Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. mars 2019 07:30 Örlög Boeing 737 MAX 8 vélanna kunna að ráðast á allra næstu dögum. Fréttablaðið/Anton Brink Forráðamenn Icelandair segjast vera að skoða hvernig brugðist verði við ef kyrrsetning á Boeing 737 MAX 8 vélum félagsins dregst enn á langinn. Félagið á von á sex slíkum vélum á þessu ári til viðbótar þeim þremur sem félagið á og sæta nú kyrrsetningu. Kyrrsetning vélanna hefur skapað vandamál. Þann 13. mars síðastliðinn tilkynnti Icelandair að þrjár nýlegar Boeing 737 MAX 8 vélar þeirra yrðu teknar úr rekstri um óákveðinn tíma eftir að mörg flugfélög höfðu gert slíkt hið sama. Flugvélaframleiðandinn kyrrsetti allan 737 MAX 8 flotann í öryggisskyni degi síðar eftir að frumrannsókn á flugslysinu í Eþíópíu fyrr í mánuðinum, sem varð 157 manns að bana, leiddi í ljós líkindi við flugslys Lion Air undan ströndum Jövu í október þar sem 189 létu lífið. Icelandair sagði að kyrrsetning vélanna myndi hafa óveruleg áhrif á rekstur félagsins þar sem aðeins væri um að ræða þrjár vélar af 33 í flotanum. Raskanir hafa þó orðið vegna þessa, til dæmis á sunnudag þar sem flugi til og frá London var fyrirvaralítið aflýst. Atvik sem rekja má til kyrrsetningar vélanna. Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir allt gert til að flug raskist sem minnst og það hafi gengið vel.Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.„Á sunnudaginn kom upp bilun í varavél í Keflavík og þess vegna var fluginu til Gatwick aflýst,“ segir Ásdís aðspurð um flugið sem aflýst var. Samkvæmt heimildum blaðsins var varavél sem bilaði að leysa af eina af kyrrsettu 737 MAX 8 vélunum. Icelandair festi sér á sínum tíma sextán 737 MAX vélar frá Boeing. Þrjár voru teknar í notkun í fyrra, sex átti að afhenda í ár, fimm á næsta ári og loks tvær 2021. Kaupin voru kölluð ein stærstu viðskipti Íslandssögunnar. Ljóst er að orðspor Boeing og 737 MAX 8 vélanna hefur beðið hnekki síðustu vikur og einhver flugfélög afpantað vélar. Aðspurð hvort Icelandair hafi tekið ákvörðun um eitthvað slíkt eða hvort það komi til greina segir Ásdís: „Varðandi framhaldið þá erum við að skoða hvernig við bregðumst við ef kyrrsetningin dregst á langinn en niðurstaða liggur ekki fyrir á þessu stigi.“‘ Eþíópíska samgönguráðuneytið gerir ráð fyrir að bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á flugslysinu þar í landi liggi fyrir í þessari viku. Niðurstöðunnar er beðið í ofvæni og hún kann að ráða miklu um framhaldið. Mikið hefur verið rætt um hvort slysin tvö megi rekja til hugbúnaðar 737-vélanna. Rannsóknin í Eþíópíu kann að svara því. Hugbúnaðurinn á að varna því að þoturnar ofrísi en Boeing hefur unnið hörðum höndum að hugbúnaðaruppfærslu síðan slysið varð. Gert er ráð fyrir að uppfærslan verði kynnt í dag. Fulltrúar Icelandair verða á svæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair sendir fólk á fund Boeing um 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa boðið rúmlega 200 manns til fundar í Washingtonríki á miðvikudag. 25. mars 2019 09:45 Skýrsla um 737 MAX-slysið væntanleg í vikunni Starfsmenn eþíópíska samgönguráðuneytisins gera ráð fyrir að bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar um flugslys Ethiopian Airlines muni ligga fyrir í þessari viku. 26. mars 2019 09:00 Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu. 26. mars 2019 22:15 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Forráðamenn Icelandair segjast vera að skoða hvernig brugðist verði við ef kyrrsetning á Boeing 737 MAX 8 vélum félagsins dregst enn á langinn. Félagið á von á sex slíkum vélum á þessu ári til viðbótar þeim þremur sem félagið á og sæta nú kyrrsetningu. Kyrrsetning vélanna hefur skapað vandamál. Þann 13. mars síðastliðinn tilkynnti Icelandair að þrjár nýlegar Boeing 737 MAX 8 vélar þeirra yrðu teknar úr rekstri um óákveðinn tíma eftir að mörg flugfélög höfðu gert slíkt hið sama. Flugvélaframleiðandinn kyrrsetti allan 737 MAX 8 flotann í öryggisskyni degi síðar eftir að frumrannsókn á flugslysinu í Eþíópíu fyrr í mánuðinum, sem varð 157 manns að bana, leiddi í ljós líkindi við flugslys Lion Air undan ströndum Jövu í október þar sem 189 létu lífið. Icelandair sagði að kyrrsetning vélanna myndi hafa óveruleg áhrif á rekstur félagsins þar sem aðeins væri um að ræða þrjár vélar af 33 í flotanum. Raskanir hafa þó orðið vegna þessa, til dæmis á sunnudag þar sem flugi til og frá London var fyrirvaralítið aflýst. Atvik sem rekja má til kyrrsetningar vélanna. Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir allt gert til að flug raskist sem minnst og það hafi gengið vel.Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.„Á sunnudaginn kom upp bilun í varavél í Keflavík og þess vegna var fluginu til Gatwick aflýst,“ segir Ásdís aðspurð um flugið sem aflýst var. Samkvæmt heimildum blaðsins var varavél sem bilaði að leysa af eina af kyrrsettu 737 MAX 8 vélunum. Icelandair festi sér á sínum tíma sextán 737 MAX vélar frá Boeing. Þrjár voru teknar í notkun í fyrra, sex átti að afhenda í ár, fimm á næsta ári og loks tvær 2021. Kaupin voru kölluð ein stærstu viðskipti Íslandssögunnar. Ljóst er að orðspor Boeing og 737 MAX 8 vélanna hefur beðið hnekki síðustu vikur og einhver flugfélög afpantað vélar. Aðspurð hvort Icelandair hafi tekið ákvörðun um eitthvað slíkt eða hvort það komi til greina segir Ásdís: „Varðandi framhaldið þá erum við að skoða hvernig við bregðumst við ef kyrrsetningin dregst á langinn en niðurstaða liggur ekki fyrir á þessu stigi.“‘ Eþíópíska samgönguráðuneytið gerir ráð fyrir að bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á flugslysinu þar í landi liggi fyrir í þessari viku. Niðurstöðunnar er beðið í ofvæni og hún kann að ráða miklu um framhaldið. Mikið hefur verið rætt um hvort slysin tvö megi rekja til hugbúnaðar 737-vélanna. Rannsóknin í Eþíópíu kann að svara því. Hugbúnaðurinn á að varna því að þoturnar ofrísi en Boeing hefur unnið hörðum höndum að hugbúnaðaruppfærslu síðan slysið varð. Gert er ráð fyrir að uppfærslan verði kynnt í dag. Fulltrúar Icelandair verða á svæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair sendir fólk á fund Boeing um 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa boðið rúmlega 200 manns til fundar í Washingtonríki á miðvikudag. 25. mars 2019 09:45 Skýrsla um 737 MAX-slysið væntanleg í vikunni Starfsmenn eþíópíska samgönguráðuneytisins gera ráð fyrir að bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar um flugslys Ethiopian Airlines muni ligga fyrir í þessari viku. 26. mars 2019 09:00 Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu. 26. mars 2019 22:15 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Icelandair sendir fólk á fund Boeing um 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa boðið rúmlega 200 manns til fundar í Washingtonríki á miðvikudag. 25. mars 2019 09:45
Skýrsla um 737 MAX-slysið væntanleg í vikunni Starfsmenn eþíópíska samgönguráðuneytisins gera ráð fyrir að bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar um flugslys Ethiopian Airlines muni ligga fyrir í þessari viku. 26. mars 2019 09:00
Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu. 26. mars 2019 22:15