Óvissa með afhendingu nýs Herjólfs vegna kröfu um viðbótargreiðslur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. mars 2019 13:11 Herjólfur í prufusiglingu í Póllandi. Vegagerðin Pólska skipasmíðastöðin Crist S.A. hefur farið fram á viðbótargreiðslu umfram það sem áður hafði verið samið um við Vegagerðina. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Í frétt Vegagerðarinnar kemur fram að krafa Crist S.A. um viðbótargreiðslu sé ekki í samræmi við áður gerða samninga og hafi henni því verið hafnað. Vegagerðin hafi boðið stöðinni að ljúka greiðslum samkvæmt samningi og fá skipið afhent en vísa ágreiningi um greiðslurnar til þriðja aðila. Þá kemur fram að smíði á nýjum Herjólfi sé nánast lokið en þó eigi eftir að klára minniháttar lagfæringar og prófanir á skipinu. Auk þess eigi Samgöngustofa eftir að ljúka skoðun sinni á fleyinu og staðfesta að gefa megi út haffærnisskírteini. Gera megi ráð fyrir að þessum verkum ljúki öðru hvoru megin við næstu mánaðamót.Leita ráðgjafar sérfræðinga Vegagerðin leitaði til erlendra sérfræðinga varðandi viðbrögð við kröfu stöðvarinnar um viðbótargreiðslu og var ákvörðun tekin um að hafna kröfunni þar sem hún eigi sér ekki stoð í samningi aðilanna. Lagði Vegagerðin til að ferjan yrði afhent í næstu viku gegn því að lokagreiðsla yrði innt af hendi í samræmi við samning, auk þess sem samþykkt aukaverk yrðu gerð upp. Kröfu stöðvarinnar yrði þá vísað til þriðja aðila til úrlausnar. Stöðin hefur ekki fallist á þessa tillögu heldur stendur föst á kröfu sinni um greiðslu umfram samning og samþykkt aukaverk. Í frétt Vegagerðarinnar kemur fram að líklegast sé að málið skýrist nánar í næstu viku en þangað til ríki áfram óvissa um hvenær nýr Herjólfur verði afhentur. Herjólfur Pólland Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýr Herjólfur sagður á lokametrunum Ganga þarf frá lokauppgjöri milli kaupanda og seljanda áður en til afhendingar kemur. 16. mars 2019 17:50 Herjólfur í lokaprófunum í Póllandi Ekki liggur þó fyrir hvenær nýja ferjan verður afhent. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir að mögulega hefjist siglingar fyrirtækisins með núverandi Herjólfi í lok mánaðar. 6. mars 2019 11:20 Samningafundur um lokauppgjör Herjólfs í Póllandi Fulltrúar Vegagerðarinnar eru á leið til Póllands til fundar á morgun við fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. í Gdansk um lokauppgjör vegna smíði nýs Herjólfs. 19. mars 2019 12:15 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Pólska skipasmíðastöðin Crist S.A. hefur farið fram á viðbótargreiðslu umfram það sem áður hafði verið samið um við Vegagerðina. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Í frétt Vegagerðarinnar kemur fram að krafa Crist S.A. um viðbótargreiðslu sé ekki í samræmi við áður gerða samninga og hafi henni því verið hafnað. Vegagerðin hafi boðið stöðinni að ljúka greiðslum samkvæmt samningi og fá skipið afhent en vísa ágreiningi um greiðslurnar til þriðja aðila. Þá kemur fram að smíði á nýjum Herjólfi sé nánast lokið en þó eigi eftir að klára minniháttar lagfæringar og prófanir á skipinu. Auk þess eigi Samgöngustofa eftir að ljúka skoðun sinni á fleyinu og staðfesta að gefa megi út haffærnisskírteini. Gera megi ráð fyrir að þessum verkum ljúki öðru hvoru megin við næstu mánaðamót.Leita ráðgjafar sérfræðinga Vegagerðin leitaði til erlendra sérfræðinga varðandi viðbrögð við kröfu stöðvarinnar um viðbótargreiðslu og var ákvörðun tekin um að hafna kröfunni þar sem hún eigi sér ekki stoð í samningi aðilanna. Lagði Vegagerðin til að ferjan yrði afhent í næstu viku gegn því að lokagreiðsla yrði innt af hendi í samræmi við samning, auk þess sem samþykkt aukaverk yrðu gerð upp. Kröfu stöðvarinnar yrði þá vísað til þriðja aðila til úrlausnar. Stöðin hefur ekki fallist á þessa tillögu heldur stendur föst á kröfu sinni um greiðslu umfram samning og samþykkt aukaverk. Í frétt Vegagerðarinnar kemur fram að líklegast sé að málið skýrist nánar í næstu viku en þangað til ríki áfram óvissa um hvenær nýr Herjólfur verði afhentur.
Herjólfur Pólland Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýr Herjólfur sagður á lokametrunum Ganga þarf frá lokauppgjöri milli kaupanda og seljanda áður en til afhendingar kemur. 16. mars 2019 17:50 Herjólfur í lokaprófunum í Póllandi Ekki liggur þó fyrir hvenær nýja ferjan verður afhent. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir að mögulega hefjist siglingar fyrirtækisins með núverandi Herjólfi í lok mánaðar. 6. mars 2019 11:20 Samningafundur um lokauppgjör Herjólfs í Póllandi Fulltrúar Vegagerðarinnar eru á leið til Póllands til fundar á morgun við fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. í Gdansk um lokauppgjör vegna smíði nýs Herjólfs. 19. mars 2019 12:15 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Nýr Herjólfur sagður á lokametrunum Ganga þarf frá lokauppgjöri milli kaupanda og seljanda áður en til afhendingar kemur. 16. mars 2019 17:50
Herjólfur í lokaprófunum í Póllandi Ekki liggur þó fyrir hvenær nýja ferjan verður afhent. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir að mögulega hefjist siglingar fyrirtækisins með núverandi Herjólfi í lok mánaðar. 6. mars 2019 11:20
Samningafundur um lokauppgjör Herjólfs í Póllandi Fulltrúar Vegagerðarinnar eru á leið til Póllands til fundar á morgun við fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. í Gdansk um lokauppgjör vegna smíði nýs Herjólfs. 19. mars 2019 12:15