Júlíspá Siggu Kling - Krabbinn: Þú færð góðar fréttir sem styrkja þig Sigga Kling skrifar 5. júlí 2019 09:00 Elsku Krabbinn minn, þú ert kærleiksríkur og hefur þá einstöku gjöf að vera vel máli farinn, svo alveg sama þó þú talir kannski vitlaust þá geturðu útskýrt hlutina svo vel og látið manni finnast að venjulegur hafragrautur sé himnaríki líkastur. Það eru töluvert miklar breytingar og skemmtilegar tilviljanir sem hjálpa þér áfram með ástríðu þína núna á næstu þremur mánuðum. Þú ert búinn að verða fyrir hindrunum og botnar jafnvel hvorki upp né niður í hvað er að gerast, en þú átt eftir að sjá það betur núna í þessum mánuði að allt er að blessast. Þú færð góðar fréttir sem styrkja þig og auðvelda þér lífið og þú verður á hápunktinum á þessu ári í júlí og tengir það að mörgu leyti því að þetta er afmælistímabilið þitt. Í þessu felst bæði uppgjör og svo líka sátt við síðasta ár og svo mikill kraftur til að takast á við ný og spennandi hlutverk. Talaðu hreint út um tilfinningar þínar og ekki fela neitt, því eftir því sem þú ert hreinskilnari þá brýturðu niður gamla gremju og finnur þú ert frjáls í eigin skinni og þú munt losa þig við höft eða það sem hefur haldið þér niðri og það er líka partur af frelsinu sem þú munt finna. Með hverjum deginum muntu öðlast meiri trú á eigin verðleikum og þó að verkefnin eigi eftir að hlaðast upp af því að þú átt erfitt með að segja nei, sem er þinn kostur, þá máttu auðvitað líka dekra meira við sjálfan þig, það sakar ekki. Hjá þeim sem eru að spá í ástina er mikil háspenna í gangi og margt að gerast, svo leyfðu þér bara að vera til og tilfinningunum að ráða för, því ástin er með sömu kennitölu og þú (því þú ERT ástin). Ekkert vera að stressa þig yfir peningamálum, því mikið flæði er að myndast hjá þér á því sviði, þó trúlega ekki endilega þaðan sem þú býst við að fjármunirnir komi, en það skiptir nú engu máli því þú munt redda því sem þú þarft að redda, enda gæti ævisaga þín heitið „þetta reddast“. Knús og kveðja, þín Sigga KlingUnnsteinn, Ásdís, Óli, Guðni, Meryl og Ariana.Vísir/getty/fblKrabbi 22. júní - 22. júlíAuðunn Blöndal, 8. júlí Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, 3. júlí Edda Sif, 20. júlí Sindri Sindrason, 19. júlí Ásdís Halla Bragadóttir, 6. júlí Guðni Th. forseti Íslands, 26. júní Unnsteinn Manuel Stefánsson, tónlistarmaður, 2. júlí Ariana Grande, tónlistarkona, 26. júní Meryl Streep, leikkona, 22. júní Lionel Messi, fótboltamaður, 24. júní Selena Gomez, leik- og söngkona, 22. júlí Khloé Kardashian, raunveruleikastjarna, 27. júní Lana Del Rey, söngkona, 21. júní Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sjá meira
Elsku Krabbinn minn, þú ert kærleiksríkur og hefur þá einstöku gjöf að vera vel máli farinn, svo alveg sama þó þú talir kannski vitlaust þá geturðu útskýrt hlutina svo vel og látið manni finnast að venjulegur hafragrautur sé himnaríki líkastur. Það eru töluvert miklar breytingar og skemmtilegar tilviljanir sem hjálpa þér áfram með ástríðu þína núna á næstu þremur mánuðum. Þú ert búinn að verða fyrir hindrunum og botnar jafnvel hvorki upp né niður í hvað er að gerast, en þú átt eftir að sjá það betur núna í þessum mánuði að allt er að blessast. Þú færð góðar fréttir sem styrkja þig og auðvelda þér lífið og þú verður á hápunktinum á þessu ári í júlí og tengir það að mörgu leyti því að þetta er afmælistímabilið þitt. Í þessu felst bæði uppgjör og svo líka sátt við síðasta ár og svo mikill kraftur til að takast á við ný og spennandi hlutverk. Talaðu hreint út um tilfinningar þínar og ekki fela neitt, því eftir því sem þú ert hreinskilnari þá brýturðu niður gamla gremju og finnur þú ert frjáls í eigin skinni og þú munt losa þig við höft eða það sem hefur haldið þér niðri og það er líka partur af frelsinu sem þú munt finna. Með hverjum deginum muntu öðlast meiri trú á eigin verðleikum og þó að verkefnin eigi eftir að hlaðast upp af því að þú átt erfitt með að segja nei, sem er þinn kostur, þá máttu auðvitað líka dekra meira við sjálfan þig, það sakar ekki. Hjá þeim sem eru að spá í ástina er mikil háspenna í gangi og margt að gerast, svo leyfðu þér bara að vera til og tilfinningunum að ráða för, því ástin er með sömu kennitölu og þú (því þú ERT ástin). Ekkert vera að stressa þig yfir peningamálum, því mikið flæði er að myndast hjá þér á því sviði, þó trúlega ekki endilega þaðan sem þú býst við að fjármunirnir komi, en það skiptir nú engu máli því þú munt redda því sem þú þarft að redda, enda gæti ævisaga þín heitið „þetta reddast“. Knús og kveðja, þín Sigga KlingUnnsteinn, Ásdís, Óli, Guðni, Meryl og Ariana.Vísir/getty/fblKrabbi 22. júní - 22. júlíAuðunn Blöndal, 8. júlí Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, 3. júlí Edda Sif, 20. júlí Sindri Sindrason, 19. júlí Ásdís Halla Bragadóttir, 6. júlí Guðni Th. forseti Íslands, 26. júní Unnsteinn Manuel Stefánsson, tónlistarmaður, 2. júlí Ariana Grande, tónlistarkona, 26. júní Meryl Streep, leikkona, 22. júní Lionel Messi, fótboltamaður, 24. júní Selena Gomez, leik- og söngkona, 22. júlí Khloé Kardashian, raunveruleikastjarna, 27. júní Lana Del Rey, söngkona, 21. júní
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sjá meira