Íslenski boltinn

Sigurganga ÍA heldur áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þórður var á skotskónum í kvöld.
Þórður var á skotskónum í kvöld. vísir/andri
ÍA heldur áfram að gera gott mót í Lengjubikarnum en í kvöld vann liðið 4-1 sigur á Þórsurum er liðin mættust í Akraneshöllinni.

Tryggvi Hrafn Haraldsson, sem kom frá Svíþjóð í vetur, skoraði fyrsta mark kvöldsins á áttundu mínútu og Viktor Jónsson bættu við öðru marki Skagamanna á 26. mínútu.

Jónas Björgvin Sigurbergsson minnkaði muninn fyrir Inkasso-lið Þórsara tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok en Skagamenn bættu við tveimur mörkum fyrir leikslok. Það gerðu þeir Albert Hafsteinsson og Þórður Þorsteinn Þórðarson.

Skagamenn eru með fullt hús stiga, eða níu stig talsins, í riðli 1 í A-deild Lengjubikarsins en Þórsarar eru með þrjú stig eftir þrjá leiki.

Víkingur vann 3-2 sigur á Gróttu í riðli fjögur en Víkingur var komið í 2-0 eftir níu mínútur. Grótta minnkaði muninn tveimur mínútum síðar.

Fjör var í síðari hálfleik þar sem liðin skoruðu sitt hvort markið og eitt rautt spjald fór á loft en Víkingur hafði betur að lokum.

Víkingur er með þrjú stig eftir þrjá leiki í Lengjubikarnum og sömu sögu má segja af Gróttu.

Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×