Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 98-81 | Stjarnan náði yfirhöndinni aftur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 27. mars 2019 21:30 Úr fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni. vísir/vilhelm Stjarnan er komin aftur með yfirhöndina í einvígi sínu við Grindavík í 8-liða úrslitum Domino‘s deildar karla í körfubolta eftir 98-81 sigur í leik 3 í Mathús Garðabæjar höllinni í Ásgarði. Grindvíkingar byrjuðu af krafti og voru með yfirhöndina fyrstu mínúturnar. Það var aðeins eins og heimamenn væru kannski ekki alveg vaknaðir, nokkur klaufaleg mistök, en þeir voru fljótir að hrista það úr sér og komast í gang. Stjörnumenn hertu aðeins tökin í vörninni og náðu að loka betur á Grindavíkurliðið seinni helming fyrsta leikhluta. Bláklæddir heimamenn komust yfir á 7. mínútu með þriggja stiga körfu frá Antti Kanervo og þeir héldu þeirri forystu út leikinn. Það var hins vegar mikil barátta í Grindavíkurliðinu og staðan var 18-14 þegar fyrsti leikhluti var úti. Annar leikhluti byrjaði hart og voru bæði lið komin með tvær liðsvillur á fyrstu tveimur mínútum leikhlutans. Stjarnan tók miklu fleiri fráköst, enda eiga ekki margir roð í Hlyn Bæringsson í þeim efnum, og það var Grindvíkingum dýrt. Skotnýtingin var ekkert frábær, hjá hvorugu liðinu, og það munaði um öll aukatækifærin sem Stjarnan fékk úr sóknarfráköstum. Í öðrum leikhluta sigu Stjörnumenn hægt og rólega fram úr. Þeir voru að hitta aðeins betur á sama tíma og Grindvíkingum gekk illa að finna lausnir í sóknarleiknum. Í hálfleik var staðan 47-35 fyrir bláklædda. Stjarnan byrjaði seinni hálfleikinn betur og það var farið að stefna í nokkuð auðvelda upprúllun en gulir Grindvíkingar gáfust aldrei upp og komu með gott áhlaup. Sigtryggur Arnar Björnsson setti stemningsþrist þegar leiktíminn í þriðja leikhluta rann út og var munurinn kominn í átta stig. Gestirnir náðu hins vegar ekki að halda áhlaupi sínu áfram í fjórða leikhluta. Stjarnan er með ofboðslega gott lið og þeir sýndu gæðin í fjórða leikhluta. Í hvert skipti sem Grindavík náði ekki að skora refsuðu heimamenn og það oft með þriggja stiga körfu. Krafturinn féll aðeins úr Grindavíkurliðnu á loka metrunum og upp úr stóð stórt tap, 98-81.Af hverju vann Stjarnan ? Garðbæingar eru virkilega vel mannaðir og í liðinu búa ofboðslega mikil gæði. Þegar vindurinn kom aðeins í andlitið á þeim þurfti ekki nema einn af þeirra fjölmörgu skotmönnum að stíga upp og setja þrist og þá lægði vindinn. Það munaði 15 fráköstum á liðunum og þar er stór hluti munarins grafinn, þó það sé kannski smá einföldun. Stjörnumenn tóku mörg sóknarfráköst sem oftar en ekki skiluðu sér í körfu, Stjarnan var með 18 stig eftir sóknarfrákast en Grindavík aðeins 2.Hverjir stóðu upp úr? Antti Kanervo var mjög áberandi, sérstaklega í seinni hálfleik. Hann setti í það minnsta tvo, ef ekki fleiri, stóra þrista undir lok leiksins sem fóru langt með að tryggja sigur Stjörnunnar. Ægir Þór Steinarsson var stigahæstur Garðbæinga og skilaði einnig öflugu varnarhlutverki og þá eru ónefndir bæði Hlynur Bæringsson og Brandon Rozzell sem áttu mjög góða leiki. Hjá Grindavík fór Sigtryggur Arnar Björnsson fyrir áhlaupi þeirra í seinni hálfleik og kom stemningu aftur í bæði liðið og stuðningsmennina með ótrúlegum þriggja stiga körfum og drifkrafti í sókninni. Þá var Ólafur Ólafsson einnig mjög sterkur að vanda.Hvað gekk illa? Á köflum var skotnýtingin ekkert sérstök hjá báðum liðum. Stjörnumenn löguðu sína aðeins en Grindvíkingar voru að fara illa með mörg opin færi. Þá voru gulir eins og áður segir undir í frákastabaráttunni.Hvað gerist næst? Leikur fjögur er í Röstinni í Grindavík á föstudag. Grindvíkingar þurfa sigur, annars eru þeir farnir í sumarfrí. Stjörnumenn munu hins vegar án efa vilja klára einvígið þar og sleppa við oddaleik þar sem allt getur gerst.Arnar í leik með Stjörnunni.vísir/báraArnar: Þurfum að hugsa vel um okkur „Við fráköstuðum vel og spiluðum heilt yfir góðan varnarleik,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, aðspurður hvað hafi skilað sigrinum. „Þeir settu mjög erfið skot í þriðja leikhluta og gerðu vel, það gera góðir sóknarmenn og þeir eru með helling af þeim.“ Stjarnan fékk smá skell í Grindavík í leik 2, hvað þarf að bæta úr þessum leik til þess að tryggja að það gerist ekki aftur? „Ég ætla bara að skoða það í fyrramálið. Ég er ekki farinn að velta því fyrir mér núna, ég er bara ánægður með að hafa náð þessu og nú þurfum við bara aðallega að hugsa vel um okkur.“ Filip Kramer gat ekki spilað þennan leik vegna meiðsla. Arnar sagði það þurfa að koma í ljós hvort hann yrði með á föstudag. „Hann verður bara skoðaður á morgun og það kemur í ljós hvort hann verði tilbúinn, en þetta á ekki að vera eitthvað sem á að heftra honum lengi.“Jóhann ræðir við sína menn.vísir/daníelJóhann: Þeir sýndu gæði þegar þeir þurftu „Þetta var allt í lagi á löngum köflum, en þeir taka sóknarfráköst og eru að setja einhver 20 stig eftir sóknarfráköst og tapaða bolta. Við komum með ágætis áhlaup í seinni og settum þetta í leik en þegar þeir þurftu þá sýndu þeir gæði og settu stór skot,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. „Það bara vantaði herslumuninn í dag.“ Fráköstin eru klárlega eitt af þeim atriðum þar sem Grindvíkingar þurfa að gera betur í. „Þetta var svona í gegnum allan leikinn, þeir voru bara aðeins grimmari og fóru langt á því.“ Hvað þurfa gulir að gera til þess að vinna á föstudaginn? „Það er alveg deginum ljósara að ef við ætlum að vinna þetta Stjörnulið þá þurfum við að leggja hart að okkur. Þeir náttúrulega gerðu vel í að aðlagast því sem við vorum að gera og ég var mögulega of lengi að bregðast við.“ „Svo þurfum við að einbeita okkur að þeim hlutum sem við stýrum, við erum allt of mikið í að svekkja okkur á einhverju eins og dómgæslu og öðru sem við ráðum ekki við.“Stjörnumaðurinn Ægir Þór Steinarsson.Vísir/BáraÆgir: Erfitt og skemmtilegt að spila á móti þeim „Einhverskonar þrautsegja,“ skilaði Stjörnusigrinum sagði Ægir Þór Steinarsson í leikslok. „Það er erfitt að spila við Grindavík. Við vorum með smá forystu allan tímann en svo setja þeir þrista og þeir eru mjög lýjandi.“ „Þrautsegja, halda skipulagi og halda haus, þá eigum við séns.“ Grindvíkingar gáfust aldrei upp, þrátt fyrir að lenda einhverjum fimmtán stigum undir snemma í þriðja leikhluta. „Þeir eru búnir að halda sér inni í þessari seríu bara fyrir þær sakir að ná í sóknarfráköst og setja erfið skot. Það er ótrúlega erfitt og skemmtilegt að spila á móti þeim og ég dáist að þessu liði.“ „Við ætlum að fara til Grindavíkur til þess að klára þetta og bæta upp fyrir tapið síðast.“Sigtryggur Arnar Björnssonvísir/báraSigtryggur: Gefumst aldrei upp „Það voru eiginlega bara sóknarfráköstin, og „second chance“ körfurnar þeirra sem skópu þennan sigur hjá þeim,“ sagði ansi borubrattur Sigtryggur Arnar Björnsson þrátt fyrir að hafa tapað stórt, enda var munurinn sem leikurinn endaði í kannski ekki endurspeglun á muninum á liðunum inni á vellinum. „Við gefumst aldrei upp og höfum trú á okkur, við berjumst bara fram á lokamínúturnar.“ Fyrir úrslitakeppnina afskrifuðu flestir þessa seríu strax. Deildarmeistararnir, sem virtust óstöðvandi, að mæta liði sem hafði verið upp og niður í vetur. Kveikti það eitthvað í Grindvíkingum? „Já, auðvitað. En það hefði ekkert þurft að afskrifa okkur, við hefðum alveg barist jafn hart. Það skiptir engu máli hvað aðrir eru að segja. Við höfum alltaf trú á okkur og mætum í alla leiki til þess að vinna.“ Dominos-deild karla
Stjarnan er komin aftur með yfirhöndina í einvígi sínu við Grindavík í 8-liða úrslitum Domino‘s deildar karla í körfubolta eftir 98-81 sigur í leik 3 í Mathús Garðabæjar höllinni í Ásgarði. Grindvíkingar byrjuðu af krafti og voru með yfirhöndina fyrstu mínúturnar. Það var aðeins eins og heimamenn væru kannski ekki alveg vaknaðir, nokkur klaufaleg mistök, en þeir voru fljótir að hrista það úr sér og komast í gang. Stjörnumenn hertu aðeins tökin í vörninni og náðu að loka betur á Grindavíkurliðið seinni helming fyrsta leikhluta. Bláklæddir heimamenn komust yfir á 7. mínútu með þriggja stiga körfu frá Antti Kanervo og þeir héldu þeirri forystu út leikinn. Það var hins vegar mikil barátta í Grindavíkurliðinu og staðan var 18-14 þegar fyrsti leikhluti var úti. Annar leikhluti byrjaði hart og voru bæði lið komin með tvær liðsvillur á fyrstu tveimur mínútum leikhlutans. Stjarnan tók miklu fleiri fráköst, enda eiga ekki margir roð í Hlyn Bæringsson í þeim efnum, og það var Grindvíkingum dýrt. Skotnýtingin var ekkert frábær, hjá hvorugu liðinu, og það munaði um öll aukatækifærin sem Stjarnan fékk úr sóknarfráköstum. Í öðrum leikhluta sigu Stjörnumenn hægt og rólega fram úr. Þeir voru að hitta aðeins betur á sama tíma og Grindvíkingum gekk illa að finna lausnir í sóknarleiknum. Í hálfleik var staðan 47-35 fyrir bláklædda. Stjarnan byrjaði seinni hálfleikinn betur og það var farið að stefna í nokkuð auðvelda upprúllun en gulir Grindvíkingar gáfust aldrei upp og komu með gott áhlaup. Sigtryggur Arnar Björnsson setti stemningsþrist þegar leiktíminn í þriðja leikhluta rann út og var munurinn kominn í átta stig. Gestirnir náðu hins vegar ekki að halda áhlaupi sínu áfram í fjórða leikhluta. Stjarnan er með ofboðslega gott lið og þeir sýndu gæðin í fjórða leikhluta. Í hvert skipti sem Grindavík náði ekki að skora refsuðu heimamenn og það oft með þriggja stiga körfu. Krafturinn féll aðeins úr Grindavíkurliðnu á loka metrunum og upp úr stóð stórt tap, 98-81.Af hverju vann Stjarnan ? Garðbæingar eru virkilega vel mannaðir og í liðinu búa ofboðslega mikil gæði. Þegar vindurinn kom aðeins í andlitið á þeim þurfti ekki nema einn af þeirra fjölmörgu skotmönnum að stíga upp og setja þrist og þá lægði vindinn. Það munaði 15 fráköstum á liðunum og þar er stór hluti munarins grafinn, þó það sé kannski smá einföldun. Stjörnumenn tóku mörg sóknarfráköst sem oftar en ekki skiluðu sér í körfu, Stjarnan var með 18 stig eftir sóknarfrákast en Grindavík aðeins 2.Hverjir stóðu upp úr? Antti Kanervo var mjög áberandi, sérstaklega í seinni hálfleik. Hann setti í það minnsta tvo, ef ekki fleiri, stóra þrista undir lok leiksins sem fóru langt með að tryggja sigur Stjörnunnar. Ægir Þór Steinarsson var stigahæstur Garðbæinga og skilaði einnig öflugu varnarhlutverki og þá eru ónefndir bæði Hlynur Bæringsson og Brandon Rozzell sem áttu mjög góða leiki. Hjá Grindavík fór Sigtryggur Arnar Björnsson fyrir áhlaupi þeirra í seinni hálfleik og kom stemningu aftur í bæði liðið og stuðningsmennina með ótrúlegum þriggja stiga körfum og drifkrafti í sókninni. Þá var Ólafur Ólafsson einnig mjög sterkur að vanda.Hvað gekk illa? Á köflum var skotnýtingin ekkert sérstök hjá báðum liðum. Stjörnumenn löguðu sína aðeins en Grindvíkingar voru að fara illa með mörg opin færi. Þá voru gulir eins og áður segir undir í frákastabaráttunni.Hvað gerist næst? Leikur fjögur er í Röstinni í Grindavík á föstudag. Grindvíkingar þurfa sigur, annars eru þeir farnir í sumarfrí. Stjörnumenn munu hins vegar án efa vilja klára einvígið þar og sleppa við oddaleik þar sem allt getur gerst.Arnar í leik með Stjörnunni.vísir/báraArnar: Þurfum að hugsa vel um okkur „Við fráköstuðum vel og spiluðum heilt yfir góðan varnarleik,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, aðspurður hvað hafi skilað sigrinum. „Þeir settu mjög erfið skot í þriðja leikhluta og gerðu vel, það gera góðir sóknarmenn og þeir eru með helling af þeim.“ Stjarnan fékk smá skell í Grindavík í leik 2, hvað þarf að bæta úr þessum leik til þess að tryggja að það gerist ekki aftur? „Ég ætla bara að skoða það í fyrramálið. Ég er ekki farinn að velta því fyrir mér núna, ég er bara ánægður með að hafa náð þessu og nú þurfum við bara aðallega að hugsa vel um okkur.“ Filip Kramer gat ekki spilað þennan leik vegna meiðsla. Arnar sagði það þurfa að koma í ljós hvort hann yrði með á föstudag. „Hann verður bara skoðaður á morgun og það kemur í ljós hvort hann verði tilbúinn, en þetta á ekki að vera eitthvað sem á að heftra honum lengi.“Jóhann ræðir við sína menn.vísir/daníelJóhann: Þeir sýndu gæði þegar þeir þurftu „Þetta var allt í lagi á löngum köflum, en þeir taka sóknarfráköst og eru að setja einhver 20 stig eftir sóknarfráköst og tapaða bolta. Við komum með ágætis áhlaup í seinni og settum þetta í leik en þegar þeir þurftu þá sýndu þeir gæði og settu stór skot,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. „Það bara vantaði herslumuninn í dag.“ Fráköstin eru klárlega eitt af þeim atriðum þar sem Grindvíkingar þurfa að gera betur í. „Þetta var svona í gegnum allan leikinn, þeir voru bara aðeins grimmari og fóru langt á því.“ Hvað þurfa gulir að gera til þess að vinna á föstudaginn? „Það er alveg deginum ljósara að ef við ætlum að vinna þetta Stjörnulið þá þurfum við að leggja hart að okkur. Þeir náttúrulega gerðu vel í að aðlagast því sem við vorum að gera og ég var mögulega of lengi að bregðast við.“ „Svo þurfum við að einbeita okkur að þeim hlutum sem við stýrum, við erum allt of mikið í að svekkja okkur á einhverju eins og dómgæslu og öðru sem við ráðum ekki við.“Stjörnumaðurinn Ægir Þór Steinarsson.Vísir/BáraÆgir: Erfitt og skemmtilegt að spila á móti þeim „Einhverskonar þrautsegja,“ skilaði Stjörnusigrinum sagði Ægir Þór Steinarsson í leikslok. „Það er erfitt að spila við Grindavík. Við vorum með smá forystu allan tímann en svo setja þeir þrista og þeir eru mjög lýjandi.“ „Þrautsegja, halda skipulagi og halda haus, þá eigum við séns.“ Grindvíkingar gáfust aldrei upp, þrátt fyrir að lenda einhverjum fimmtán stigum undir snemma í þriðja leikhluta. „Þeir eru búnir að halda sér inni í þessari seríu bara fyrir þær sakir að ná í sóknarfráköst og setja erfið skot. Það er ótrúlega erfitt og skemmtilegt að spila á móti þeim og ég dáist að þessu liði.“ „Við ætlum að fara til Grindavíkur til þess að klára þetta og bæta upp fyrir tapið síðast.“Sigtryggur Arnar Björnssonvísir/báraSigtryggur: Gefumst aldrei upp „Það voru eiginlega bara sóknarfráköstin, og „second chance“ körfurnar þeirra sem skópu þennan sigur hjá þeim,“ sagði ansi borubrattur Sigtryggur Arnar Björnsson þrátt fyrir að hafa tapað stórt, enda var munurinn sem leikurinn endaði í kannski ekki endurspeglun á muninum á liðunum inni á vellinum. „Við gefumst aldrei upp og höfum trú á okkur, við berjumst bara fram á lokamínúturnar.“ Fyrir úrslitakeppnina afskrifuðu flestir þessa seríu strax. Deildarmeistararnir, sem virtust óstöðvandi, að mæta liði sem hafði verið upp og niður í vetur. Kveikti það eitthvað í Grindvíkingum? „Já, auðvitað. En það hefði ekkert þurft að afskrifa okkur, við hefðum alveg barist jafn hart. Það skiptir engu máli hvað aðrir eru að segja. Við höfum alltaf trú á okkur og mætum í alla leiki til þess að vinna.“
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti