Ofbeldi innan fjölskyldna oft lífshættulegt konum Heimsljós kynnir 5. júlí 2019 11:00 Grafík: UN Women Í nítján löndum eru konur enn lagalega skyldar til að hlýða eiginmönnum og þrír milljarðar kvenna búa í löndum þar sem nauðgun í hjónabandi er ekki refsiverð. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri árlegri skýrslu UN Women um framgang jafnréttismála en skýrslan í ár er helguð fjölskyldunni í breytilegum heimi. Í skýrslunni segir að þótt réttindabarátta kvenna hafi þokast áfram síðastliðna áratugi eigi kynjamismunun sér enn stað og grundvallarmannréttindabrot séu framin innan veggja heimilisins. Samkvæmt skýrslunni er ofbeldi innan fjölskyldna oft á tíðum lífshættulegt en 137 konur eru myrtar daglega af ásettu ráði af fjölskyldumeðlimi. Í fimmta hverju landi hafa konur ekki jafnan erfðarétt á við karla og þriðja hver gifta kona hefur ekkert ákvörðunarvald yfir eigin heilsu og ákvörðunum tengdum eigin heilsufari í lágtekjulöndum. Í skýrslunnni – Progress of the World´s Women 2019-2020 – benda höfundar á að ábyrgð stjórnvalda sé mikil og nauðsynlegt sé að þau móti stefnu til stuðnings fjölskyldum og konum. Með öðrum hætti sé ekki unnt að tryggja jafnan rétt kvenna í samfélögum. Margbreytileiki fjölskylduformsins er sérstaklega skoðaður í skýrslunni út frá stöðu kvenna í dag í tengslum við miklar efnahagslegar, lýðfræðilegar, pólitískar og félagslegar breytingar. Í skýrslunni er að finna tölulegar staðreyndir um fjölskyldur út frá heimsálfum, landssvæðum og einstökum ríkjum. Fjölskyldulög, réttindi kvenna, atvinnaþátttaka, ólaunuð umsjá barna og heimilisstörf, ofbeldi gegn konum og stúlkum eru meðal efnisatriða í skýrslunni.Í frétt frá UN Women á Íslandi segir að meðalgiftingaraldur hafi hækkað um allan heim, fæðingartíðni lækkað og heilt yfir hafi konur aukið efnahagslegt sjálfstæði. Konur taki aukin þátt á vinnumarkaði, en hjónabönd og móðurhlutverkið dragi fyrst og fremst úr þátttöku kvenna á vinnumarkaði. „Hins vegar vinna konur þrisvar sinnum meiri ólaunuð heimilisstörf, ásamt því að annast börnin og fjölskyldumeðlimi, heldur en karlmenn. Þessi kynjahalli ýtir mest undir slakari þátttöku kvenna á vinnumarkaði en karlmanna. Samkvæmt skýrslunni eru feðraorlofskvótar og bætt dagvistunarkerfi taldir helst líklegir til að draga úr þeim kynjahalla og ýta undir aukna atvinnuþátttöku kvenna. Með því að búa okkur fjölskylduvænt samfélag sköpum við umhverfi þar sem einstaklingurinn þrífst og dafnar, en stuðlum einnig að hagsæld og friði,“ segir í fréttinni. Skýrsluhöfundar ráðleggja eftirfarandi:Bæta og endurmóta fjölskyldulög sem tryggja konum val um hvort, hvenær og hverjum þær giftast og tryggja konum jafnt aðgengi að fjölskylduauði.Viðurkenna og samþykkja fjölbreytt fjölskylduform, sem og hinsegin sambönd og hjónabönd.Fjárfesta í opinberri þjónustu, sérstaklega meðgöngu- og fæðingarþjónustu.Þrýsta á myndun kerfa sem tryggja félagslega vernd, líkt og fæðingarorlof, barnavernd og þjónustu við aldraða.Tryggja öryggi kvenna með því að setja í framkvæmd lög um útrýmingu ofbeldis gegn konum og stúlkum og tryggja þolendum ofbeldis réttláta meðferð fyrir lögum og viðunandi stuðning og þjónustu.Fjárfesta í kynjuðum tölum og gögnum um fjölskyldur og heimilishald sem munu auðvelda stjórnvöldum að móta opinbera stefnu sem styður við fjölskyldur og þannig við kynjajafnrétti.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent
Í nítján löndum eru konur enn lagalega skyldar til að hlýða eiginmönnum og þrír milljarðar kvenna búa í löndum þar sem nauðgun í hjónabandi er ekki refsiverð. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri árlegri skýrslu UN Women um framgang jafnréttismála en skýrslan í ár er helguð fjölskyldunni í breytilegum heimi. Í skýrslunni segir að þótt réttindabarátta kvenna hafi þokast áfram síðastliðna áratugi eigi kynjamismunun sér enn stað og grundvallarmannréttindabrot séu framin innan veggja heimilisins. Samkvæmt skýrslunni er ofbeldi innan fjölskyldna oft á tíðum lífshættulegt en 137 konur eru myrtar daglega af ásettu ráði af fjölskyldumeðlimi. Í fimmta hverju landi hafa konur ekki jafnan erfðarétt á við karla og þriðja hver gifta kona hefur ekkert ákvörðunarvald yfir eigin heilsu og ákvörðunum tengdum eigin heilsufari í lágtekjulöndum. Í skýrslunnni – Progress of the World´s Women 2019-2020 – benda höfundar á að ábyrgð stjórnvalda sé mikil og nauðsynlegt sé að þau móti stefnu til stuðnings fjölskyldum og konum. Með öðrum hætti sé ekki unnt að tryggja jafnan rétt kvenna í samfélögum. Margbreytileiki fjölskylduformsins er sérstaklega skoðaður í skýrslunni út frá stöðu kvenna í dag í tengslum við miklar efnahagslegar, lýðfræðilegar, pólitískar og félagslegar breytingar. Í skýrslunni er að finna tölulegar staðreyndir um fjölskyldur út frá heimsálfum, landssvæðum og einstökum ríkjum. Fjölskyldulög, réttindi kvenna, atvinnaþátttaka, ólaunuð umsjá barna og heimilisstörf, ofbeldi gegn konum og stúlkum eru meðal efnisatriða í skýrslunni.Í frétt frá UN Women á Íslandi segir að meðalgiftingaraldur hafi hækkað um allan heim, fæðingartíðni lækkað og heilt yfir hafi konur aukið efnahagslegt sjálfstæði. Konur taki aukin þátt á vinnumarkaði, en hjónabönd og móðurhlutverkið dragi fyrst og fremst úr þátttöku kvenna á vinnumarkaði. „Hins vegar vinna konur þrisvar sinnum meiri ólaunuð heimilisstörf, ásamt því að annast börnin og fjölskyldumeðlimi, heldur en karlmenn. Þessi kynjahalli ýtir mest undir slakari þátttöku kvenna á vinnumarkaði en karlmanna. Samkvæmt skýrslunni eru feðraorlofskvótar og bætt dagvistunarkerfi taldir helst líklegir til að draga úr þeim kynjahalla og ýta undir aukna atvinnuþátttöku kvenna. Með því að búa okkur fjölskylduvænt samfélag sköpum við umhverfi þar sem einstaklingurinn þrífst og dafnar, en stuðlum einnig að hagsæld og friði,“ segir í fréttinni. Skýrsluhöfundar ráðleggja eftirfarandi:Bæta og endurmóta fjölskyldulög sem tryggja konum val um hvort, hvenær og hverjum þær giftast og tryggja konum jafnt aðgengi að fjölskylduauði.Viðurkenna og samþykkja fjölbreytt fjölskylduform, sem og hinsegin sambönd og hjónabönd.Fjárfesta í opinberri þjónustu, sérstaklega meðgöngu- og fæðingarþjónustu.Þrýsta á myndun kerfa sem tryggja félagslega vernd, líkt og fæðingarorlof, barnavernd og þjónustu við aldraða.Tryggja öryggi kvenna með því að setja í framkvæmd lög um útrýmingu ofbeldis gegn konum og stúlkum og tryggja þolendum ofbeldis réttláta meðferð fyrir lögum og viðunandi stuðning og þjónustu.Fjárfesta í kynjuðum tölum og gögnum um fjölskyldur og heimilishald sem munu auðvelda stjórnvöldum að móta opinbera stefnu sem styður við fjölskyldur og þannig við kynjajafnrétti.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent