Bjórlíkisvaka á Dillon Þórarinn Þórarinsson skrifar 1. mars 2019 07:00 Jón Bjarni á Dillon ætlar að selja bjórlíki á tilboði í tilefni bjórdagsins , ekki síst til þess að minna fólk á hversu gott það hefur haft það síðustu 30 árin. Þrjátíu ára bjórfrelsi verður fagnað víða um land í dag. Á Dillon verður hið alræmda bjórlíki á tilboði en nokkrum árum áður en bjórbanninu var aflétt 1. mars 1989 tóku bareigendur upp á því að reiða gervibjórinn fram til þess að trekkja að. Bjórlíkið, oftast vodkablandaður pilsner, naut talsverðra vinsælda í hallærinu en á varla upp á pallborðið í dag en þeir sem vilja smakka á eða rifja upp kynnin af þeim ósköpum geta látið það eftir sér á Dillon í kvöld. „Það eru allir með tilboð á bjór og okkur langaði að gera eitthvað aðeins öðruvísi og minna fólk í leiðinni á hversu gott það hefur það þegar það fær sér sopa af þessu,“ segir Jón Bjarni Steinsson, einn eigenda Dillon. Bjórlíkið á Dillon verður blandað úr Tuborg léttöli og Eldur ís-vodka í hinum gömlu hlutföllum en á sínum tíma var miðað við að tveimur vodkaflöskum og ⅓ úr viskíflösku væri hellt saman við um það bil 20 lítra af léttöli. „Við blöndum þetta á staðnum,“ segir Jón Bjarni. „Við nenntumekki að hafa fyrir því að setja þetta á dælu enda erum við ekki alveg vissir um hvernig salan verður á þessu,“ segir Jón Bjarni. „Ég var átta ára þegar bjórinn var leyfður, segir Jón Bjarni sem slapp því við að þreyja bjórbannið og hefur að mestu komist í gegnum lífið án þess að þurfa að leggja bjórlíki sér til munns. „Ég hef örsjaldan drukkið eitthvað sem kalla mætti bjórlíki en þegar ég var að hella mig fullan eftir vaktir á Hótel Íslandi 1998 setti ég stundum vodkaskot út í bjórinn minn. Það eru mín einu kynni af bjórlíki,“ segir Jón Bjarni sem ætlar að selja hálfan lítra af bjórlíkinu á 110 krónur á meðan birgðir endast annað kvöld. „En fyrir þá sem ekki vilja þær guðaveigar verður Tuborg á happy hour til miðnættis.“ Dillon þjófstartaði þó bjórgleðinni strax í gær þegar nýr bjór frá Borg brugghúsi var settur á krana í fyrsta sinn. Bjór! er bruggaður að undirlagi gömlu pönkaranna í Fræbbblunum sem deildu hart á bjórbannið á sínum tíma með laginu Bjór! árið 1981. Fræbbblarnir eru miklir bjóráhugamenn og hafa lengi látið sig dreyma um að framleiða bjór með þessu einfalda og gegnsæja nafni, með vísan til lagsins góða, og þegar þeir báru hugmyndina undir bruggarana hjá Borg ákváðu þeir að slá til enda tilefnið núna ærið: 40 ára afmæli Fræbbblanna og 30 ára bjórfrelsi á Íslandi Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira
Þrjátíu ára bjórfrelsi verður fagnað víða um land í dag. Á Dillon verður hið alræmda bjórlíki á tilboði en nokkrum árum áður en bjórbanninu var aflétt 1. mars 1989 tóku bareigendur upp á því að reiða gervibjórinn fram til þess að trekkja að. Bjórlíkið, oftast vodkablandaður pilsner, naut talsverðra vinsælda í hallærinu en á varla upp á pallborðið í dag en þeir sem vilja smakka á eða rifja upp kynnin af þeim ósköpum geta látið það eftir sér á Dillon í kvöld. „Það eru allir með tilboð á bjór og okkur langaði að gera eitthvað aðeins öðruvísi og minna fólk í leiðinni á hversu gott það hefur það þegar það fær sér sopa af þessu,“ segir Jón Bjarni Steinsson, einn eigenda Dillon. Bjórlíkið á Dillon verður blandað úr Tuborg léttöli og Eldur ís-vodka í hinum gömlu hlutföllum en á sínum tíma var miðað við að tveimur vodkaflöskum og ⅓ úr viskíflösku væri hellt saman við um það bil 20 lítra af léttöli. „Við blöndum þetta á staðnum,“ segir Jón Bjarni. „Við nenntumekki að hafa fyrir því að setja þetta á dælu enda erum við ekki alveg vissir um hvernig salan verður á þessu,“ segir Jón Bjarni. „Ég var átta ára þegar bjórinn var leyfður, segir Jón Bjarni sem slapp því við að þreyja bjórbannið og hefur að mestu komist í gegnum lífið án þess að þurfa að leggja bjórlíki sér til munns. „Ég hef örsjaldan drukkið eitthvað sem kalla mætti bjórlíki en þegar ég var að hella mig fullan eftir vaktir á Hótel Íslandi 1998 setti ég stundum vodkaskot út í bjórinn minn. Það eru mín einu kynni af bjórlíki,“ segir Jón Bjarni sem ætlar að selja hálfan lítra af bjórlíkinu á 110 krónur á meðan birgðir endast annað kvöld. „En fyrir þá sem ekki vilja þær guðaveigar verður Tuborg á happy hour til miðnættis.“ Dillon þjófstartaði þó bjórgleðinni strax í gær þegar nýr bjór frá Borg brugghúsi var settur á krana í fyrsta sinn. Bjór! er bruggaður að undirlagi gömlu pönkaranna í Fræbbblunum sem deildu hart á bjórbannið á sínum tíma með laginu Bjór! árið 1981. Fræbbblarnir eru miklir bjóráhugamenn og hafa lengi látið sig dreyma um að framleiða bjór með þessu einfalda og gegnsæja nafni, með vísan til lagsins góða, og þegar þeir báru hugmyndina undir bruggarana hjá Borg ákváðu þeir að slá til enda tilefnið núna ærið: 40 ára afmæli Fræbbblanna og 30 ára bjórfrelsi á Íslandi
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira