Tveggja sólarhringa verkföll starfsmanna rútufyrirtækja og hótelstarfsmanna sem eru félagsmenn í Eflingu og VR hefjast að óbreyttu á miðnætti í kvöld og standa til miðnættis á föstudag.
Aðgerðirnar nú eru umfangsmeiri en verkföllin síðastliðinn föstudag að því leytinu til að verkföllin standa í tvo sólarhringa en ekki einn. Því er viðbúið að þau muni hafa töluvert meiri áhrif á starfsemi hótela og rútufyrirtækja en fyrri verkfallsaðgerðir.
Samtök atvinnulífsins biðluðu til verkalýðsforingja í gær um að fresta verkföllum í ljósi viðkvæmrar stöðu í efnahagslífsins, ekki hvað síst vegna óvissunnar um stöðu WOW air sem og ferðaþjónustunnar í heild sinni. Formenn Eflingar og VR urðu ekki við þeirri beiðni.
Sáttafundi í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga, þar á meðal Eflingar og VR, við SA var frestað í gær eftir tæpa klukkustund vegna WOW air.
Fundi á mánudag var einnig frestað af sömu ástæðu en búið er að boða til nýs fundar klukkan 14 í dag og á hann að standa til klukkan 15:30 samkvæmt dagskrá á vef ríkissáttasemjara.
Verkföll hefjast að óbreyttu á miðnætti
Tengdar fréttir
Fundi aftur frestað vegna WOW air
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air.
SAF vilja að VR og Efling taki tillit til viðkvæmrar stöðu
Fundi Samtaka atvinnulífsins (SA) og stéttarfélaganna sex hjá ríkissáttasemjara var í gær frestað annan daginn í röð vegna óvissu um framtíð WOW air.
Verkalýðsforingjar höfnuðu beiðni Samtaka atvinnulífsins um að fresta verkföllum
Óþolinmæði er farið að gæta hjá verkalýðsfélögum þar sem Samtök atvinnulífsins hafa ekki lagt fram launaliðinn í kjaraviðræðunum eftir margra mánaða samningafundi