur á milli tveggja efstu liða Inkasso deildar kvenna í fótbolta.

Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

Þróttur er á toppi deildarinnar með 15 stig en FH er í 2. sæti með 13 stig. FH getur tekið toppsætið af Þrótturum með sigri.

FH hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og koma inn í þennan leik á miklu skriði. Þróttur vann sinn síðasta leik en eina tap liðsins kom á móti Aftureldingu í leiknum á undan.

Þróttur hefur unnið báða leiki sína í beinni á Stöð 2 Sport í sumar en þetta er fyrsti leikur FH kvenna í beinni.

Þróttur og FH hafa skorað samtals 40 mörk í sex leikjum sínum í sumar og það má því búast við mörkum í leiknum í kvöld.

Þróttarakonur hafa skorað 22 mörk en FH-konur eru með 18 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×