Eftirlit með eftirlitinu Davíð Þorláksson skrifar 27. mars 2019 07:00 Í nóvember gerði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur úttekt á Fossvogsskóla og gaf honum einkunnina 4 af 5. Innan við fjórum mánuðum seinna er búið að loka skólanum þar sem heilbrigði nemenda og starfsfólks kann að vera stefnt í hættu vegna raka- og loftgæðavandamála. Þarna hefur Reykjavíkurborg eftirlit með sjálfri sér. Þetta er enn ein sönnun þess að eftirlitsumhverfi hins opinbera er barn síns tíma sem er löngu orðið tímabært að endurskoða. Stjórnendur fyrirtækja sem sæta eftirliti heilbrigðiseftirlitanna hafa stundum haft það á tilfinningunni að það sé ekki sama hver á í hlut. Starfsemi á vegum sveitarfélaga, sem reka heilbrigðiseftirlitin, virðist oft fá afslátt af kröfum sem einkarekin fyrirtæki þurfi að uppfylla möglunarlaust. Eftirlitið verður samdauna annarri starfsemi sveitarfélaganna. Þá skapar þessi umdæmisskipting flækjur. Mismiklar kröfur kunna að vera gerðar í mismunandi umdæmum og þá eru mörg fyrirtæki með starfsemi í mörgum umdæmum sem fjölgar þeim leyfum sem þau þurfa að afla og þeim stofnunum sem þau þurfa að hafa samskipti við. Eðlilegast væri að sameina heilbrigðiseftirlitin í eina stofnun sem tæki jafnframt yfir eftirlitsstarfsemi Matvælastofnunar, Umhverfisstofnunar, Fiskistofu, Neytendastofu, Mannvirkjastofnunar og Vinnueftirlitsins. Þannig væri hægt að forðast hagsmunaárekstra eins og í tilfelli Fossvogsskóla og aðskilja eftirlit frá almennri stjórnsýslu. Kerfið ætti að vera hannað miðað við þarfir notenda þess. Þetta dæmi vekur líka spurningar um það hver hafi eftirlit með eftirlitinu. Það blasir við að voðinn er vís þegar eftirlit hefur eftirlit með sjálfu sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Í nóvember gerði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur úttekt á Fossvogsskóla og gaf honum einkunnina 4 af 5. Innan við fjórum mánuðum seinna er búið að loka skólanum þar sem heilbrigði nemenda og starfsfólks kann að vera stefnt í hættu vegna raka- og loftgæðavandamála. Þarna hefur Reykjavíkurborg eftirlit með sjálfri sér. Þetta er enn ein sönnun þess að eftirlitsumhverfi hins opinbera er barn síns tíma sem er löngu orðið tímabært að endurskoða. Stjórnendur fyrirtækja sem sæta eftirliti heilbrigðiseftirlitanna hafa stundum haft það á tilfinningunni að það sé ekki sama hver á í hlut. Starfsemi á vegum sveitarfélaga, sem reka heilbrigðiseftirlitin, virðist oft fá afslátt af kröfum sem einkarekin fyrirtæki þurfi að uppfylla möglunarlaust. Eftirlitið verður samdauna annarri starfsemi sveitarfélaganna. Þá skapar þessi umdæmisskipting flækjur. Mismiklar kröfur kunna að vera gerðar í mismunandi umdæmum og þá eru mörg fyrirtæki með starfsemi í mörgum umdæmum sem fjölgar þeim leyfum sem þau þurfa að afla og þeim stofnunum sem þau þurfa að hafa samskipti við. Eðlilegast væri að sameina heilbrigðiseftirlitin í eina stofnun sem tæki jafnframt yfir eftirlitsstarfsemi Matvælastofnunar, Umhverfisstofnunar, Fiskistofu, Neytendastofu, Mannvirkjastofnunar og Vinnueftirlitsins. Þannig væri hægt að forðast hagsmunaárekstra eins og í tilfelli Fossvogsskóla og aðskilja eftirlit frá almennri stjórnsýslu. Kerfið ætti að vera hannað miðað við þarfir notenda þess. Þetta dæmi vekur líka spurningar um það hver hafi eftirlit með eftirlitinu. Það blasir við að voðinn er vís þegar eftirlit hefur eftirlit með sjálfu sér.
Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar