Pakistanar ákváðu að varpa sprengjum á yfirráðasvæði Indverja í Kasmír og kom til bardaga á milli orrustuþota og var minnst ein þota skotin niður.
Varthaman var fluttur til landamæra ríkjanna í morgun og afhentur Indverjum. Yfirvöld Pakistan segja honum hafa verið sleppt úr haldi til að draga úr spennu á milli ríkjanna en hún hefur verið mikil.
Tvennum sögum hefur farið af því hvernig árásin fór, hve margar orrustuþotur voru skotnar niður og ýmislegt annað. Indverjar segjast hafa valdið miklum skaða og mannfalli á búðum Jaish-e-Mohammad, JeM, sem hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Pakistanar segja sprengjur Indverja hins vegar hafa lent á óbyggðu svæði.
Indverjar saka yfirvöld Pakistan um að hlífa JeM og jafnvel um að hafa komið að árásinni sjálfri.
Nýjar gervihnattarmyndir virðast staðfesta frásögn Pakistana um að sprengjurnar hafi ekki valdið skaða.
Indian strike near Balakot: Only visible damage on @planetlabs satellite imagery was to a patch of trees near the target area. pic.twitter.com/HEGmPMXsmhhttps://t.co/ZJjyWTiwEI via @Michael1Sheldon
— Liveuamap (@Liveuamap) March 1, 2019
Mikill fjöldi fólks hafði komið að landamærum Indlands og Pakistan til að fylgjast með afhendingu flugmannsins, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.
BREAKING: People are gathering on both sides of the India–Pakistan border, ahead of the imminent release of the captured Indian pilot, whose jet was downed during a warplane dogfight on Wednesday.
— CNN (@CNN) March 1, 2019
Live updates here: https://t.co/sZnM9zLpsO pic.twitter.com/VfcUcaWJH7