Streisand um ásakendur Michael Jackson: „Þetta drap þá ekki“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. mars 2019 10:46 Michael Jackson með drengjunum James Safechuck (til vinstri) og Wade Robson (til hægri). HBO Leik- og söngkonan Barbra Streisand segist alfarið trúa þeim Wade Robson og James Safechuck sem stigu fram í heimildarmynd um Michael Jackson þar sem sökuðu hina látnu poppstjörnu um kynferðislega misnotkun. Hún telur þó að hin meintu brot hafi ekki haft teljandi áhrif á líf Robson og Safechuck. Heimildarmyndin Leaving Neverland var frumsýnd á HBO á dögunum og þar rekja Robson og Safechuck brot Jackson í miklum smáatriðum, líkt og fjallað var um á Vísi. Robson segist hafa verið fimm ára þegar hann kynntist Jackson á danssýningu og sá síðarnefndi hafi svo byrjað að brjóta á honum tveimur árum síðar. Safechuck var átta ára þegar hann var ráðinn í hlutverk barns í Pepsi-auglýsingu sem Jackson fór með aðalhlutverkið í. Náin vinátta tókst á með þeim í kjölfarið og um mánuði síðar hóf Jackson að beita hann meintu kynferðisofbeldi.Tekur sem dæmi að þeir hafi báðir gifst og eignast börnÍ helgarviðtali við breska blaðið The Times var Streisand, sem þekkti Jackson, spurð út í málið. Var hún meðal annars beðin um að lýsa Jackson.Hér sést Barbra Streisand við hlið Michael Jackson árið 1986.Getty/Bettmann„Hann var mjög indæll, mjög barnslegur,“ svaraði Streisand sem hafnaði boði hans um að syngja með honum lagið I Just Can't Stop Loving You á sínum tíma. Í viðtalinu tekur blaðamaðurinn fram að Streisand virðist sýna Jackson óvænta samúð. „Kynferðislegar þarfir hans voru kynferðislegar þarfir hans, þær koma líklega frá barnæsku hans eða DNA-inu hans. Það er hægt að nota orðið „misnotkun“ en þessi börn, eins og við heyrðum þau segja, elskuðu að vera þarna. Þeir giftust báðir og eignuðust börn þannig að þetta drap þá ekki,“ sagði Streisand í viðtalinu. Var hún einnig spurð að því hvort hún finndi fyrir reiði í garð Jackson. „Þetta er samblanda af tilfinningum. Ég er leið fyrir hönd barnanna, ég er leið fyrir hönd hans. Ætli ég kenni ekki foreldrum þeirra sem leyfðu börnunum að sofa heima hjá honum. Af hverju ætli Michael hafi haft þörf fyrir að klæða börnin upp eins og hann, í skónum og dansandi með hatta?“ spurði Streisand. Þrátt fyrir að sögusagnir og ásakanir um kynferðislegt ofbeldi Jackson í garð barna hafi áður komið fram hafa ítarlegar lýsingar Robson og Safechuk vakið óhug. Breska ríkisútvarpið BBC og norska ríkisútvarpið NRK hafa til ð mynda bæði ákveðið að hætta að spila tónlist Michael Jackson á útvarpsstöðvum þess, í það minnsta tímabundið. Þá hefur þeirri spurningu verið varpað fram hvort siðferðislega réttlætanlegt sé að hlusta á tónlist Jackson, sem er fyrir löngu orðin goðsagnakennd. Bandaríkin Tónlist Tengdar fréttir Lýsa grófum kynferðisbrotum Jackson í smáatriðum í nýrri heimildarmynd Fyrri hluti nýrrar heimildarmyndar um meint kynferðisbrot tónlistarmannsins Michael Jackson var sýndur á sjónvarpsstöðinni HBO í gærkvöldi en síðari hlutinn verður sýndur í kvöld. 4. mars 2019 14:00 Barnasafn fjarlægir muni í eigu Michael Jackson The Children‘s Museum of Indianapolis í Indiana-fylki hefur ákveðið að taka þrjá muni úr sýningu safnsins í kjölfar útgáfu heimildamyndarinnar „Leaving Neverland“. 16. mars 2019 22:51 Er siðferðilega réttmætt að hlusta á tónlist Michael Jackson? Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands segir það varasamt að hampa Michael Jackson og listsköpun hans í ljósi ásakana gegn honum um gróft kynferðisofbeldi gegn börnum. 12. mars 2019 10:26 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Leik- og söngkonan Barbra Streisand segist alfarið trúa þeim Wade Robson og James Safechuck sem stigu fram í heimildarmynd um Michael Jackson þar sem sökuðu hina látnu poppstjörnu um kynferðislega misnotkun. Hún telur þó að hin meintu brot hafi ekki haft teljandi áhrif á líf Robson og Safechuck. Heimildarmyndin Leaving Neverland var frumsýnd á HBO á dögunum og þar rekja Robson og Safechuck brot Jackson í miklum smáatriðum, líkt og fjallað var um á Vísi. Robson segist hafa verið fimm ára þegar hann kynntist Jackson á danssýningu og sá síðarnefndi hafi svo byrjað að brjóta á honum tveimur árum síðar. Safechuck var átta ára þegar hann var ráðinn í hlutverk barns í Pepsi-auglýsingu sem Jackson fór með aðalhlutverkið í. Náin vinátta tókst á með þeim í kjölfarið og um mánuði síðar hóf Jackson að beita hann meintu kynferðisofbeldi.Tekur sem dæmi að þeir hafi báðir gifst og eignast börnÍ helgarviðtali við breska blaðið The Times var Streisand, sem þekkti Jackson, spurð út í málið. Var hún meðal annars beðin um að lýsa Jackson.Hér sést Barbra Streisand við hlið Michael Jackson árið 1986.Getty/Bettmann„Hann var mjög indæll, mjög barnslegur,“ svaraði Streisand sem hafnaði boði hans um að syngja með honum lagið I Just Can't Stop Loving You á sínum tíma. Í viðtalinu tekur blaðamaðurinn fram að Streisand virðist sýna Jackson óvænta samúð. „Kynferðislegar þarfir hans voru kynferðislegar þarfir hans, þær koma líklega frá barnæsku hans eða DNA-inu hans. Það er hægt að nota orðið „misnotkun“ en þessi börn, eins og við heyrðum þau segja, elskuðu að vera þarna. Þeir giftust báðir og eignuðust börn þannig að þetta drap þá ekki,“ sagði Streisand í viðtalinu. Var hún einnig spurð að því hvort hún finndi fyrir reiði í garð Jackson. „Þetta er samblanda af tilfinningum. Ég er leið fyrir hönd barnanna, ég er leið fyrir hönd hans. Ætli ég kenni ekki foreldrum þeirra sem leyfðu börnunum að sofa heima hjá honum. Af hverju ætli Michael hafi haft þörf fyrir að klæða börnin upp eins og hann, í skónum og dansandi með hatta?“ spurði Streisand. Þrátt fyrir að sögusagnir og ásakanir um kynferðislegt ofbeldi Jackson í garð barna hafi áður komið fram hafa ítarlegar lýsingar Robson og Safechuk vakið óhug. Breska ríkisútvarpið BBC og norska ríkisútvarpið NRK hafa til ð mynda bæði ákveðið að hætta að spila tónlist Michael Jackson á útvarpsstöðvum þess, í það minnsta tímabundið. Þá hefur þeirri spurningu verið varpað fram hvort siðferðislega réttlætanlegt sé að hlusta á tónlist Jackson, sem er fyrir löngu orðin goðsagnakennd.
Bandaríkin Tónlist Tengdar fréttir Lýsa grófum kynferðisbrotum Jackson í smáatriðum í nýrri heimildarmynd Fyrri hluti nýrrar heimildarmyndar um meint kynferðisbrot tónlistarmannsins Michael Jackson var sýndur á sjónvarpsstöðinni HBO í gærkvöldi en síðari hlutinn verður sýndur í kvöld. 4. mars 2019 14:00 Barnasafn fjarlægir muni í eigu Michael Jackson The Children‘s Museum of Indianapolis í Indiana-fylki hefur ákveðið að taka þrjá muni úr sýningu safnsins í kjölfar útgáfu heimildamyndarinnar „Leaving Neverland“. 16. mars 2019 22:51 Er siðferðilega réttmætt að hlusta á tónlist Michael Jackson? Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands segir það varasamt að hampa Michael Jackson og listsköpun hans í ljósi ásakana gegn honum um gróft kynferðisofbeldi gegn börnum. 12. mars 2019 10:26 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Lýsa grófum kynferðisbrotum Jackson í smáatriðum í nýrri heimildarmynd Fyrri hluti nýrrar heimildarmyndar um meint kynferðisbrot tónlistarmannsins Michael Jackson var sýndur á sjónvarpsstöðinni HBO í gærkvöldi en síðari hlutinn verður sýndur í kvöld. 4. mars 2019 14:00
Barnasafn fjarlægir muni í eigu Michael Jackson The Children‘s Museum of Indianapolis í Indiana-fylki hefur ákveðið að taka þrjá muni úr sýningu safnsins í kjölfar útgáfu heimildamyndarinnar „Leaving Neverland“. 16. mars 2019 22:51
Er siðferðilega réttmætt að hlusta á tónlist Michael Jackson? Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands segir það varasamt að hampa Michael Jackson og listsköpun hans í ljósi ásakana gegn honum um gróft kynferðisofbeldi gegn börnum. 12. mars 2019 10:26