Stjórnvöld í Kanada tilbúin að framselja fjármálastjóra Huawei til Bandaríkjanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2019 19:37 Meng Wanzhou er æðsti fjárreiðumaður Huawei. Ben Nelms/Getty Stjórnvöld í Kanada hafa lýst því yfir að þau séu tilbúin að framselja Meng Wanzhou, fjármálastjóra og dóttur stofnanda kínverska tæknirisans Huawei, til Bandaríkjanna. Þau segja þó að lokaákvörðun um framsal hennar verði að vera í höndum dómstóla. Dómsmálaráðuneyti Kanada hafði frest til dagsins í dag til þess að ákveða hvort farið yrði með framsalsmálið fyrir dómstóla þar í landi. Málið er þó hvorki dómsmál yfir Meng eða Huawei, heldur snýr það að því hvort túlka megi málið sem svo að það falli undir framsalssamning milli Bandaríkjanna og Kanada. „Meðferð framsalsmáls fyrir dómi er ekki réttarhöld sem ætlað er að sanna sekt eða sakleysi,“ segir í yfirlýsingu sem dómsmálaráðuneyti Kanada gaf út í dag. „Verði lokaniðurstaðan sú að manneskja verði framseld frá Kanada til þess að hljóta málsmeðferð í öðru landi, verður réttað yfir henni þar.“ Meng var handtekin í Kanada í desember að beiðni stjórnvalda í Bandaríkjunum, sem í janúar lögðu fram 13 ákærur á hendur kínverska samskiptafyrirtækinu og Meng, sem er æðsti fjárreiðumaður þess. Meðal þess sem ákærurnar snúa að eru fjársvik, þjófnaður á tækni í eigu bandaríska fyrirtækisins T-Mobile og hindrun framgangs réttvísinnar. Bæði Meng og Huawei hafa þvertekið fyrir allar ásakanir Bandaríkjanna á hendur sér. Málið hefur dregið þó nokkurn dilk á eftir sér á sviði alþjóðastjórnmála og telja sérfræðingar samband Bandaríkjanna og Kanada við Kína vera þó nokkuð skaddað vegna þess. Bandaríkin Kanada Kína Tengdar fréttir Krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu gegn Meng Wanzhou, aðstoðarfjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, sem handtekin var í Kanada fyrir áramót. 22. janúar 2019 10:32 Bandaríkin gefa út ákæru á hendur fjarskiptafyrirtækinu Huawei Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, neitar ásökununum. 28. janúar 2019 22:18 Trudeau bað sendiherra Kanada í Kína um að segja af sér Trudeau hefur ekki sagt hvers vegna hann greip til þessara aðgerða en afsögnin hefur verið rekin til ummæla hans um framsalsbeiðni Bandaríkjanna gagnvart Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska fyrirtækisins Huawei. 26. janúar 2019 23:33 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Stjórnvöld í Kanada hafa lýst því yfir að þau séu tilbúin að framselja Meng Wanzhou, fjármálastjóra og dóttur stofnanda kínverska tæknirisans Huawei, til Bandaríkjanna. Þau segja þó að lokaákvörðun um framsal hennar verði að vera í höndum dómstóla. Dómsmálaráðuneyti Kanada hafði frest til dagsins í dag til þess að ákveða hvort farið yrði með framsalsmálið fyrir dómstóla þar í landi. Málið er þó hvorki dómsmál yfir Meng eða Huawei, heldur snýr það að því hvort túlka megi málið sem svo að það falli undir framsalssamning milli Bandaríkjanna og Kanada. „Meðferð framsalsmáls fyrir dómi er ekki réttarhöld sem ætlað er að sanna sekt eða sakleysi,“ segir í yfirlýsingu sem dómsmálaráðuneyti Kanada gaf út í dag. „Verði lokaniðurstaðan sú að manneskja verði framseld frá Kanada til þess að hljóta málsmeðferð í öðru landi, verður réttað yfir henni þar.“ Meng var handtekin í Kanada í desember að beiðni stjórnvalda í Bandaríkjunum, sem í janúar lögðu fram 13 ákærur á hendur kínverska samskiptafyrirtækinu og Meng, sem er æðsti fjárreiðumaður þess. Meðal þess sem ákærurnar snúa að eru fjársvik, þjófnaður á tækni í eigu bandaríska fyrirtækisins T-Mobile og hindrun framgangs réttvísinnar. Bæði Meng og Huawei hafa þvertekið fyrir allar ásakanir Bandaríkjanna á hendur sér. Málið hefur dregið þó nokkurn dilk á eftir sér á sviði alþjóðastjórnmála og telja sérfræðingar samband Bandaríkjanna og Kanada við Kína vera þó nokkuð skaddað vegna þess.
Bandaríkin Kanada Kína Tengdar fréttir Krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu gegn Meng Wanzhou, aðstoðarfjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, sem handtekin var í Kanada fyrir áramót. 22. janúar 2019 10:32 Bandaríkin gefa út ákæru á hendur fjarskiptafyrirtækinu Huawei Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, neitar ásökununum. 28. janúar 2019 22:18 Trudeau bað sendiherra Kanada í Kína um að segja af sér Trudeau hefur ekki sagt hvers vegna hann greip til þessara aðgerða en afsögnin hefur verið rekin til ummæla hans um framsalsbeiðni Bandaríkjanna gagnvart Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska fyrirtækisins Huawei. 26. janúar 2019 23:33 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu gegn Meng Wanzhou, aðstoðarfjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, sem handtekin var í Kanada fyrir áramót. 22. janúar 2019 10:32
Bandaríkin gefa út ákæru á hendur fjarskiptafyrirtækinu Huawei Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, neitar ásökununum. 28. janúar 2019 22:18
Trudeau bað sendiherra Kanada í Kína um að segja af sér Trudeau hefur ekki sagt hvers vegna hann greip til þessara aðgerða en afsögnin hefur verið rekin til ummæla hans um framsalsbeiðni Bandaríkjanna gagnvart Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska fyrirtækisins Huawei. 26. janúar 2019 23:33