Eðlilegt að kosið verði um Elliðaárdalinn Ari Brynjólfsson skrifar 5. júlí 2019 07:15 Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, er ekki sáttur við uppbygginguna á svæðinu. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Meirihluti borgarráðs Reykjavíkur samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sínum í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir. Er það afstaða meirihlutans að svæðið sem um ræðir sé ekki hluti af Elliðaárdalnum og flokkist ekki sem grænt svæði. Í bréfi Umhverfisstofnunar til skipulags- og samgönguráðs segir stofnunin að byggingarnar muni yfirtaka stóran hluta af útivistarsvæði sem nú er fyrir almenning og þrengja að vatnasviðinu, sem fyrr segir, og þrengja að aðkomu almennings að svæðinu. „Við gáfum þeim tækifæri til að fresta þessu og fara betur yfir málið. Það kom í ljós að þau eru ekki einu sinni búin að svara bréfi Umhverfisstofnunar frá því í mars,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Það að klára málið án þess að svara þessu bréfi eða funda með stofnuninni er ótrúlegt. Sérstaklega þegar Vinstri grænir segjast vera grænir og Píratar segjast vera vænir, það er ekki trúverðugt.“ Eyþór segir að boltinn sé nú hjá íbúum. „Þeir hafa verið duglegir við að láta í sér heyra. Þeir hafa sumir verið að tala um íbúakosningu, mér finnst eðlilegt að það sé kosið um svona mál eins og gert hefur verið með skipulagsmál í öðrum sveitarfélögum.“ Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, segir að málið beri það með sér að hafa verið keyrt í gegn án þess að taka tillit til athugasemda. „Við munum byrja á að kæra þetta til Skipulagsstofnunar. Svo er það bara íbúakosning, það er ekkert annað í boði.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Meirihluti borgarráðs Reykjavíkur samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sínum í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir. Er það afstaða meirihlutans að svæðið sem um ræðir sé ekki hluti af Elliðaárdalnum og flokkist ekki sem grænt svæði. Í bréfi Umhverfisstofnunar til skipulags- og samgönguráðs segir stofnunin að byggingarnar muni yfirtaka stóran hluta af útivistarsvæði sem nú er fyrir almenning og þrengja að vatnasviðinu, sem fyrr segir, og þrengja að aðkomu almennings að svæðinu. „Við gáfum þeim tækifæri til að fresta þessu og fara betur yfir málið. Það kom í ljós að þau eru ekki einu sinni búin að svara bréfi Umhverfisstofnunar frá því í mars,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Það að klára málið án þess að svara þessu bréfi eða funda með stofnuninni er ótrúlegt. Sérstaklega þegar Vinstri grænir segjast vera grænir og Píratar segjast vera vænir, það er ekki trúverðugt.“ Eyþór segir að boltinn sé nú hjá íbúum. „Þeir hafa verið duglegir við að láta í sér heyra. Þeir hafa sumir verið að tala um íbúakosningu, mér finnst eðlilegt að það sé kosið um svona mál eins og gert hefur verið með skipulagsmál í öðrum sveitarfélögum.“ Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, segir að málið beri það með sér að hafa verið keyrt í gegn án þess að taka tillit til athugasemda. „Við munum byrja á að kæra þetta til Skipulagsstofnunar. Svo er það bara íbúakosning, það er ekkert annað í boði.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira