Þú ert á merkilegu tímabili, þar sem vond ást brotnar og hverfur, en góð ást verður betri og sterkari, þú ert að magna upp með hjálp himintunglanna, traustari og sterkari tengsl við alla sem munu skipta máli í fjölskyldu þinni. Þú þarft að gæta þess að hafa allt skipulagt í kringum þig og setja heimili þitt í forgang, því þú vinnur svo miklu betur þegar allt er í röð og reglu.
Þú færð viðurkenningu eða verðlaun sem efla þig og hvetja áfram og sérð að þú ert eins og rithöfundur sem hefur hæfileika til að breyta myrkustu aðstæðum í algera andstæðu sína. Þú átt eftir að sjá þetta betur og betur þegar líða tekur á árið því heppnin mun fylgja þér og þú átt góða vini sem standa sterkt við bakið á þér.
Þú átt að nota þínar sterku ástríður til þess að skapa og byggja upp líf þitt og annarra, og mjög margir sem eru á lausu í þessu merki munu stofna til framtíðarfjölskyldu á þessu ári, en það verður engin leið fyrir aðra að setja þig í eitthvað ákveðið box því þú ert svo skemmtilega ótýrilátur og heillast af því sem er öðruvísi og þessi tími er að gefa þér að persónuleikinn þinn mun vaxa og dafna.
Þetta er gott sumar sem skapar þig í þinni bestu mynd og þú finnur að þú hefur áhrif og fyllist krafti til að fara á vit skipulagðra ævintýra og taka skipulagða áhættu.
Knús og kveðja, þín Sigga Kling
Bogmaður 22. nóvember - 21. desember
Ingvar E. Sigurðsson leikari, 22. nóvemberBjörgvin Franz Gíslason leikari, 9. desember
Edda Heiðrún Backman leikkona, 27. nóvember
Steindi, grínisti, 9. desember
Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona, 11. desember
Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður, 2. desember
Jói á Fabrikkunni, 28. nóvember
Taylor Swift, söngkona, 13. desember
Nicki Minaj, rappari, 8. desember
Tina Turner, söngkona, 26. nóvember
Zoë Kravitz, leikkona, 1. desember
Miley Cyrus, leik- og söngkona, 23. nóvember
Billie Eilish, söngkona, 18. desember